X fyrir drauma part 4. Ferðalagið.



Ég vissi ekki hvort að ég var hugrakkur eða brjálaður en ég ákvað að elta strákinn.

Við löbbuðum drjúgan spöl, að helli sem virtist vera heimili stráksins. Hann sagði mér að fara i þetta. Þetta var föt að sama tagi og föt stráksins. ´’Ef þú ert í þessu lifir þú ferðalagið allavega af’ sagði strákurinn. Ha hvaða ferðalag ? spurði ég. ‘Við erum að fara í ferðalag til mans sem getur hjálpað þér’sagði strákurinn. Ég fór í fötin sem litu mjög líkt út og fötin hans tarsan. Nú hvílum við okkur og leggjum af stað á morgun sagði strákurinn. Ég var mjög þreittur svo ég sofnaði mjög fljótt.

Næsta dag lögðum við aftur af stað í skóginn. Ég reyndi að spyrja stráksa hvað hann heitir en hann sagði mér það aldrei.
Við vorum komnir óvenju fljótt á staðinn sem við vorum daginn áður, þar sem ég datt og Ríkharður hljóp í burtu. Svo þegar við löbbuðum svona 10 metra í burtu frá staðnum sá ég hann, ég öskraði og skalf. Drengurinn kom að mér og leit á hann sem lá á jörðinni.
Þetta var Ríkharður, hann lá á jörðinni. Húðin á honum var orðin skringilega græn, og það voru fjólubláir ormar skríðandi á honum.
‘Jebb hann er dauður’ sagði strákurinn eins og ekkert sé.

Ég skalf og gat valla labbað. Ég settist á trjábol rétt hjá, en strákurinn reif mig strax aftur upp. ‘Ég veit að þetta er erfitt, en við höfum stuttan tíma, og þurfum að vera fljótir, ekki viltu vera hér til eilífðarnóns.
Við löbbuðum lengi lengi, hvert erum við að fara spurði ég.
‘Við erum að fara að hitta þann eina sem getur hjálpað þér, og treystu mér þú átt eftir að bregða þegar þú sérð hann, sagði strákurinn og flissaði.

Við löbbuðum að háu fjalli, strákurinn settist niður og sagði, hér gistum við í kvöld, við þurfum að kifa upp fjallið á morgunn. Ég var brugðið en sagði ekki neitt.

Við vöknuðum snemma næsta morgunn og byrjuðum að klifa upp fjallið.
Þetta var hræðilega erfitt, en svo sá ég blasta stór hellir, í klettinum.
Okey hann er hér, sagði strákurinn, ekki spyrja asnalegar spurningar og ekki grípa fram í fyrir honum, og ég vona bara að það líður ekki yfir þig.

Við löbbuðum hægt inn í hellin, ég sá mannin sitja þarna við eld, ég sá ekki alveg hver þetta var. Hver var þetta, en svo snéri hann sér við og mér brá hræðilega.

Þetta var ég………………

Framhald……