Hérna eru fyrstu annar hluti fyrst smásögunnar minnar. Ég var ekki alveg viss um hvar ég hætti seinast og það er svo langt síðan ég setti hinn hlutann inn svo ég setti þá saman þótt þetta sé sama sagan. Eins og með hinn hlutann mæli ég með því að þið cópýið þetta inn á tölvuna og jafnvel prentið út. Góða skemmtun.

Reykjavík, 7. Júní, 1954

Eftir allt sem mannfólkið hafði þolað var komið að því, þetta var endirinn. Kjarnorkustríð hafði geisað milli stórveldanna tveggja; Rússlands og Bandaríkjanna. Hatrömm barátta hafði átt sér stað milli þjóðanna eftir heimstyrjöldina síðari. Þýskaland var ekki lengur inn í myndinni þar sem áform þeirra hafði farið fyrir bí. Núna voru það Bandaríkinn og Rússland sem börðust. Heimurinn hafði verið lagður í eyði. Rússarnir vissu að Ísland yrði ólíklegasti staðurinn fyrir þá að hefja verkefnið sem myndi leggja veginn fyrir nýrri heimsskipan.
Allt var hljótt ekki sála á ferli. Langt undir yfirborðinu voru fjórir menn, einn Íslendingur og þrír Rússar. Þeir voru staddir í neðansjávarbyrgi sem Rússarnir höfðu byggt leynilega þegar allt lék í lyndi milli þjóðanna tveggja. Einn Rússanna sem var klæddur í blá jakkaföt en hafði sett jakkann á stólbakið á stólnum sem hann vann við og var með skambyssu í hulstri sem hann festi yfir vinstri öxlina vann hörðum höndum við eina af hundruðum tölvanna sem þeir höfðu smyglað með kafbátum. Hinir Rússarnir voru klæddir eins og höfðu einnig klætt sig úr jökkunum, Íslendingurinn var aftur á móti í gráum jakkafötum en ólíkt hinum var hann enn í jakkanum og stóð uppréttur eins og hann væri einungis að eigast við leiðinda mál sem hann vissi að væri að ljúka . Allt í einu glaðnaði yfir einum Rússanum, honum hafði tekist það en um leið vissi hann hvað þurfti að gera. Hann sagði við hina að nú væri komið að því, hann væri að fara að setja talninguna í gang og að honum þætti leitt að gera þetta. Hann seildist í skammbyssuna en sá Íslenski varð fyrri til og skaut síðan alla Rússana. Eftir þetta ýtti hann á takka á tölvunni og tók síðan lykil úr vasa Rússans sem hafði unnið við tölvunaog setti hann í brjóstvasann á jakkafötunum. Eftir þetta gekk hann rólega að einu lyftunni á þessari hæð og smellti á takka sem sendi hann upp.

Reykjavík, 11. Júní, 2002

Laugardags morgun, sólin skín, fuglar syngja og blaðberar slugsast út með blaðið meðan þeir taka stýrurnar úr augunum. Á sama tíma rennur blaðið inn í kjallara íbuð í Mjóuhlíðinni allt er í drasli, dagblöð sem eru frá allt að mánuði síðan standa á eldhúsborðinu og sömuleiðis mjólkurfernur.Tómar gosflöskur og matarleifar í stofunni og kveikt á sjónvarpinu, notaðar klósett rúllur liggja um allt á baðherbergis gólfinu en baðherbergið hafði greinilega ekki verið þrifið síðan núverandi íbúi hafði flutt inn klósettinn á lækjartorgi myndu sýnast draumar miðað við þetta. Síminn hringir inn í svefnherbergi þar sem lakið af rúminu er á gólfinu og koddinn dottinn úr koddaverinu. Einhvern veginn getur maður sofið þarna sem fastast jafnvel meðan síminn hringir. Maðurinn sem er nokkuð hár vexti og greinilega menntaður því röddinn er nokkuð stórborgaraleg stingur höndinn undan sænginni og svarar þreytulega í símann. -Já, halló er Axel Fáfnisson við? Spyr kuldaleg rödd á hinni línunni. Það er hann. Svarar maðurinn sem er enn mjög þreyttur. –Ég hringi út af dvd spilaranum sem þú ert að selja. Þá er eins og lifni yfir manninum, hann sprettur á fætur og reynir að sýnast ekki of ákafur en getur samt lítið gert til að leyna ákefðinni.-Heyrðu, heldurðu að komir ekki að Miklubraut 94. Þá getum við talað betur saman?
-Miklubraut 94, endurtekur maðurinn á hinni línunni eins og hann sé að skrifa það niður. Ég kem þangað. Axel leggur á og opnar næsta skáp, nær sér í handklæði sem lítur út fyrir að vera hreint og drífur sig í sturtu. Eftir það fer hann í sama skáp og áður og tekur út grá jakkaföt sem höfðu greinilega séð betri daga, hann dustar aðein ryk af þeim og fer síðan í þau. Þá setur hann upp gerfi skegg og hleypur út í bíl, og ætlar að starta en er ekki með lyklana svo hann hleypur adftur inn og fer í nær í venjulegu buxurnar og fer þar í vasana og nær í bílyklana, veskið og farsímann en hann er nærri batteríslaus svo Axel setur hann í hleðslu. Eftir þetta hleypur Axel aftur í bílinn sem hafði, eins og jakkafötinn greinilega séð betri daga en var nothæfur. Mazda 323 ’85 módel þriggja dyra keyrður 100þús. Góður og nettur bíll. Hafði staðið í smáauglýsingunni sem hann hafði notað til að kaupa bílinn.

Á sama tíma í miklubraut 94 sefur maður í mun snyrtilegra rúmi, hann vaknar við það að einhver hringir dyrabjöllunni en þar stendur að Axel Fáfnisson búi þar með konu sinni og tveim dætrum. Maðurinn sest upp í rúminu og nuddar stýrurnar úr augunum, hann rífur blinandi slopp af herðatré og kallar niður að hann sé að koma, hann gengur niður stigann og sér að það er par að bíða úti fyrir. Maðurinn klæddur í bláann frakka og jakkaföt í stíl meðan konan er í dragt og í frakka yfir. Maðurinn í jakkafötunum kallar inn á ensku að þau séu í vandræðum með bílinn sinn. Axel hugsar með sér að það saki nú ekki að hjálpa þeim en um leið og hann snertir hurðar húninn á hurðini sem leiðir inn í forstofuna dregur konan eldsnöggt upp byssu og skýtur Axel beint á milli augnanna. Maðurinn tekur þá upp vasahníf og dirkar upp hurðina um leið og hann röflar eitthvað um að hun hefði getað beðið þangað til að hann hleypti þeim inn. Þegar þau eru komin inn segir konan að ættu að bíða hér eftir Gunnari.

Axel, öðru nafni Gunnar rennur um það leyti í hlað að Miklubrat 94 og stígur út úr bílnum hann kemur auga á bíl sem hann kannast ekki við, Skærbláan Lexus IS 200 hann vissi ekki um neinn sem átti svona bíl hér og vonaði um leið að kaupandinn hefði ekki komið á undan honum. Gunnar skýst inn í garðinn og klifrar upp á svalirnar, skrýtið Axel er hvergi sjáanlegur hann er vanalega vaknaður um þetta leyti. Gunnar vippar sér niður á grasið og hleypur að úti dyrunum. Þá skellur honum verulega skelkur í bringu: útidyrahurðinn er opinn, greinilega innbrot og byssukúlugat á glugganum en glugginn er ekki brotinn. Gunnar læðist hægt að hurðinni og leggst flatur upp við vegginn og litur fyrir hornið. Þar sér hannannað gat á glugganum á hurðinni sem liggur frá forstofunni en ekkert blóð, hann hugsar með sér hvað hefði gerst og ætlar að ná í farsímann sinn og hringja í lögguna en hann hafði sett hann í hleðslu. Honum kom í hug að fara í næsta húsog segja frá kringumstæðum en komst að þeirri niðurstöðu að hringja hjá Axeli. Hann læðist inn og nær í símann sem er staðsettur beint fyrir framan forstofuna á litlum gangi sem leiddi inn í eldhús, inn í tvær stofur og svo að stigum sem liggja upp þar sem svefnherbergin eru staðsett og niður í kjallara. Um leið og hann tekur upp símann segir kvenmanns rödd honum að setja tólið á og snúa sér hægt við, fara til vinstri inn í borðstofuna en þar situr maður í sófa og bendir Gunnari að setjast í annann stólinn.
-Gunnar Fozzberg geri ég ráð fyrir.
-Sá er maðurinn en hvað viljiði mér og hvað hafiði gert við Axel?
-Deyfipíla, sterkt efni en hann ætti ekki að muna eftir neinu þegar hann vaknar eftir þrja tíma eða svo. Segir konan sem beinir bysunni ennþá að honum en hefur sest niður.
-Það sem við viljum er vitneskja, ekki þín þó. Hvað veistu um afa þinn? Segir maðurinn sem hefur tekið upp stokk af spilum og er byrjaður að stokka þau.
-Hann flutti hingað með fjölskyldu sinni frá Þýskalandi mjög ungur að aldri í kringum aldamótin og stofnaði síðar búð sem selur ritföng, bækur og þess háttar. Hann er dáinn núna og pabbi minn hefur tekið við búðinn, af hvrju viljiði vita eitthvað um afa minn? Spurði Gunnar sem var ekki eins hræddur eftir að fékk fréttirnarum deyfipíluna.
-Við erum hrædd um að hann afi þinn hafi ekki verið allur þar sem hann er séður Gunnar minn, komdu í bíltúr þá útskýrum við betur. Segir maðurinn um leið og hann rís upp og bendir Gunnar að koma, konan rekur lestina og bendir byssunni ennþá á hann en setur hana í vasann þegar þau koma út, hún bendir Gunnari samt á það að hún muni skjóta hann ef hann reynir að flýja. Maðurinn sest í ökumannssætið en Gunnar og konan sitja afturí. Þau keyra af stað og konan tekur aftur upp byssuna, maðurinn byrjar aftur að tala
-Fyrir um 50 árum eða svo var afi þinn að hjálpa okkur með verkefni. Um leið og hann sleppir orðinu klessir sendiferða bill inn í hliðina á lexusnum og konan sem var ekki í sætisbelti flýgur út um hliðarglugga og lendir á tré inn í garði all langt frá bílnum. Þá koma menn með lambúshettur út úr sendiferða bílnum og ná í Gunnar sem rotaðist við áreksturinn og keyra af stað. Þá stendur konan upp og nær í manninn sem er að ranka við sér og muldrar eitthvað um að þeir hefðu getað farið fínar í þetta. Konan hringir eitthvert og segir að verkið hafi gengið eins og smurt.

Reykjavík 12 júní 2002

Daginn eftir vaknaði Gunnar í yfirgefnu íbúðarhúsi, herbergið sem hann er í er illa lýst, veggirnir allir í sprungum og það er ekkert nema beddinn sem Gunnar liggur í og
útvarp á gólfinu sem segir frá árekstri í hlíðunum, Gunnar er mjög vankaður og sér allt í móðu, hann sest upp á beddanum og heyrir raddir í hebergi við hliðina, hann grípur inn í mitt samtalið.
-Hvað gerum við svo?
-Segðu honum frá kortinu, svo vinnum við út frá því. Gáðu hvort hann sé vaknaður.
Gunnar heyrir að það gengur einhver í áttina að herberginu og snýr hurðarhúninum. Sá sem gengur inn er nokkuð ungur maður með ljóst hár í ræfilslegum og rifnum fötum.
-Bara vaknaður, þú lentir í árekstri. Mér þykir fyrir því en við þurftum að gera eitthvað.
Gunnar kannast við röddina.-Ert þú sá sem ég talaði við í símann?
-Já, þau hljóta að hafa verið að hlera símann þinn, við ætluðum að ná þér fyrr.
-Af hverju komuð þið ekki heim til mín?
-Það var of hættulegt, það eru myndavélar allstaðar.
-Af hverju, ég hef ekkert gert af mér. Og hvernig vissuð þið…
-..Að þú selur fólki múrsteina í dvd kössum úr húsi vinar þíns sem segir að þú hafir brotist inn. það er ekki það sem þú gerðir af þér, heldur það sem afi þinn gerði af sér.
-Aftur þetta með afa minn hvað gerði afi sem var svona hræðilegt?
-Ég ætla ekki að þylja þá sögu núna, komdu inn í eldhús Sónýa er nýbúinn að baka skonsur. Já meðan ég man, Gunnar ég heiti Oddur. Þeir ganga út úr herberginu og Gunnar sér hvernig íbúð þetta er; það liggur stigi upp á loft, hliðin á stiganum vinstra megin við stigann er klósett, hægra meginn við stigann er útidyra hurðin sem honum sýnist liggja út á stigagang. Þegar þeir snúa við er eldhúsið framundan og til vinstri er stofa með gömlu sjónvarpi sem maður stendur yfir og er eitthvað að bardúsa við. Hægra meginn við þá er einhverskonar gesta herbergi þar sem annar maður liggur í sófa og heldur kælipoka að enninu og stynur. Skonsu lyktin fyllir íbúðina hægt og rólega og menn og konur flokkast inn í alltof lítið eldhúsið. Inn í eldhúsinu situr gráskeggjaður maður í tötralegum frakka og með grifflur á höndunum, við eldavélina stendur gullfalleg stúlka með rauða svuntu og hárnet sem hylur dökkt hárið. Gráskeggjaði maðurinn biður alla að vinsamlegast fara út þegar þeir hafa fengið sinn skammt, hann bendir Odd, Gunnari og Sónýu að vera eftir. Maðurinn byrjar að kynna sig.
-Ég heiti Stígur, þú hefur þegar hitt Odd og þetta er Sónýa. Þú undrar þig sjálfsagt á því af hverju þú ert hérna, veistu eitthvað?
-Nei ég hef enga hugmynd um hvað er að gerast.
-Þá segji ég bara alla sólarsöguna. Fyrir 48 árum hafði kjarnorkustríð milli Bandaríkjanna og Rússlands nærri eyðilagt heiminn. Báðar þjóðir unnu leynilega að einhverjum verkefnum sem við vitum ekkert um en langar til að fræðast um, afi þinn var að vinna með könunum sem flugumaður í herbúðum Rússa. Hann tók eitthvað sem hann átti ekki að taka og báðar þjóðir hafa verið á höttunum eftir honum síðan. Við vitum að þú veist ekki neitt hvað hann tók og hvað síður hvar það er, en þú getur hugsanlega komist að því frekar en við. Hefurðu einhveja hugmynd hvar eitthvað af dótinu hans afa þíns er?
-Ég veit ekki, kannski veit Pabbi hvar það er, hann er yngstur af þrem systkynum þannig að kannski eru þau með eitthvað.
-Við förum þangað á morgun, hvíldu þig aðeins meira.

Hafnafjörður, 13 Júní, 2002

Elvar Fozzberg gat ekki hugsað sér neitt þægilegra en að liggja hreiyfingarlaus í rúminu eftir að hann hafði vaknað, sérstaklega núna þar sem rigningin dundi á gluggunum og trén börðust á gluggunum. Rétt þegar þessar hugleiðingar hans voru að leiða hann í mjúkan svefn heyrði hann að það var barið á dyrnar. Hann reis úr rúminu og renndi sér í mjúku innskóna sína sem höfðu verið í dyggri þjónustu hjá honum í rúm fimm ár. Elvar var ekki maður mikilla breytinga og vildi helst ekki kaupa neitt nýtt nema að hið gamla væri handónýtt. Konan hans heitin hafði alfarið séð um að kaupa hluti og til þess dæmis var gosbrunnur í garðinum og nuddpottur í kjallaranum svo ekki sé minnst á bmw’inn í bílskúrnum. Sjálfur keyrði Elvar ekkert nema Volvo, Volvo og Lödu. Hann hafði verið að íhuga að selja drusluna í bílskúrnum en hver myndi kaupa fimm milljón króna bmw? Um leið og hann gekk niður stigann með króm lögðu handriði sem hafði kostað meira en öll skólaganga stráksins síns, og hann fór í Verzló. Um leið og hann komm niður var bankað af enn meiri ákefð enn áður, hann hugsaði með sér að hver sá sem kæmi til hans klukkan sjö á morgnanna í fárviðri gæti beðið í fimm mínútur í viðbót. Þannig að hann fór og aftengdi viðvörunarkerfið og kom um leið auga á að það var búið að brjóta hausinn af englinum sem ældi stöðugt vatni ofan í síki sem umkringdi hann, Elvar hugsaði sér að þetta ætti eftir kosta hann. Hann tók eftir því að það var klesstur blár Lexus fyrir utan sem hann kannaðist ekki við ásamt gömlum sendiferðabíl. Enn var bankað á hurðina. Elvar gekk hægum skrefum að hurðinni og opnaði hana, þar stóð sonur hans, Gunnar gorblautur með skurð á enninu og það blæddi ákaft úr handleggnum sem hafði verið bundið á rifinn jakki til að hægja á blóðinu og spurði hvort hann mætti kíkja inn.

Reykjavík, 13 Júní, 2002

Gunnar vaknaði við það að hann heyrði raddir í herberginu við hliðina, hann greindi ekki hvað þeir sögðu en Gunnar furðaði sig á því að það voru allir vakandi svo snemma. Gunnar er mjög forvitinn maður, eitthvað úr ætt mömmu hans þar sem pabbanum gæti ekki verið meira sama þótt hann heyrði í hænsnum út í garði, það gerðist einu sinni. Gunnar stóð upp úr skítugum beddanum og fikraði sig nær hurðinni hann þorði ekki að kveikja ljós því þá gæti einhver heyrt í honum. Hann leit út um rifu á hurðinni og sá þar mann sem honum sýndist að væri að líta eftir sér. Sem betur fer var vörðurinn eini maðurinn í húsinu sem var sofandi. Gunnar læddist fram hjá verðinum og leit inn í stofuna og heyrði að þar voru einhverjir að tala saman. Hann setti eyrað fast upp að hurðinni og heyrði að Oddur og Stígur voru að rífast. Stígur sagði að þeir þyrftu að losa sig við einhvern, Odd fannst það ekki. Allt í einu þögnuðu þeir báðir, Gunnar heyrði að það var þriðja manneskja í herberginu. Gunnar heyrði ekki hvað þessi þriðji var að segja en kannaðist samt við röddina. Allt í einu heyrði Gunnar að það var einhver fyrir aftan hann, Gunnar sneri sér fljótt við og fékk kylfu beint í ennið.
Gunnar vaknaði í stofunni, ef það mætti kall þatt stofu, það var eitt skítugt borð í miðjunni í herberginu og þrír stólar. Gunnar var bundinn niður í einn þeim og Stígur og Oddur sátu í tveim. Stígur var reiður á svipinn en Oddur var frekar leiður. Gunnar sá ekki vel, það var allt í móðu, hann fann líka að það lak blóð niður ennið á honum og það skein skært ljós í augun á honum. Samt sem áður þá greindi hann útlínur manns í einu horni herbergissins. Maðurinn tók eitt skref í áttina að Gunnari, maðurinn hvíslaði einhverju að Stíg. Stígur stóð upp og færði ljósið svo það skein að þessum dularfulla manni. Gunnar þekkti hann samstundis.
-Axel!
-Sá er maðurinn.
-Hvað í ósköpunum ert þú að gera hérna. Sagði Gunnar sem skildi hvorki upp né niður.
Axel svaraði næstum samstundis, eins og hann hefði verið að æfa sig fyrir þessa stund þó hann hefði búist við því að það gerðist aðeins seinna.
-Ég er maðurinn á bakk við þessi ósköp, ég skipulagði allt frá símtalinu til árekstursins. Að vísu þá var aðeins meira í bígerð og þú áttir ekki að komast að þessu fyrr en mun seinna, helst eftir að ég myndi setja kúlu í hausinn á þér. Það verður ekki á allt kosið.
-En þú hefur verið vinur minn í rúm tvö ár. Skipulagðirðu það?
-Já, það var ekki fyrir tilviljun að við hittumst á 17.Júní.
-Hvernig fékkstu það í gegn? Þú hlýtur að hafa mútað all nokkrum.
-Við skulum segja að ég hafi togað í nokkra streng til að fá vinuna. Núna ætlum við að fara og heimsækja pabba þinn, býr hann ekki enn í Hafnafirðinum? Axel benti Stíg og Odd að fara og leysa Gunnar. Stígur beinti byssu að honum og sagði að það væru alvöru kúlur í þessari. Oddur hljóp til Axels og hvíslaði einhverju að honum.
Stígur hrinti Gunnari inn í sendiferðabílinn. Bíllinn, eins og íbúðin var gríðarlega skítugur og það lá við að Gunnar þyrði ekki að setjast niður aftur á móti þá var einhver að beina byssu að honum svo hann lét til leiðast. Gunnar sá ekki út úr bílnum þar sem það var búið að spreyja svörtu á alla gluggana nema framrúðuna og hliðargluggana fram í og var skilrúm milli framhluta bílsins og hins aftari. Gunnar vissi samt hvert þeir voru að fara, til pabba hans.
!shamoa maaphukka!