1. Hluti Miðvikudagurinn 21.09 kl. 15:05
“Hvað viltu hér Tristan? Ég hélt þú hefðir verið sendur til Færeyja eftir seinasta klúðrið.” Sagði varðstjórinn glottandi.
Þessi feiti durgur, á auðvelt með að rífa sig hérna í sínu verndaða umhverfi.
“Ég þarf að ræða við einn vistmann sem er í varðhaldi hjá þér Óli, hann er kallaður Sjonni.”
“Já Sjonni, horaður dópistaræfill” hóstaði varstjórinn upp úr sér. “Þeir komu með hann í gær, hann er enn í vímu. Hann er í klefa 2, ég skal opna. Hvernig var það annars Tristan, eftir málið með Ægi Lu?”
Sagan er fljót að ferðast, aðeins 2 vikur liðnar og eitthvað gerpi í Selfossi búinn að frétta þetta strax!
Varðstjórinn var einn af þessum letingjum sem unnu innan lögreglunar. Hann passaði sig að gera alltaf nóg, en aldrei of mikið og hafði því ekki hækkað um tign í einhver 20 ár eða svo. Síðan hugsaði hann greinilega ekki mikið að um línurnar því hann var að minnsta kosti með 50 prósent líkamsfitu, svo voru leifar af einhverskonar sósu á kraganum hans. Þetta var ein af þeim týpum sem Tristan fyrirleit mest.
Tristan tók niður sólgleraugun svo að það sást í nýfengið örið sem lá frá enni niður á kynn.
“Það skiptir þig nú engu máli karlinn.”
Þeir voru nú komnir að klefanum.
“Þú getur farið aftur upp núna vinur, ég ræð við þetta einn.”
“Eins og þú vilt.” Muldraði varðstjórinn.
Eins og venjulega var Tristan klæddur svörtum gallabuxum, svörtum bol sem rétt nægilega þröngur til að sýna stæltan líkamann, leðurjakka, hermannaklossa og dökk sólgleraugu. Tristani hafði lærst að það hjálpaði að vera svolítið harður í útliti í vinnu eins og hans. Aldrei vantaði dökka skeggrótina og hárið alltaf smart úfið. Fyrir utan persónuleika sinn, var Tristan býsna aðlaðandi maður. Hann gekk svo inní klefann.
Inni í klefanum stóð útúrvíraður, tveggja metra, fölur dópista ræfill. En samt engin venjulegur ræfill. Þessi ræfill vissi hvar og hvenær Rússarnir ætluðu að flytja inn vopnin.
“Sjonni Sjonni Sjonni… þetta er þinn þriðji glæpur í röð og þú færð að sitja lengi inni á Nýja Hrauninu í þetta skipti. Og þú veist hver situr þar inni.”
“Drullaðu þér í burtu skíturinn þinn, ég hef ekkert við þig að segja! Ég vill lögfræðinginn minn, núna!”
Tristan gekk um klefann, með höfuðið lútið og kveikti sér í rettu.
Sjonni var tekinn með 10 grömm af heróíni og sat inni á Selfossi meðan það var verið að klára rannsókn málsin.
”Manstu, Jóhann Stóri, ring a bell?“
Sjonni varð skyndilega stjarfur, og það virtist sem hann fölnaði enn meira, ótrúlegt en satt. Fyrir 3 árum höfðu þeir Sjonni og Jóhann Stóri verið félagar í glæpum. En þegar dópkaup klúðruðust og 3 látnir, hafði Sjonni vitnað gegn Jóhanni. Sagðist bara hafa verið á svæðinu fyrir tilviljun, og þessi fífl hjá Hæstarétti, tóku þá ákvörðun að ”trúa“ honum til þess að þeir gætu sent einhvern inn. Jóhann fékk 17 ár, og situr núna á Nýja Hrauni.
”Hvað viltu vita? Og hvað geturu gert fyrir mig?“
Það færðist lítið glott yfir dökkklædda manninn.
”Ég get séð til þess að málið verði fellt niður, ef þú hjálpar mér.“
Tristan rétti Sjonna rettu og kveikti í.
Sjonni var ein af þessum týpum sem hefði örugglega geta náð langt í lífinu ef hann hefði kynnst fíkniefnum. Vel talandi og fékk greinilega gott uppeldi. Hann var með óteljandi tattoo og hringi á sér, var einn af þessum sem var að reyna að fylgja þessari ný-pönk menningu. Sem í aðalatriðum er sú sama og var í lok 20. aldar.
Eftir að Sjonni hafði komið sér vel fyrir kom Tristan sér að efninu. ”Ég frétti það að Rússarnir væru að flytja inn stóra sendingu af vopnum, og að vinur þinn, Ingó, væri kaupandi.“
Sjonni strauk svitann af andlitu sínu og settist á beddann.
Sjonni og Ingó Gull voru gamlir vinir og sagan sagði að þeir væru búnir að flytja inn mikið af brúnu.
”Ef ég segi þér það, er ég gott sem dauður.“
”Allt sem þú segir mér fer ekki á skrá, mér líkar ekki að göturnar fyllist af vopnum Sjonni, mér líkar það verr en mér líkar við þig.“ Sagði Tristan og var nú orðinn leiður á þessu samtali!
”Nei, ég get það ekki, ég verð drepinn!“
”Ekkert mál, ég sendi þér blóm á Hraunið. Sjáumst!“
Tristan snéri sér við og gerðist tilbúinn að fara þegar hann heyrði kallað: ”Bíddu… ég skal tala.“
Það færðist bros yfir Tristan, og hann fékk sér smók.
2. Hluti Sunnudagurinn 25.09 kl. 03:14
Tristan sat í svarta Jeep Cheeroky jeppanum. Hann var búinn að bíða í 3 tíma rétt við höfnina án þessa að nokkur lifandi vera hefði komið. Sér til skemmtunar hafði hann tekið Samson 2045 byssuna sína í sundur og fægt hana vel, þetta var listasmíði. En honum var farið leiðast biðin.
Ég trúi ekki að skítseyðið hann Sjonni hafi látið þá vita af mér, hugsaði Tristan með sér. Hann getur varla verið svo nautheimskur.
Og rétt í því sá hann ljós, það voru 3 svartir BMW, nýja týpan og einn stór trukkur. Úr hverjum bíl gengu 3 menn einn þeirra var áberandi hár. Hann var sköllóttur, í svörtum leðurfrakka og með stóra gullkeðju um hálsinn. Datt mér ekki hug, Ingó Gull sjálfur, hugsaði hann með sér. Mennirnir gengu um borð.
”Eru allir tilbúnir?“ Kallaði Tristan í talstöðina. Víkingasveitin svaraði játandi. ”Við leggjum af stað þegar ég segi, gerið ykkur tilbúna.“
Tristan steig úr jeppanum, tók af sér jakkann, hlóð byssuna og skimaði yfir svæðið.
Höfnin í Grindavík, var fullkomin fyrir svona viðskipti. Grindavík var orðin fiski-höfuðborg Íslands. Tugir skipa fóru þar um á hverjum degi og er erfitt að fylgjast með öllu sem gerist þar.
Skipið var eins og virki. Þetta var svona gamall frystitogari, það eina sem var frábrugðið þessum bát og þeim næsta var að það voru menn með sjálfvirkar byssur um allt, að minnstakosti 22 talsins.
Ekkert mál, hugsaði Tristan með sér og brosti. Því næst lagði hann af stað, með Samsoninn í einni, vasaljósið í hinni, og tólf af illvitnislegustu löggum landsins á eftir sér. Hann var með talstöðina í öðru eyranu en í hinu var sett á lag 3 á spilaranum, Six Feet Under, með uppáhalds klassaranum sínum, I Adapt.
Rokk og ról, blý og bófar, það verður ekki mikið betra! ”Leggjum af stað strákar, við skulum sækja okkur nokkra bófa!“ Sagði Tristan glottandi.
Tristan sá um alla skipulagningu aðgerðarinnar. Þar sem engir verðir voru fyrir utan skipið ákvað Tristan að hröð og hávær árás væri besta leiðin. Hann fékk tvær hljóðlátar þyrlur til að bíða nálægt staðnum.
Þegar rétti tíminn var kominn skipaði hann þeim að koma. Þyrlurnar flugu lágt, beint að skipinu. Þegar þær voru komnar á staðinn þar sem Tristan og víkingasveitin voru vörpuðu þær blindandi ljósi beint að Rússunum og úr kallkerfi þyrlunar var látið vita að þetta væri lögregluaðgerð og allir ættu að leggja niður vopn sín. En þeir úr skipinu svöruðu með skotum á þyrluna.
Þá var haldið af stað, og þar sem Rússarnir sem voru uppi voru hálf blindir gekk áhlaupið vel og var víkingsveitin fljót að eyða allri ógn.
Nokkrum af mönnum Tristans var falið það verkefni að líta eftir öllum þeim sem þeir handsömuðu en restin hélt inn í skipið. Tristan skipti þeim í nokkra hópa, 3 í hverjum hóp og átti hver hópur að sjá um hluta skipsins.
Rússarnir veittu nokkra mótstöðu og særðu 2 af mönnum Tristans. Þar af var einn sem hafði verið í hóp með Tristani. Tristan skipaði þá þriðja manninum í hópnum að bíða með þeim særða meðan hann sjálfur myndi halda áfram.
Hann var nú kominn að matsal skipsins, tveir Rússar voru búnir að koma sér fyrir þar. Um leið og þeir sáu Tristan hófu þeir að skjóta. Hann skaut til baka.
Það var dauðaþögn í matsalnum, hefði Tristan verið spurður hefði hann svarið hann heyrði í hröðum hjartslætti Rússana, svo *klick* Tristan að hlaða Samsoninn.
Ljósið flökraði um eftir að annar Rússana hafði í látunum hitt ljósakrónuna. Tristan leit snögglega yfir skápinn sem hann skýldi sér við, sá að einn þeirra var við barborðið en hinn var í felum bakvið sófann. Rétt eftir að hann hafði fært höfuðið niður heyrir hann skotin dynja yfir höfði sér. Hann bíður, brosir og hleypir af tveim skotum. Og tveir Rússar skála ekki aftur í Vodka…
3. Hluti Mánudagurinn 26.09 kl. 08:00
Í öllum látunum hafði Ingó Gull sloppið og allir menn hans með. En góðu fréttirnar voru þær að þeir náðu 8 Rússum, einn þeirra mikils metin af Rússnesku mafíunni, FBI var líka á eftir honum. Upplýsingar sem gætu nýst Tristani vel þegar hann færi að spjalla við hann.
Tristan undirbjó sig alltaf vel fyrir yfirheyrslu. Hann leit yfir skýrslu Rússans.
Ljúbó Franz 35 ára
Fæddur í Moskvu, bjó þar til 12 ára aldurs en þá flutti hann til London með móður sinni. Stundaði nám í Oxford háskólanum, MA próf í millilanda viðskiptum. Fluttist 26 ára aftur til Rússlands. Fór fljótlega að sjást með mönnum eins og Igor Strosky, Braman Mandarin og fleirum sem bendlaðir eru við Rússnesku mafíuna. Óbeinar sannanir hafa bendlað hann við efnavopns viðskipti við Pakistan eftir fall Indlands. Heróín viðskipti í Kambódíu, demantarán í Alzír….
Listinn hélt svona áfram. Bandaríkjamenn voru á eftir honum vegna morðs á háttsettum ráðamanni þeirra sem látist hafði í Indónesíu. Sannanir tengdu mafíuna við morðið, það virtist sem einhver hefði borgað þeim mikið af seðlum fyrir verkið. Ljúbó var talinn hafa skipulagt allt saman.
Þetta hefur nú verið ansi afkastamikill glæpon! hugsaði Tristan með sér og hristi höfuðið af blendni aðdáun og viðurstigð.
Það er ekkert skrítið að kanarnir vilji fá hann, en skítt með þá, ég þarf að komast að því hvers vegna Ingó þurfti 30 sjálfvirka riffla, 5 kíló af sprengiefni, og allt hitt draslið. Og hvar fékk hann pening fyrir þessu öllu!
Ísland var enn hálf saklaust land að þessu leiti, glæpastarfsemin var oftast ekki skipulagðari en það að nokkrir litlir hópar skipulögðu verkefni hér og þar. En aldrei hafði neinn orðið svona stórtækur.
Tristan var þungt hugsinn. Hann gekk óþreyjufullur um skrifstofuna sína á Skólavörðustígnum. Skrifstofan var á tuttugustu hæð í skrifstofubyggingu sem reist var á lóð gamla hegningahússins. Viðeigandi staður til að geyma fyrstu Sérverkefnadeild Lögreglueimbætisins, sem hafði slegið öll handtókumet innan embættisins. Deildin var svona FBI Íslands
2 hópar unnu saman í deildinni. Tæknihópurinn, sem sá um mesta upplýsingaöflunina, hlerarnir og annað slíkt sem tengdist tölvum þvíumlíkum búnaði. Og svo rannsóknarhópurinn, sem sá um vettvangskannanir, handtökur og slíkt. Allt í allt voru 20 sem unnu þar. 24 fyrir klúðrið með Ægi Lú, hugsaði Tristan með sér og varð enn þyngri. Hann tók upp Samsoninn og byrjaði að fægja hann.
Skrifstofan hans Tristans var eins og venjulega, í algjöru rústi. Þetta var lítil skrifstofa, um 10 m2 og það eina sem var þar inni var skrifborð, hilla og mynd á veggnum. Þetta var mynd af dýrunum hans, Hrafni og Smælu.
Á gólfinu voru kassar fullir af allskonar pappírum sem Tristan hafðu ekki nennt að ganga frá. Sömu sögu var að segja um skrifborðið, nema það voru nokkrir óhreinir kaffibollar þar. Hillurnar voru tómar fyrir utan tóma skotfærakassa.
”Það mætti halda að einhver hefði lamið köttinn þinn, og nauðgað hundinum þinn!“
Lítið bros læddist að Tristani og hann leit upp. Það var Sonja. 180 á hæð, stórar túttur, stífur rass og annars líka mjög hraustlegur líkami. Hún var í svarta pilsinu sínu og hvítu blúndur skyrtunni sem Tristan fannst svo eggandi.
”Ég var bara að pæla aðeins, með þetta mál varðandi Rússana, en hvað segirðu elskan, hvað er að frétta?“
”Ljúbó er tilbúinn fyrir yfirheyrsluna. Ég vona að þú hafir undirbúið þig vel, hann er það eina sem getur tengt Ingó við vopnin. Þú veist að við getum ekki notað hleranirnar til að sakfella hann. Ég ætlast til að þú fáir uppúr honum nægar upplýsingar til að senda Ingó í fangelsi í árþúsund! Og það verða engin mistök í þetta skiptið, er það skilið!?“
Tristan elskaði hvað hún varð sexí þegar hún reiddist.
”Ég geri það stjóri… ertu upptekin í kvöld, fyrir drykk eða eitthvað?“ Spurði Tristan með frakkasvip.
”Ekki í þessu lífi Tristan, ekki í þessu lífi…“
Hún vill mig, hugsaði Tristan með sér og kveikti sér í rettu… Hún vill mig. Og brosandi hélt hann af stað í yfirheyrsluherbergið.
4. Hluti Þriðjudagurinn 27.09 kl. 00:52
Það var orðið kolniða myrkur úti, það var þungskýjað þennan daginn. Tristan var búinn að ganga út í 2 tíma, þungt hugsin um atburði dagsins. Hann ákvað að setjast niður á bekk við Austurvöll og kveikti sér í rettu.
Austurvöllur hafði lítið breyst í tímana rás. Eina stóra breyting var að það vara búið að rífa Hótel Borg eftir brunann 2005. Í staðinn var búið að byggja 6 hæða skemmtistað þar. Hann leit ágætlega út og vegna sögulegs gildi Austurvallar hafði staðurinn verið byggður í svona gamaldags stíl.
Annars var Alþingi enn þar, Dómkirkjan var á sínum stað og rónana vantaði ekki.
Dagurinn hafði byrjað mjög vel. Eftir þriggja tíma yfirheyrslur með Ljúbó og lögmanni hans hafði Ljúbó ákveðið að það væri betra að selja Ingó til þeirra, en að vera seldur til FBI, klár strákur. Í staðin fengi hann að vera íslensku fangelsi í 5 ár sem var mjög góður samningur.
Það kom í ljós að háttsettur yfirmaður hjá íslensku yfirvöldum hafði borgað Ingó og strákunum hans mikla peninga fyrir að kaupa mikið af vopnum og valda almennilegum usla í hinni fögru Reykjavík.
Þetta truflaði Tristan mikið. Útaf hverju ætti einhver stjórnmálamaður að vilja eyðileggingu í Reykjavík? Og hver var nægilega efnaður og geðbilaður til að fjármagna svona aðgerð? Þetta kom allt Tristani mjög undarlega fyrir sjónir.
Í fjarska sér Tristan ungt par í faðmlögum. Tristan varð þá hugsað til eigin ástarlífs, sem í raun og vera var ekkert. Hann hafði átt margar hjásvæfur, og verið í nokkrum samböndum en ekkert varið lengra en í 3 mánuði. Tristan var bara einn af þessum mönnum sem áttu erfitt með að binda sig tilfinningalega, en hefði hann verið spurður, hefði hann kallað hinn sama, vitleysing sem vissi ekkert í sinn haus! Svo var líka starf hans allt hans líf. Tilgangur hans hérna á þessari gráu jörð, eins og hann hefði sjálfur sagt.
Unga parið gekk nú saman í burtu og enn á ný var Tristan einn á Austurvöllum.
Klukkan þrjú fyrr um daginn hafði Tristan setið inni á kaffistofu Sérverkefnasveitarinnar og horft á sjónvarpið. Í fréttum var sagt frá bruna í Hafnafirði, lítið hús hafði brunnið til grunna, grunur lék á íkveikju. Einn maður hafði brunnið með. Þetta var grenið hans Sjonna. Tristani hafði orðið svolítið brugðið, en þetta er kom honum ekkert á óvart. Sjonni vissi að þessi heimur var harður. Svona fór líka fyrir þeim sem ekki kunnu að halda kjafti.
Tristan kveikti sér í annarri rettu, tók smók og leit upp á stjörnurnar.
Þegar Tristan hafði komið heim eftir vinnu fyrr um daginn hafði beðið eftir honum smá glaðningur. Tveir svartklæddir menn höfðu komið sér fyrir utan við heimili hans á Sólvallargötunni. Þegar hann hafði stigið út úr bílnum byrjuðu þeir að skjóta að honum.
Þessir tveir menn höfðu báðir verið klæddir bláum gallabuxum og jökkum. Báðir brúnir og sykursætir. Örugglega einhverjir kókhausar sem Ingó fékk til að gera þetta, hugsaði Tristan með sér. Ingó notaði aldrei sína eigin menn í svona verkefni, það gæti tengt hann við málið, þetta var hann vanur að gera í málum sem gætu auðveldlega komist upp.
Þeir notuðu báðir sitt hvort skothylkið en hvorugur hæfði Tristan. Þeir hlupu svo burt. Tristan ákvað að elta þá ekki og athugaði frekar hvort það væri allt í lagi með heimili sitt en sá strax að þeir höfðu skilið gjöf eftir handa honum fyrir utan útidyrahurðina.. Stór pakki, með slaufum og allt. Tristan lét þá á stöðinni vita.
Sprengjusveitin kom og skoðaði pakkann og fann það út að engin sprengja var í pakkanum. Aðeins lítill miði sem prentað var á: Búm, þú ert dauður!
Götulögreglan var nú búinn að koma sér fyrir hjá heimili Tristan og hafði nú auga með húsinu.
Tristan var ekki vanur þessu. Venjan var að hann elti lúsablesana, ekki þeir hann. Og hann var nú ekki alveg að gúddera það að þeir væru farnir að koma í heimsókn heim til hans!
Það var kominn tími til að sýna smá fordæmi. Kominn tími til að fara að sækja Ingó Gull. Tristan hafði nú líka heimild, skrifaða af Dómsmálaráðherra, til handsama eða “eyða” þeim sem ógna öryggi íslenskra borgara. Tristan var einn af fjórum sem höfðu þessa heimild.
Tristan stóð og upp gekk af stað heim til sín með lítið glott. Það var kominn tími til að heimsækja gamlan vin, Jón Baker…
5. Hluti Þriðjudagurinn 27.09 kl. 01:24
Bakerinn eins og hann var kallaður var tölvu snillingur sem vann oft fyrir glæpamenn í Reykjavík. Tristan og Baker áttu sér langa sögu saman en ferðir þeirra höfðu ekki skarast á í 2 ár, ekki fyrr en nú.
Tristan bankaði á hurðina og lítill feitur skeggjaður maður kom til dyra.
”Jesús! Hvað ertu að pæla að koma heim til mín, ef einhver sér þig verð ég drepinn! Komdu inn komdu inn.“
”Langt síðan við höfum sést, alltaf gaman að sjá þig. Ertu með eitthvað í ofninum?“ Spurði Tristan glottandi.
Jón Baker, eða Jón Þorleifsson, hafði unnið kvöldvaktir í bakaríi í bænum með frænda Tristans. Þaðan er Baker nafnið komið. En frændi Tristans hafði kjaftað í hann eftir Baker kom fullur í vinnuna og fór að gorta sig af því að hann væra að vinna fyrir einhverja stóra glæpona. Í stað þess að handtaka hann, gerði Tristan samning við hann, að Baker segði honum af og til af einhverjum stórum viðskiptum. Tristan hafði ekki farið til Bakers í svona langan tíma því eitt skiptið sá einn ”vinnufélagi“ Bakers hann tala við Tristan. Útkoman sú að Baker fékk að dúsa 2 mánuði á gjörgæsludeild. En nú var hart í veðri og Tristan farinn að vanta úræði.
”Hvað viltu Tristan, ég hélt við værum hættir við að hittast eftir að ég fór á spítala?“
Tristan leit í kringum í sig. Allskonar tölvubúnaður lá um alla íbúðina. Baker bjó í kjallaraíbúð í Vesturbænum og miðað við hvernig hún leit út hafði engin kona stigið inn í íbúðina í langan tíma. Í einu orði sagt var hún viðbjóðsleg. Pizza kassar, tómar flöskur og nammibréf lágu um allt.
”Það er útaf Ingó Gull. Menn hans biðu eftir mér heima með smá glaðning, og þú veist hvað mér er illa við óvæntar uppákomur. Ég þarf að fá að vita hvar hann heldur sig, og eitthvað segir mér að þú vitir það…“ Sagði Tristan og tók upp rettu.
”Það er bannað að reykja hérna" kallaði Bakerinn með hálf örvæntingalega.
Tristan leit upp, kveikti í henni og spurði ákveðið í þetta skiptið hvar Ingó væri að halda sig. Og eftir nokkrar mínútur af kveini og væli uppljóstraði Bakerinn að maður Ingó hefði komið til sín og beðið hann að finna fyrir sig heimilisföng nokkra starfsmanna Sérverkefnadeildarinnar. En vegna sambands Bakers og Tristans hafði hann logið um að hann gæti það ekki. En þeir höfðu greinilega fundið einhvern annan til að vinna verkið.
Baker vissi ekki hvar Ingó var, en hann var með númerið hjá aðstoðarmanni hans. Með hvatningu frá Tristani gat hann svo fundið út hvar aðstoðarmaðurinn var með því að tengjast gervihnattartungli Dómsmálaráðuneytisins og fundið merki farsíma hans. Blásalir 15.
“Þeir sögðu mér lítið sem ekkert” sagði Baker. “Nema það að ný tíð velmegunar væri á næsta leiti fyrir alla glæpamenn, sem myndu sverja Ingó hollustu sína, hvað sem það þýðir. Og þessir gaurar eru víst orðnir býsna tæknivænir, þeir voru líka á nýjum bílum og voru smart klæddir með flottar, stórar byssur. Þeir litu ekki eins og flestir glæpamenn sem ég hef kynnst. Ef ég væri þú myndi ég ekki fara að gera neitt einn.”
Tristan sat í sófastól Bakers glottandi, og tók sér smók.
“Þú þekkir mig Baker. Ekki hafa áhyggjur og ekki láta eins og kerling. Það þarf að herða þig upp strákur! Farðu í ræktina og komdu þér í form. Fáðu þér svo að ríða og hættu að skoða þetta klám á netinu, þetta er ekki hollt.”
Tristan kvað vin sinn og laumaði sér í burtu. Algjör óþarfi að láta aumingjann liggja aðrar tvær vikur á spítala hugsaði hann með sér er hann gekk í kjarrinu.
Síðan steig hann inn í jeppan sem hann hafði lagt 2 götum ofar, og hélt af stað í Kópavoginn. Það var nú ekki eftir neinu að bíða.
—
Tristan lagði jeppanum í dágóðri fjarlægð frá Húsinu þar sem aðstoðamaður Ingó, og jafnvel Ingó sjálfur gætu verið.
Það var komin grenjandi rigning úti og skyggnið var mjög slæmt. Fyrir utan húsið voru nokkrir nýlegir sportbílar. Það var dregið fyrir alla glugga í húsinu og engar myndavélar voru sjáanlegar.
Íslenskir glæpamenn verða víst ekki gáfaðri þótt þeir eignist smá pening… hugsaði Tristan með sér og dæsti.
Hann tók upp Samsoninn og gekk um skugga að hann væri nú örugglega hlaðinn, og hélt svo af stað í átt að húsinu. Hann læddist í kringum húsið, það furðulega var að ekkert hljóð kom úr húsinu. Ekki eru allir sofandi, hugsaði Tristan með sér og hélt áfram. Þegar hann var kominn að bakhlið hússins tók hann eftir að svaladyrnar voru opnar. Hann leit inn og sá að stór hópur fólks hafðu safnast saman til að horfa á mynd. Tristan brosti með sjálfum sér og tók upp talstöðina til að eftir liðsauka.
Svo fann hann skyndilega fyrir miklum sársauka aftan á höfðinu. Svo varð allt svart.
6. Hluti ??.?? kl.??
Þegar Tristan vaknaði var hann með gífurlega mikinn höfuðverk. Honum leið eins og einhver hefði klofið hausinn á honum í tvennt. Það tók hann smá tíma að átta sig á því hver hann væri, og enn lengri tíma að átta sig á því hvar hann var. Hann var á spítala.
“Nei sko, hver er loksins vaknaður.” Sagði skræk rödduð kona. ”Konan þín er búin að bíða hérna allan tímann en hún þurfti að skreppa á klóið.” Þetta var hjúkka í hvítum fötum og bleikum slopp.
Konan mín. Ég á enga konu, hugsaði Tristan með sér.
“Hvað var það eiginlega sem kom fyrir mig?”
“Það voru einkennisklæddir lögreglumenn sem komu með þig hingað. Það blæddi úr höfðinu og fötin þín voru ógeðsleg eftir þetta fyllirí þitt. Ef þú vilt þá er frændi minn í AA, ég get hringt í hann ef þú vilt?”
Fyllirí? En ég var ekkert að drekka…
“Ég var ekkert að drekka, ég var í eftirlitsferð og var, held ég, laminn í hausinn.”
“Þú fékkst þungt högg á höfuðið og það ekkert víst að þú myndir lifa þetta af, þetta var býsna tvísýnt á tímabili. Það er eðlilegt að fólk missi mynnið eftir svona.”
“Tristan, þú ert loksins vaknaður ræfillinn þinn!”
Lítið bros læddist að Tristani. Hann þekkti þessa rödd hvar sem er. Hún var í þröngu bláu CK gallabuxunum og hvítum flegnum bol.
“Sonja, hvað er að frétta elskan?”
“Ekki kalla mig elskuna þína fyllirafturinn þinn, ég er ný búin að missa 4 góðar löggur og afber ekki að missa aðra útaf einhverju fyllirísrugli! Manstu hver rændi þig?”
Hvað er að fólki?! Er allt að verða vitlaust??
“Hvað eru allir að tala um fyllirí, ég var búinn að finna Ingó Gull og var að fara að kalla eftir liðsauka þegar ég var laminn í hausinn.”
Sonja horfði á beint í augun á honum í dágóða stund, stóð svo upp og gekk að glugganum og leit út. Henni varð greinilega brugðið við þessar fréttir. Eftir drykklanga stund tók hún aftur til máls.
“Ingó Gull og menn hans voru allir drepnir. Þetta leit út eins og gengja morð. Þetta var algjört mess þarna. Blóð útum allt. En það furðulega var, að það fundust engin ummerki um þá sem gerðu þetta. Það voru greinilega atvinnumenn sem voru að verki þarna. En ég skil ekki það sem þú varst að segja. Þú fannst í porti í Vesturgötunni, lyktaðir eins og áfengisverksmiðja, blæddi úr höfðinu, og með ekkert veski. Það fannst líka talsvert magn af áfengi í líkama þínum. Bíllinn þinn fannst í Grafarvogi. Hvað var eiginlega í gangi Tristan?”
Tristan klóraði sér hausnum. Er ég að verða klikkaður? Nei, ég er nokkuð viss um ég hafi verið í Blásölum. Hugsaði Tristan með sér.
“Ég veit það ekki.” Sagði Tristan og fékk skyndilega alveg ofsalega mikinn höfuðverk.
“Ég þarf að fara uppá stöð núna. Málið með Ingó telst að fullu upplýst núna. Nema þetta sem Ljúbó sagði, með þennan spillta stjórnmálamann. Það er ekki gott að vita af einn af ráðamönnum Íslands sé glæpamaður. Það er alltaf möguleiki að hann hafi skipað árásina á Ingó til að hylja spor sín. En eins og ég sagði þá fundust engin ummerki um þá sem gerðu þetta, enginn vitni eða neitt. Ég held að þú ættir að taka þér nokkra daga frí Tristan, á launum auðvitað. Kemur svo hress aftur í vinnu. Hvernig hljómar það?”
“Hljómar fínt.” Sagði Tristan aumur.
“Láttu þér batna fylliraftur.”
“Sjáumst” sagði Tristan og lokaði augunum.
Og nokkrum dögum seinna snéri Tristan aftur á skrifstofu sína á Skólavörðustíg, með stóra kúlu á hnakkanum, og snéri sér að nýju verkefni.