X fyrir drauma Part 2, Garðurinn


Ég stóð á ganginum agndofa. Hvað átti ég að gera. Á hurðinni stóð x fyrir drauma.
En það var enginn önnur hurð, neiii, bara þessi hurð. Allt í einu var gripið um höndina á mér. Þetta var Ríkharður, hann brosti þreytulega til mín.

‘hvað er í gangi’sagði hann. Það er eitthvað að, sagði ég, og benti að hurðinni.
Hann leit á hurðina og las upphátt af hurðinni ‘x fyrir drauma ‘. Í þessum orðum opnaðist hurðin.
Við horfðum undrandi á hurðina. Ég sá á Ríkharði að hann var líka hræddur, eins og ég.

Við byrjuðum að labba rólega að hurðinni. Ég labbaði fyrst inn og Ríkharður fylgdi eftir.
Við vorum staddir úti. Fuglarnir sungu í trjánum. Það var svo fallegt í þessum garði.

Ég og Ríkharður löbbuðum um garðinn og sáum öll dýrinn leika sér í grasinu.
Ég var í sæluvímu yfir allri dýrðinni í skóginnum.

En allt í einu sá ég strák, lítinn strák. Ég sá fyrst ekki alveg hvað hann var að gera því ég stóð langt frá honum, en þegar ég sá það greyp yfir mig mikil hræðsla. Hann var að éta aðra mannveru..
Hann beit í hálsinn á henni og reif hann og át, síðan át hann aðeins meira.

En allt í einu hætti hann að borða og leit á okkur. Ég og Ríkharður vorum lafhræddir.
Hvað áttum við að gera. Hér vorum við í einhverjum dularfullum garði sem við fórum í frá stofunni minn.Og nú var mannæta að horfa á okkur, örugglega að pæla í að éta okkur.
Framhald………….