Marrið í stiganum part 4.

Hann hljóp að mér með hnífinn á lofti. En þegar hann var að fara að stinga mig stökk stórigaurinn fyrir og hnífurinn hafnaði í honum. Hann snéri sér að mér og hvíslaði að mér ‘ taktu hnífinn og stíngdu honum í hjartað á þessari ófreskju.

Ég tók hnífinn og hljóp að föður mínum. Ég öskraði og miðaði að hjartanu. Lyfti hnífnum upp og stakk honum eins djúft og ég gat beint í hjartað á honum.

Faðir minn féll til jarðar. Hann sagði ekki neitt, öskraði ekki né gaf frá sér neitt hljóð.
Hann bara lagðist hægt á jörðina og hvarf.

Ég horfði á ljósið í miðjum salnum. Hljóp að því og stoppaði við það og leit til baka. Ég vildi bara vera viss um að hann væri dauður, að faðir minn væri dauður.
Ég steig inn í ljósið. Ég fann fyrir miklum kulda og sársauka. Ljósið skarst i augun þótt að ég væri með þau lokuð.

En allt í einu hrökk ég upp. Ég var staddur í rúminu mínu. Ég var feginn að vera kominn heim. En það var eitt, hvað hefur mamma verið að leina mér allan þennan tíma.
Er hún vond eins og faðir minn.

Framhald.