Marrið í stiganum part 5. (Síðasti hlutinn)

Ég hleyp inn á gang. Ég sé mömmu standa þarna. Það var eins og hún vissi hvað gerðist. Hún labbaði að mér.
‘er allt í lagi elskan’sagði hún við mig. Ég þorði eiginlega ekki að spyrja en ég varð.
‘mamma, heyrðu, mér langar að spyrja, hvað gerðist við föður minn’.

Mamma settist á stól sem var þarna við ganginn. Ég horfði og beið átekta eftir svari.
Hún opnaði munninn en lokaði honum aftur, eins og hún ætlaði að seiga eitthvað en hætti svo við. En svo ákvað hún að seiga eitthvað.

‘ Þetta byrjaði allt þegar ég kom heim eitt kvöldið. Byrjaði hún að seiga.
‘Þá stóð hann þarna, ég hafði bara séð hann einu sinni áður. En það var þetta sama kvöld, þá hafði hann hjálpað mér að tína upp skólabækurnar mínar, en ég missti þær.
‘eftir það hafði hann elt mig heim’. Ég horfði á mömmu með öndina í hálsinum.
Hún hafði loks ákvað að seiga mér allan sannleikan.

Hún hélt áfram. ‘Ég horfði á hann, hvað ertu að gera hér spurði ég hann. Hann sagði ekki neitt hann labbaði bara hægt að mér. Ég byrjaði að labba frá honum, þá byrjaði hann bara að hlaupa. Ég hljóp út. En ég komst ekki langt. Hann reif mig aftur inn.

‘Ég öskraði, en eingin heyrði í mér. Hún leit upp og horfði beint í augun á mér.
‘hann nauðgaði mér’. Sagði hún.
Ég trúði þessu ekki. Er ég, er ég sonur einhvers aumingja sem getur ekki náð í stelpur heiðarlega, heldur beitir þeim valdi.

En ég gat ekki sagt neitt því mamma hélt áfram að tala.
‘Ég lá þarna þegar hann var að klæða sig í fötin. ‘helvítis fífl, hugsaði ég. Svo sá ég hnífinn á eldús borðinu’. Ég greip fram í ‘þú drapst hann?
‘Já’sagði hún ‘ég drap hann ‘Ég tók upp hnífinn og stakk hann í bakið’. Einusinni, og svo aftur, og svo aftur’.
‘Hann lá þarna í blóði sínu’. ‘ Hann var látinn….’

Mamma sat í stólnum með tárin í augunum. Ég tók utan um hana og sagði ‘Mamma þetta verður allt í lagi’.