Ég er að byrja með sögu Hæ ég er að byrja með sögu sem ég vildi endilega fá ykkar álit á :)
einnig getið þið fylgds með framhaldinu á kasmirsíðunni minni :D

kv. Fiera :Þ

1. kafli Aníta

Aníta heiti ég og bý við Rósarstíg 7.
Mamma mín er núna á sjúkrahúsi og útskrifast ekki fyrr en eftir mánuð.
Mér finnst það ógurlega langur tími og ég veit ekki hvernig ég get lifað af í þann tíma. Mér fyndist það í lagi ef ég ætti “heilbrigðan” pabba en
pabbi minn er Alki og á hann það til að slá mig og mömmu. Pabbi á að vera sendur á hæli eftir mánuð, þegar mamma losnar út, afhverju ekki núna ?! Ég þarf að vera hjá honum, ekki spyrja mig hvers vegna !!!
En í dag á að vera stórkostleg skrúðganga og ég ætla með bestu vinkonu minni á hana meðan pabbi er að sjálfsögðu á einhverjum af
fyllibyttu-stöðum bæjarins !!!
Í skrúðgöngunni eiga að vera hestar, páfagaukar, einn fíll, trúðar og margt fleira skemmtilegt, þetta verður frábært………..d-i-n-g-d-o-n-g
Bjallan var að hringja, vinkona mín er komin…….“Hæ Sunna.” “Hæ Aníta…”
Við tölum um skrúðgönguna á leiðinni og erum báðar mjög spenntar henni. Við höfðum aldrei séð SVONA skrúðgöngu !!!

Okkur fannst skrúðgangan frábær og á leiðinni heim töluðum við ekki um annað !
Við sáum mjög fallegan hest, hann var hvítur og tignarlegur, eins og einhyrningur í bíómynd sem vantaði á horn.
Þegar leiðir skildu kvöddumst við og ætluðum að hittast aftur á morgun.
Þegar ég kom heim var pabbi komin heim, annað en venjulega.“Hvað ertu að vilja svona seint á kvöldin ?!”“Ég var að sjá skrúðgönguna sem var
hér ! Hún var ótrúlega flott !” “Ég skal kenna þér……….”
Hann sló mig, það var ótrúlega vont og ég fór að gráta. “Vertu ekki að grenja þetta…….í rúmið með þig…….strax !!!” “En pabbi klukkan er bara……” “STRAX !!!!!!!!!”
Ég fer strax upp og upp í rúm.
Ég loka augunum og ímynda mér fallega „einhyrninginn” með horn.
Hann er svo fallegur og ég heyri einangrað í honum síðan heyri ég mig anda og sé hendina mína koma nær og nær hestinum og strjúka hann varlega og svo……………

kafli 2. Hvar er ég ?

“Ertu vakandi, mannvera ?!!!”
Ég opna augun og sé skrítna stelpu…….og spyr hana:
“Hver ert þú ?” “Ég er Madís en þú ?” “Ég er Aníta” “Komdu ég skal kynna þig fyrir hinum” “Takk”
Hvar var ég eiginlega ? Spurði ég sjálfa mig en…….“Nú auðvitað á Beac” “HA ?! Hvar ? What ?????????” “Á Beac, í Álfheimum,…stundum kallað Babús” “Hvað þýðir Beac og Babús ?” “Sko Beac er nafn en merkir Hið merka en óþekkta eða eitthvað svoleiðis og Babús þýðir Veröld hestanna” “Haktos magaros Madís ?” (“Hver er þetta, Madís ?”) “Ambohri Atoros, gang goros Aníta, batteres en mannen” (“Hæ Atoros, þetta er Aníta, hún talar mannamál.”) “Halló, ég heiti Atoros.” “Ó Halló Atoros, ég heiti Aníta.” “Hei ég ætla að segja hinum frá…..þið komið bara !” “Ókei, mundu eftir að segja þeim að hún tali mannamál.” “Viltu kenna mér smá ”Álfamál“? ”Já, já.“
Atoros kenndi mér allveg fullt og ég var farin að tala hana en hikaði enn við nokkur orð en þá sagði hann við mig að við yrðum að drýfa okkur til hinna. Á leiðinni fórum við nokkrum sinnum yfir ”Álfamálið“ og fyrr en varði var ég farin að tala hana reiprennandi og þá fórum við í leik að tala saman á ”Álfamálinu“ eða Barúskós sem er nafnið á tungumálinu.

Kafli 3. fólkid á beac

”Hérna förum við inn.“ ”Ambohri andos !“ (Halló/hæ allir) ”Ha!!“ ”Ambohri andos, Atoros membis canis Barúskós.“ (Halló/hæ allir, Atoros kenndi mér Barúskós) ”Aha  !“ ”Vertu velkomin Aníta.“ ”Ína…..híhíhí…..Takk.“ ”Ég heiti Sarya“ ”Hæ, hæ Sarya“ ”Ég heiti Gíbran og þetta eru: Tallos, kallaður Boss, Rabis Ano, Maddrýma, Sojanor, Lípor, Heúma og Madís. “Hæ!” “Hhhææ.” svöruðu þau öll í kór. “Ég hitti nú reyndar Madís áðan !” “Úpps auðvitað !”
Gíbran roðnaði. “Svona, það er allt í lagi…þetta er nú ekki svo alvarlegt.” “Hvað meinar þú ?” “Hún meinar bara það að það hafi ekki verið svo alvarlegt að þú hafir þurft að roðna” sagði litla systir Gíbran, Sojanor.“ ”Þegiðu, Sojanor“ ”híhíhíhí……“ ”Reyndu að hvílast Aníta, á morgun hittir þú hestana !!!“ ”tingaros andos !“ ”sömuleiðis…góða nótt Aníta !!!“

Kafli 4. hestarnir

Ég færi mig nær honum, hann er svo fagur, höng mín kemur nær og nær og ég stekk á bak, einangrað hljóðið í honum heyrist og ómar í eyrum mér, saman þeysum við í burtu.

Ég svaf frábærlega og dreymdi ”einhyrninginn“ með horn, sami draumur og seinast nema ég fór líka upp á bak á honum og þeysaði í burtu…um morguninn vaknaði ég glöð og sæl og fór fram þar sem sem Gíbran var sá eini sem var vakandi og hann var að horfa á eitthvað sem líktist bæði sjónvarpi og ískáp á hlið og í gangi var einhver hestaþáttur…………. ”Vá þetta eru fallegustu hestar sem ég hef nokkru sinni séð !!!“ sagði ég. Gíbran hrökk við ”Já ég hlakka rosalega til þess að sjá þá !!!“ ”Hefur þú ekki séð þá ?“ spurði ég hissa. ”Nei, ég hef beðið þess í mörg ár !“ ”Eru þetta þeir sem við sjáum í dag ?“ ”Já !“ ”Er einhver foringi ?“ ”Já, (andvarp) en mjög fáir geta séð hann, flestir sjá hann aldrei. Hann kemur eftir smá stund í tækinu, sjónvarpinu. “ ”Vváááaá…….ótrúlegt.“ Gíbran kinkaði kolli sammála ”Já !“
Þetta var fallegur Einhyrningur, hvítur, næstum allveg eins og ”einhyrningurinn“ í skrúðgöngunni. En þessi var með gullhorn og hófarnir voru einnig gull. Það þyrlaðist um hann faxið og vindurinn blés á faxið og taglið sem var sítt og villt. ”Er verið að reyna við nýju stelpuna, Gíbran ?!“ Sojanor var komin. ”þegiðu Sojanor !!!“ ”híhíhíhí…….“
Hinir eru komnur á fætur núna og við erum að fara og mikill spenningur ríkir. Núna erum við komin í skóg einn og er hann dimmur og drungalegur, við verðum var við rosalegann draugagang og allir eru pínu skelfdir !!! ”Passið ykkur bara og þá verður þetta allt í lagi !!!“
Innan skamms líkur skóginum og komum við þá inn í bjartan dal með syngjandi fuglum og fiðrildum og við göngum áfram og þá sjáum við fullt, fullt af hestum, jarpir, gráir, svartir, marglitsskjóttir………umfram allt fallegir hestar, þeir sömu og í sjónvarpinu…og þarna sést glytta í hvítan hest, tignarlega…já þetta er foringinn !!!!!!! ”Váááááá !!!!!!!!!!!!“ segjum við öll.Þarna er hann í öllu sínu veldi hann kemur nær…en allt í einu birtist kolsvartur einhyrningur og býst til þess að ráðast á hann en ég kalla: ”Alíhúhahha !!!!“ Án þess að ætla að segja það ég var eiginlega að fara að segja ”Varaðu þig !!!! En sagði þetta þess í stað og skildi það ekki einu sinni !“ Og hann lítur við á seinustu stundu og þetta er hræðilegt…þeir hefja slag. Spenna grípur um okkur öll. Hvað ef sá svarti myndi ná yfir höndinni…hann virðist sterkur…mun hann vinna ???!!!

Kafli 5. Haustdrottningin

Foringanum tókst að reka svarta einhyrninginn burt en hann kom niður allur í sárum og leit sorgmæddur á okkur áður enn hann lagðist niður og þá gerðist dálítið skrítið, það birtust meyjar hver á fætur annari í kringum hann á sveppum en ein birtist hliðina á hestinum og sat á blómum, hún færði sig nær hestinum og tók utan um hann og einhver undarleg orka sveipaðist um okkur öll. Ein þeirra meyja stökk niður af sveppinum sínum og gekk til hinnar meyjarinnar og sagði: ”Fagírón Flowend, Ambíor katúrós cítor.“ (”Varaðu þig Flowend, Ambíor getur náð þér.“) ”Gang túttó Svíor, gjen petror min gál. (“Þetta er allt í lagi Svívor, ég passa mig.”) “Tondor Flowend, kontítúttos.” (“Í alvörunni Flowend farðu frá.”) “Títtóó……min hengur svamgi.” (“Hafðu hljóð……ég heyrði eitthvað.”) “Óó………” “Ó, getoros minne veging, kantus akk beren, min gruppení, seír hesten.” (“Ó fyrirgefðu ef við hræddum ykkur, við komum í friði…við vorum að tína þessi ágætu ber, ég er hér með hópinn minn að sjá hestana og sjálfur heiti ég……”) “Ussusssssss…..” Ný álfmey birtist vafin laufum og í haustlita kjól og sagði ógnandi við Tallos:
“Ekki vera þessi asni…..Tallos ?” “Ja þú veist að ég er þessa dagana kallaður boss.” “Nú já er það ?……(hún sagði þetta með undurblíðum tón)…….OG EINS OG MÉR SÉ EKKI SAMA !!!!!!!!!!!!!!” “Ehhh…ókei…whatever……………….”
Madís og Sarya hvísla að mér: “Hann hefur verið svo rosalega hræddur við hana síðan………..” þær flissa. “Af hverju ?” spyr ég en fæ ekkert svar annað en fliss ! “Afhveju ?” þær flissa en segja: “Segjum þér það seinna…..við VERÐUM að sjá þetta !
Ég, Madís og Sarya vorum nú orðnar bestu vinkonur og skildum hvor aðra !!! ”Pssst…Aníta…“ ”Hvað ?“ ”Hún er haustdrottningin !“ ”Ehhh…WHAT ?“ ”Never mind ! “Ég get útskýrt það fyrir henni…….sko….” “Þegiðu, Heúma…haltu þig bara í —–BÍB—– horninu þínu…aula horninu !!!” “Heyrðu hún Heúma okkar tilheyrir engu —–BÍB—– horni en ég er hrædd um að þú sért að nálgast það horn, Rabis Ano…..og láttu vinkonu okkar í friði !” “Já…..þegiðu bara !!!” “Bíddu bara þú fíf…….” “Ég sagði þér að láta vinkonu mína í friði !!!!!!” “Ó…ókei Madís !” “Hann hefur verið skotin í henni mjög, mjög lengi ! Hún notfærir sér það ekki nema ef vinur er í neyð…..þá nýtir hún sér það óspart !!!” hvíslar Sarya að mér og bendir Heúmu að halda áfram og hún segir: “Sko í gaggó sleit hann ekki augun af henni……hann var skotinn upp fyrir haus….og loksins…eftir margra mánuða augnagota spyr hann hana hvort hún vilji byrja með honum og hún segir: ”Varaðu þig litli.“ og þá verður hann vandræðalegur og hleypur burt…hann var nú fremur óvinsæll og fór því bara inn á klósett og læsti sig inni og grét……ég veit, þetta er svo þokkalega ekki hann ! En sumir verða skrítnir af ástinni ! En alla vega þegar hann hafði jafnað sig fór hann af klósettinu og fór beinustu leið heim til sín og upp í sitt herbergi. Þá heyrði hann einhvern banka og hann heyrði ”undurfagra“ (við flissum) rödd hennar spyrja hvort hann sé heima og mamma hans hleypir henni inn og vísar henni leiðina……hún kemur inn ”svo yndisleg og svo fögur“ (við flissum aftur) og segir: ”Fyrirgefðu…….þetta var bara grín…ég myndi endilega vilja byrja með þér ! En ég er núna að fara út úr bænum svo við sjáumst bara…….bæ.“ Hún kyssir hann og brosir síðan hennar ”frábærlega yndislega brosi “ (við flissum í 3. skiptið) svo er hún farin og hann situr stjarfur eftir…….þau voru í sambandi 2. ár en svo sá hann hana með öðrum strák í hörkusleik………hann fór út og hringdi í hana í GSM símann og sagði henni að koma strax fyrir utan húsið…þegar hún kom og sá reiði svipinn á honum sagði hún bara: ”Oh ó !“ og hann sagði: ”Afhverju gerðir þú mér þetta ?“ hún þagði bara en segir svo: ”Sko…ég byrjaði með þér út af meðaumkun…þú fórst inn á bað og grést….ég vorkenndi þér ! Núna lætur þú eins og þú eigir mig…ég er búin að tala við þig núna…BLESS SUCKER“ Hann kom gaurnum í burtu frá barnum og sagði honum að hún ætti annan kærasta væri bara að svíkja hann og gaurinn fór þá og skildi eftir skilaboð heima hjá henni um að þau væru hætt saman…..hún væri —–BÍB—– tík ! Hún sá það á Tallos að hann var ábyrgur fyrir sambandslitunum og varð rosalega reið við hann. Hún er alltaf í haustlituðum kjólum með lauf allstaðar í kringum sig og er því kölluð haust drottningin. Ég held að undir niðri sé Tallos enn ástfanginn af þessari ”undursamlegu fegurðardís“ og er að bíða þar til hún gefst upp. (Við flissum núna rosalega mikið og skellum næstum upp úr og þá spyr Madís: ) ”Hvað er svona fyndið ?“ ”Ekkert, ég var bara útskýra þetta með “haustdrottninguna !” “Ó……en við ætlum víst upp í hús.” Hún segir þetta með skelfingu í tóninum og stelpunar fá hroll.“ ”Hvað ???“ spyr ég pínu skelfd ”hvaða hús ?“

6. kafli Skuggaveran í húsinu

”Hvað er svona hræðilegt við eitt hús ?“ ”Þa-þa-það eru draugar í því !!!“ ”Bull og vitleysa…..“ ”Ambíor var gamall greifi, hann var illur og drap fullt, fullt af fólki þar til Garonarr, fátækur riddari hvíta sveinsins drap fyrir 978 árum. Ambíor stofnaði til Galuggi og kallaði konu til sín og sagði henni að taka með sér barnið sitt annars fengi barnið að kenna á því og auðvitað tók hún barnið með…hún gat ekki annað gert. Hann lét verði sína taka konuna og setja hana í dýflisuna og hélt barninu eftir…svo ómaði lúðrablástur yfir alla borgina í viku og menn biðu í mörg, mörg ár og eru ennþá sumir að bíða…en hún kom ekki aftur. En aftur að barninu, sagt er að hann hafi tekið það í gýslingu (3. ára) og aldrei leyft því að sjá dagsins ljós. Hún skrifaði dagbók er hún lærði að skrifa og sagði hún þar eitthvað á þessa vegu: “Hvernig get ég sloppið ? Hvað á ég að gera ? Mig langar svo að sjá mömmu mína…er hún dáin eða er hún í hættu, eða er hún rík og búin að gleyma mér ? Ég lifi í óvissu. ég fæ aldrei að sjá dagsins ljós aftur ef ég slepp ekki. Óó hvað á ég að gera ? Ég man ekki hvernig sólin lítur út…ég sé ekkert venjulegt fólk hérna…hérna í dimmum Ambíor kastala er ekkert nema drápsóður fjöldamorðingi, svartir litlir djöflar eða svartálfar og brynjuklæddir svartar ”morðvélar“ í svörtum skikkjum, með rauð glóandi augu og á Gorgónum djúpanna sem eru eins og menn sem eru hnoggnir í baki og með risastór augu. Það er það eina sem ég þekki til nema ég á eina litla mynd af mömmu í litlu hálsmeni. Nokkrir svartálfar nálgast með ógeðslegu röddunum sínum. ”Komdu með okkur“ segja þeir og nokkrir skríkja af gleði sem stafar oftast af því hjá þeim að drápsdagur nálgist, skelfing grípur um mig. Hvað get ég gert ? Svartálfarnir teyma mig nauðuga áfram. Þeir teyma mig niður í dýflissuna, þegar þeir opna hruðina ískrar illilega í henni…það eru rimlar fyrir gat á hurðinni og lykt af hrörnuðu líki gýs upp er hurðin er fullopnuð. Við mér blasir hryllileg sýn…mamma mín liggur á gólfinu máttvana, ég hleyp til hennar og finn að hún kólnar hægt og hægt. Þarna eru nokkur lík liggjandi í hrúgu og bakvið migf standa flissandi/skríkjandi svartálfar. Ég heyri lúðrablástur…hvað er að gerast ? Seinustu orð móður minnar voru: ”Ég var ekki búin að gleyma þér…ég elska þig.“ Núna öskra ég, ég er svo reið ég ræðst á alla sem eru þarna á lífi….ég bít einn Gorgón sem öskrar og blár vökvi kemur út um bitið…hálf ógeðslegt !!! ég ræðst á næsta og síðan næsta, en svo grípur mig köld hendi með neglur sem skerast í mig…og hann hleypur með mig um óþekkt göng í dimmum Ambíor kastala og færir mig í útsagað tré fallöxi hann læsir mig fasta…ég öskra, ég bít hann og að lokum skyrpi ég í sitthvort eyrað á honum og bið hann að sleppa mér, en ekkert gengur, hann bara heldur áfram sínu verki og ég hugsa að nú sé útaf við mið og hann segir: ”Það er hárrétt hjá þér.“….” “Við erum að fara stelpur !!!” Við göngum gegnum þéttan skóg, hann viðist vera endalaus…við göngum og göngum en ekkert virðumst við vera að nálgast húsið. Það er orðið það dimmt að við sjáum varla neitt svo við ákveðum að hvílast hér.
Ég þýt áfram á baki hans. Ég sé nálgast skugga…hann hemur nær og nær…ég finn kulda taka yfir mig alla, skuggahendi tekur í mig sterku taki og rödd segir skerandi röddu: “Þú ert mín núna, mín…mín !”
ég hrekk upp…enginn er á fótum nema ég að mér sýnist við fyrstu sýn. “Ég sé að þú ert líka vöknuð, Aníta.” Þetta var Heúma, hún sat á bakka vatns er var þarna…hún horfði sem dáleidd á vatnið.

Skugga mína sér þú eigi,
en kynnast muntu bráðum,
hann mun ná þér og þínum
og munu þína drepa.

Hvað átti Heúma við ? Hún var ekki með sjálfri sér.
Heúma gengur rakleitt undir tréið sem við notuðum til svefns og leggst aftur til svefns. Ég velti fyrir mér hvað hafi verið í gangi…ég horfi í vatnið og sé blóð, hvað er í gangi ? “Svo þú ert líka vöknuð ?” “Já…hvað er að Heúmu ?” “Hvað meinar þú ?”
Orðin sitja föst í mér:
Skugga mína sér þú eigi,
en kynnast muntu bráðum,
hann mun ná þér og þínum
og munu þína drepa.

“Er ekki allt í lagi ?” “Hummm, jújú” “Ég er búinn að vekja hina, þau eru að koma sér á fætur !” Restin kemur út úr skjólinu og Heúma er aftur orðin eðlileg…við leggjum að stað og loksins sjáum við enda skógsins. Ég ætla að kanna það á undan hinum og hleyp af stað. Núna blasir við mér risastórt og draugalegt hús. Ég fer inn. Þegar ég kem inn í húsið…ég er langt á undan hinum…þetta er draugalegt hús, ég geng beint inn í köngulóarvef, ég geng áfram inn í herbergi með þremur stigum sem liggja út í sitthvora áttina og fer upp einn efst uppi er hengt upp lak sem ég tek frá og labba inn í herbergið. Þarna var stafli af gömlum rykugum bókum ég opna eina og sé: “Þegar ég er kominn upp rekst ég í bókaskápinn og ég dett niður…og er lengi að detta, ég er kominn í herbergi með skuggaveru……ég heyri lúðurblástur……” rifin er blaðsíða úr og ég tek næstu bók og opna hana. Ég les: Þegar núna er komið við sögu hjá húsbónda mínum sem léts en skildi eftir þessar bækur…jarðarförin er á morgun og þú skalt láta það berast að Ambíor greifi lifir enn ! Ég heyri sönglað fölskum tóni hestasöng og lít upp, Gíbran og hinir voru greinilega að koma. Ég hleyp niður stigann en renn til og rúlla inn í herbergi þar sem allt er þakt út í bókaskápum…ég ákveð að bregða hinum svo ég bakka lengra inn í herbergið en allt í einu rekst ég í bókaskáp og finnst eins og ég sé að detta inn í tómarúm. Ég dett lengra og lengra þar til ég loks enda í herbergi. Ég lít í kringum mig…hvar ætli ég sé ? “Í dimmum Ambíor-kastala” segir drungaleg rödd úr skugganum. Hver er þetta eiginlega, spurði ég sjálfa mig í hljóði, en þorði ekki að segja orð upphátt. “Ambíor” segir þessi drungalega rödd og það bergmálar ógnvæglega…brrrrrrr, ég skelf ! Ég þori ekki að hreyfa mig og óska þess innilega að hann sjái mig ekki, og svo sögðu hinir að hann væri dáinn. “Ég sé þig…Aníta !!! Af hverju hélstu að ég væri dáinn, það er ekki eins og jarðarför fyrir 978 árum hafi drepið mig” Ég fæ ógurlegan hroll við tilhugsunina að hann geti séð mig…og að hann hafi verið jarðaður fyrir 978 árum…afhverju gat ég ekki bara fengið að vera uppi spyr ég sjálfa mig en það mætti halda að ég væri að segja það upphátt því veran segir “Það varst þú sem komst hingað.” Veran urraði. “Hver ertu, hvernig kemst ég til baka ?” spyr ég hrædd út í loftið…ekkert svar og ég endurtek spurninguna tvisvar-þrisvar en fæ ekkert svar og hugsa með mér, ætli hann sé farinn ? “Nei það er ég ekki…en ég get ekkert heyrt nema hugsanir.” En ert þú þá heyrnalaus ? “Nei það er ég ekki…ég heyri hugsanir þínar eins og þú sért að tala við mig.” Ert þú þá Ambíor…sá sami og var uppi fyrir 978 árum ? “Það er ég…en hvernig lentir þú hér Aníta………” “Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa, Gíbran öskrar og lendir beint fyrir framan mig og ég hugsa skyldu okkur ein að í nokkrar mínútur ókei ? ”ókei“ ”Ókei hvað ?“ spyr Gíbran hissa. ”Hvar ert þú ?“ ”Hérna…á sama stað og þú.“ ”Hvar er ég ?“ ”Það er nú spurning…en við verðum að bjarga okkur út.“ Gíbran stígur á ljósrofa…sem er að víu gott…úr ELDFLUGUM !!! Við heyrum í lúðrablæstri og verðum hrædd, ég spyr að vísu bara hvort að hinir séu komnir með nýtt köllunartól en Gíbran er svo hræddur að ég verð hrædd sjálf hrædd og spyr: ”Hvað, HVAÐ !!!“
”Köllunarhljóð satans…hins illa Ambíor…það er þá satt…hann er ennþá lifandi, ekki hugsa neitt…talaðu bara við mig.“ ”Hvað meinar þú ?“ ”Köllunarhljóð hans framkallar hann bara ef að hann er að fara að drepa einhvern eða einhverja.“ Við lítum hrædd á hvort annað og ég segi: ”Við verðum að drulla okkur. Vera kemur út úr skugganum…hún er bara skuggi sjálf. Hún segir: “Þið farið ekki neitt.” “Ekki það ? Hvernig ætlar þú að stoppa okkur” hugsa ég og kippi Gíbran upp af gólfinu og hleyp á vegg fyrir framan mig og reyni að ýta á allt og ekkert…ég er skíthrædd, svo segir Gíbran við mig: “Þú skalt þjóta á hann og ég bjarga okkur út, treystu mér !!!” Ég stekk beint í gegnum hann og lendi á gúmmí vegg og þýt til baka og gríp í Gíbran í leiðinni og saman þjótum við út í leynigöng og skuggaveran eltir okkur, það er svo dimmt að við sjáum ekki hvar hún er, Allt í einu grípur einhver í mig, með kalda putta með neglur sem eru þó ekki langar en rista inn í húðina ég finn blóðið leka niður líkamann. Þetta er veran. Hún segir: “Þú hélst þú gætir sloppið, huh ?” “Nei, HJÁLP.” Veran hleypur, nei réttara sagt flýgur með mig svo sé ég grænan geisla og allt í einu komin á sama stað og fyrir. “Hérna skaltu dúsa allt þitt líf og lengur en það.” “Aaaa.” Ég lendi á hörðu köldu gólfinu…ég færi mig út í horn, sest upp og græt. “Afhverju, get ég ekki bara fengið að fara upp ?” “Ég er búinn að vera hér í 10 ár, ég gerði það sama og þú með flóttaleið, félagi minn var drepinn en ég lenti hér.” Ég var ekkert á því að spyrja hver þetta væri heldur grét meira og sagði: “Ónei, Gíbran !!!” svo hágrét ég. “Ég er Randon Húskus sem skrifaði bækurnar uppi, ég veit leið…sjáðu.” Hann dró upp spegil og sagði mér að labba í hann og það gerði ég. Ég fann stutt eins og rifið væri í sárin mín, eins og ég ætti ekki mikið eftir, eða væri jafnvel dáin, en svo var það allt yfir og ég var komin upp, og við hliðina á mér birtist Randon. “Jæja, gættu þín nú…nú þurfum við úthugsaða aðferð til að ná Gíbran úr hættu, og þá má ekkert eins og að detta aftur niður til skuggaverunar gerast.” Græna leiftrið er að hverfa en þá kemur skuggi yfir hann…skuggaveran nálgast…

7. kafli Hver er tarna ?

Ég lít í spegil…sem var í vasanum mínum…sem áttu að verka gegn einhvers konar álögum………svona til þess að vita hvernig ég var áður en ég dey.

Oh my…Það stendur rist í hálsinn á mér:

Þú ert mín núna, mín…mín !!!

Skuggi hefur myndast yfir dalinn og var hann að bætast á fjöllin einnig…skríður upp fjallshlíðina. Mér er svo kalt að þó svo að ég tali ekki glamrar í tönnunum á mér og blóðið er hætt að renna til höfuðs…í rauninni held ég að það sé bara hætt að renna yfir höfuð !!!
Það er að líða yfir mig…ég fékk skjótann sting í hálsinn eins og það væri verið að brennimerkja aftur í ristið, en nú sé ég bara stjörnur og ég féll niður …..

Ég þýt áfram…við reynum eins vel og við getum…en skugginn nær okkur…hann tekur okkur og flytur okkur inn í helli…við erum föst…ónei…

Ég hrekk upp…ég lít í kringum mig, ég er…ja, hvar er ég ???
“Ég sé þú ert vöknuð…hver ertu ?” (Ég lít hissa á stelpuna, hún er með uppmjó eyru og hún er með skrítið merki á tungunni…ekki spyrja mig hvernig ég sá það. “Ég heiti Aníta…hvar er ég ?” (enn dálítið að átta mig á stelpunni, hún er einhvers konar álfur þessi.) “Hæ, ég er Aríanna…Ambíor, var að ná þér, svo við fluttum þig til okkar í hellinn.” “Takk.” “Ekkert að þakka, Ambíor er hræðilegur, ekki einu sinni hinir verstu menn eiga skilið að lenda í honum.” “Núna skaltu hvílast meira á meðan ég hef matinn til…þér veitir ekki af.

Ég finn demantshringa á gólfinu í ”búrinu“ út um allt. Ég tek einn upp og skynja grimmd í honum…ég skoða hvernig útlitið er…hann hefur snák í kringum sig mér bregður og ég kasta honum frá mér og finn annan…hann er silfraður með gulldreka sem er skreittur blómum…þetta er góðmennskuhringurinn…sá eini í þessum kastala !!!
Ég finn máttinn yfir mér allri. Ég strík x með s í gegnum (sem var einnig á hringnum, yfir drekanum) og þá hverf ég og birtist í skógi…ég er ekki lengi frjáls því brátt er skugginn kominn á hæla mér…ásamt sínu myrka liði. Ég hleyp í gegnum rakann skóginn, greinarnar slást í mig hver á eftir annari. Ég hleyp og hleyp, ég er svo þreytt en ég má ekki hætta, get það ekki. Ég hleyp áfram, ég sé helli svolítið frá mér og ætla að leita skjóls í honum. Ég hleyp áfram…örlítið hraðar en áður…núna er ég aftur komin með örlitla vonarglætu. Ég ætla að spretta síðustu skrefin en um það bil er ég er að koma að hellinum þá hrasa ég. Um leið og ég skell í jörðina finn ég hræðilega til í öllum líkamanum. Ég reyni að standa upp en ég get ekki hreift mig. Hvað er nú til bragðs ? Ég verð að komast í skjól…en það er um seinann. Skuggaveran er komin. Og hvar er einhyrningurinn ?

Ég hrekk upp, sveitt og skjálfandi…hvað ef þetta er nú fyrirboði…getur það verið ??? ”Hæ Aníta…dreymdi þig illa ?“ ”Já, Aríanna, ég held jafnvel að það sé fyrirboði, eins og ég fæ stundum…“ ”Heyrðu, Aríanna…viljið þið kannski slást í för með okkur…hópnum mínum ?“ ”Já það myndum við endilega vilja…Aría ?????“ ”Hvað ?“ ”Hún Aníta hérna var að bjóða okkur að slást í för með þeim…hvernig
lýst þér á það ?“ ”Bara vel, hvað eru þið mörg ?“ ”Við erum níu“ ”Já…við í hópnum okkar erum ellefu í okkar hóp…hvað segið þið um að sameinast ?“ ”Fínt !!!“ ”Ég er með eina litla…er það ekki í lagi ? Kannski passið þú og vinkonur þínar í hópnum hana kannski…hún heitir Cellía og er þriggja ára :)“ ”Já, endilega.“ ”Komum okkur þá af stað.“ Við göngum af stað út úr hellinum og í gegnum skóginn. Þá tek ég betur eftir merkinu á tungunni…(þær eru báðar að gera tungu æfingar…Aríanna er að leika sér en Aría er að æfa sig vegna verkjar…eins og hún sé í endurhæfingu.)…það er x með s í gegnum, eins og í draumnum. ”Er eitthvað að ?“ spyr Aríanna mig…núna er þó nokkuð búið að bætast við fólk…eins útlits. Núna erum við að koma að gamla húsinu aftur sem ég bendi þeim á…ég segji öllum að gæta sín á bókaskápnum…Randon kemur niður með Gíbran í eftirdragi. Ég hleyp til Gíbrans og faðma hann. Því næst þakka ég Randon sem slæst í hópinn með okkur. Randon fylgir álfunum til hinna og kynnir þau meðan ég toga í Gíbran og hleyp með hann upp á háaloft. Ég sýni honum bækurnar og þá upp úr þurru faðmar hann mig, hvað er að gerast ? Við virðumst vera að þróa eitthvað samband, en þá er kallað á okkur í vöfflur og heitt kakó. Hann gengur með mér niður og við förum niður í stofu. Stofan er fyllt út og setið er í öllum sófum og stólum, samt eru ekki sæti handa öllum. Er allir eru búnir að ljúka við að borða, tekur Tallos til máls: ”Góðir hálsar, nú leggjum við í aðra hættuför til gamla landsins……og nú hef ég lokið máli mínu. Við höfum nú ákeðið að halda skuli út í skóg eða hella þar í grenndinni og gista þar undir skjólmesta trénu eða stærsa og besta hellinum.

8. kafli Skógurinn og hellirinn


Við höldum út…í skóginum var allveg hljótt sem einhvern megin fékk alla til þess að tala lægra. Ég og Gíbran göngum hlið við hlið og tölum saman á rólegu nótunum á meðan Sarya og Madís ganga fyrir aftan okkur og eru gjörsamlega að missa sig yfir litlu og sætu Cellíu sem nýtur þess greinilega. En núna kemur Tallos og ætlar að prófa sig aðeins…hann er að fara að verða pabbi…ég hef víst ekki sagt ykkur mikið um Maddrýmu, en hún var líka í barnseignarfríi…nema Beac fólkið heldur því fram að það heiti að vera í barníó sem er BARA BULL !!! Tallos tekur hana sem sagt upp og hún byrjar strax að gráta og hann bara skilar henni aftur og segir bara að hún eigi auðveldara meða að kynnast börnum og hann muni reyna seinna…Sarya og Madís hlæja bara og leika áfram við Cellíu.
Núna erum við víst búin að vera lengi á rölltrinu sem ég og Gíbran tókum ekkert eftir…hehe…og farið er að rökkva. Við komum að stórum helli sem er með stórum trám fyrir skjól rétt í andyrið á honum sem er þó nógu stórt fyrir svona 10 af þeim (helming). Þetta er fallegur hellir og fyrir framan er lítill lækur með pínu heitu svæði…næstum eins og náttúrulegur sumarbústaður :) “Þetta virðist góður gististaður, en við verðum að senda einhvern inn á undan til að kanna málið” sagði Tallos glaður fyrst en varð svo pínu áhyggjufullur. Hann horfði íbygginn á mig og Saryu sem Madís sá og bauð sig því fram og læddist af stað. Fyrst biðum við í 10 mínútur, því næst 20 svo 30 og svo nálgaðist klukkutími. Ég og Sarya sátum snöktandi undir blautu tréi og hjúfruðum við okkur saman. Svo rauk ég upp og beint inn í helli, læddist áfram og heyrði svo skerandi rödd Gorgónanna: “Hvað eigum við að gera við hana ?” “Við bíðum með hana þar til hin kemur og látum hana horfa á okkur drepa hana !!!” “HOHOHOH !!!” Þeir hlæja ógeðslega hátt og ískrandi og ég læðist á áfram ég er nú komin inn í lítið herbergi sem er ískalt í og það er lítill skápur út í horni sem stendur undarleg áritun:

alíúha, dua minua gregun.
Du neon coron til don,
le neon lítto fostar.
<litto mino leogratíso>

Ég strík yfir letrunina sem glóir um leið. Ái, ég brenni mig !!!
Slepjuleg hendi grípur í mig, einn Gorgónanna hefur náð mér. “HOHOHO, sjáið hvað ég náði í…gómsætar steikur skulum við snæða í kvöld !!! HOHOHO !!!” segir hann skerandi. Hann sveiflar mér með sér og labbar viðbjóðslega áfram og maður sér bláann slímugann vökva, hann er með sár á fætinum, þetta er blóðið eins og var sagt frá í dagbók litlu stúlkunnar !!! Hann fleygir mér inn í herbergi sem ekkert sést í ! Það er sagt við mig: “Núna ertu loks orðin mín, að eilífu og núna skulum við koma að horfa á vinkonu þína deyja !!!” Kaldar hendur hans sem ég hef áður sagt ykkur frá, næla í mig og þrykkja mér af stað ! Eftir fulg um dimma gangana komum við í herbergi og þar er Madís föst í fallöxi og ég er svo næld niður.