Það var farið að rökkva úti. Tristan var búinn að ganga út í 2 tíma, þungt hugsin um atburði dagsins. Hann ákvað að setjast niður á bekk við Austurvöll og kveikti sér í rettu.

Dagurinn hafði byrjað mjög vel. Eftir 3 tíma yfirheyrslur með Ljúbó og lögmanni hans hafði Ljúbó ákveðið að það væri betra að selja Ingó til þeirra en að vera seldur til FBI, klár strákur. Í staðin fengi hann að vera íslensku fangelsi í 5 ár sem var mjög góður díll.

Það kom í ljós að hátt settur yfirmaður hjá íslensku yfirvöldum hafði borgað Ingó og strákunum hans mikila peninga fyrir að kaupa mikið af voopnum og valda almennilegum ursla í miðborg Reykjavíkur. Þetta truflaði Tristan mikið. Útaf hverrju ætti einhver stjórnmálamaður að vilja eyðileggingu í Reykjavík? Og hver var nægilega efnaður til að fjármagna svona aðgerð? Þetta kom allt Tristani mjög undarlega fyrir sjónir.

En um 3 eftir hádegi sat Tristan inni á kaffistofu Sérverkefnasveitarinnar og horfði á sjónvarp. Í fréttum var sagt frá bruna í Hafnafirði, lítið hús hafði brunnið til grunna, grunur lék á íkveikju. Einn maður hafði brunnið með. Þetta var grenið hans Sjonna. Og Tristan var soldið brugðið, en þetta er kom honum ekkert á óvart. Sjonni vissi að þessi heimur var harður. Svona fór líka fyrir þeim sem ekki kunnu að halda kjafti.

Tristan kveikti sér í annari rettu, tók smók og og leit upp á stjörnurna.

Þegar Tristan hafði komið heim eftir vinnu fyrr um daginn hafði beðið eftir honum smá glaðningur. Tveir svart klæddir menn höfðu komið sér fyrir utan við heimili Tristans á Sólvallargötunni. Þegar hann hafði stigið út úr bílnum byrjuðu þeir að skjóta að honum. Þeir hæfðu hann ekki og sluppu, en skildu eftir gjöf handa honum fyrir utan útidyrahurðina heima hjá honum. Stór pakki, með slaufum og allt. Tristan lét þá niður á stöð vita og sprengjusveitin skoðaði pakkann og komst að því að engin sprengja var í pakkanum, aðeins miði sem prentað var á: Búm, þú ert dauður!

Götulögreglan var nú búinn að koma sér fyrir hjá heimili Tristan og hafði auga með húsinu.

Tristan var ekki vanur þessu. Vennjan var að hann elti vondukallana, ekki þeir hann. Og hann var nú ekk alveg að fíla að þeir væru farnir að koma í heimsókn heim til hans!

Það var kominn tími til að setja smá fordæmi. Kominn tími til að fara að sækja Ingó Gull. Hann var núna orðinn eftirlýstasti maðurinn á Íslandi og eflaust í felum. En þegar rotturnar fara í felur, þá kveikjuru eld og svælir þær úr holunni.

Tristan stóð og upp gekk af stað heim til sín með lítið glott. Það var kominn tími til að heimsækja gamlan vin, Jón Baker…

*Núna fer að líða að lokum Tristan. Aðeins einn partur eftir sem kemur fljótlega*