Kalli klósetthreinsari 7


Í síðustu sögu af Kalla klósetthreinsara hafði Óli Jóns elt Kalla uppi og ætlaði að drepa hann en Kalla tókst að sleppa frá honum á felustaðinn sinn í nýja húsinu þar sem hann situr og (ritskoðað) sér eftir 11 þegar hann horfir á Animal Planet.

Kalli sat á felustaðnum sínum og var að borða.Felustaðurinn var svona 60-70 m² og það var heitur pottur og allt helvíti þarna inni.
Þessi Drjóli Jóns finnur mig aldrei hér, hugsaði Kalli.En ef hann skyldi finna mig, þá er ég sko dauður.Þannig að ég ætti að vera hérna í svona mánuð.Sé allt um umheiminn í fréttum.
Þegar hann var að horfa á fréttir um daginn varð hann skelfingu lostinn.
Fyrirsögn fréttarinnar var: Klósetthreinsari eftirlýstur.
Hann var því feginn þegar hann sá að þetta var ekki frétt um hann.
Svo sá hann aðra grein á eftir:Kalli klósetthreinsari eftirlýstur.
Það sást á myndunum að víkingasveitin var fyrir utan húsið hans og þulurinn sagði:Kalli klósetthreinsari er eftirlýstur fyrir aðild að morði á 32 fangavörðum á Litla-Hrauni og einnig fyrir flótta frá Litla-Hrauni.
Einn fangavörður á Litla-Hrauni vildi taka viðtal við okkur um flóttan frá Litla-Hrauni.Ég stend hér við utan Litla Hraun og tala við Andreas Klemenz Fússigsson, fangavörð á Litla-Hrauni.
Andreas, þetta er alveg hræðilegt þarna inni á Litla-Hrauni, ekki satt?
Já, sagði Andreas.Þú þarft ekki að segja Litla-Hraun svona oft.
Allt í lagi, sagði þulurinn.En var þetta ekki hræðileg lífsreynsla að sjá alla vinina drepna svona fyrir framan þig?
Nei, sagði Andreas.Mér er drullusama fyrst ég var ekki drepinn.
Segðu mér að þú sért að djóka, sagði þulurinn.
Nei, alls ekki, sagði Andreas.
You sellfish bitch, sagði þulurinn og byrjaði að kýla Andreas á fullu í fésið.
Fokk, hugsaði Kalli.
Síminn hringdi.
Þetta er Stergur Hólmeðksson hérna, þú hefur 3 klukkutíma til að koma út áður en við ryðjumst inní húsið þitt og drepum þig.
Ok, sagði Kalli.Það eiga að vera 3 mínútur.
Ok, sagði Stergur.Koddu innan 3 mínútna.
Nei, sagði Kalli.Ég kem ekki rassgat.
Ok, sagði Stergur.Þá brjótumst við inn.
Allt fína, bless, sagði Kalli og fór að horfa á Law and Order SVU á Skjáeinum.
Stergur skipaði mönnunum að brjóta upp hurðina.
Kallið á lásasmið, sagði hann.
Bíddu, sagði einn lögregluþjónnin.Við höfum trjádrumb til að brjóta hurðina.
Ok, sagði Stergur.Takk fyrir Villi minn.Ég var búinn að steingleyma því.
Þeir leituðu alls staðar af Kalla en fundu hann hvergi.Þeir leituðu í 3 sólarhringa en ekkert fannst.Að lokum gáfust þeir upp og fengu sér kleinuhringi.
2 mán. síðar þegar Kalli klósetthrinsari var orðinn óþekktur fór Kalli úr felustaðnum og baðaði sig í sólarljósinu.
Döggvott grasið í garðinum hans var 30 cm hátt og hékk brúnt eftir garðinum vegna þess að það hafði ekki verið slegið né fengið neinn vökva vegna þurrks.
Kalli byrjaði aftur að vinna við að hreinsa klósettin eins og ekkert hefði gerst.
Jæja, þú þarft að borga mér 70000 kall, sagði skólastjórinn.
Ég veit, sagði Kalli og borgaði.
Klósettin voru ógeðsleg enda höfðu þau ekki verið hreinsuð í 2 mánuði.
Kalli klósetthreinsari var að byrja aftur að lifa.En söguflokkurinn um Kalla klósetthreinsara er langt frá því að verða búinn því hver veit hvað gerist í Kalla klósetthreinsara 8.

Jæja, ættim ég að bíða með KK 8 til að kvelja ykkur?
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.