Manstu eftir því þegar þú sast alltaf undir stóra eikartrénu, í miðjum skrúðgarðinum, á sunnudögum. Þú varst alltaf með eitthverja bók. Oftast var hún verulega þykk og þú sast þarna tímunum saman. Ég tók einna oftast eftir því að þú last bækur eftir Charles Dickens. Það var allt svo friðsælt í kringum þig og af þér stafaði einstakur geisli sem lýsti veröld mína upp. Ég gekk þarna framhjá á hverjum degi, aðeins til að sjá þig. Þú hafðir svo yndislega fallegt hár, ljóst og liðað. Oft og mörgu sinnum straukstu höndum þínum í gegnum það og sveiflaðir höfðinu aðeins til svo að þeir hárlokkar sem væru fyrir andliti þínu sveifluðust aftur. Þú sleiktir alltaf fingurinn áður en þú flettir baðsíðu, þú bættir einfaldlega heim minn. Ég gekk þarna fram hjá á hverjum sunnudegi, aðeins til að sjá þig. Ég undraðist oft og mörgu sinnum hvernig Guð gæti eiginlega hafa skapað svo undursamlega manneskju, svo rólega og yfirvegaða. Ég sá þig einnig stundum í skólanum en þá sastu með vinkonum þínum og hlóst af öllu hjarta. Mig langaði oft og mörgu sinnum að ganga upp að þér á meðan þú sast undir trénu og stofna til samræðna en ég fann aldrei réttu orðin. Ég þurfti bara að sætta mig við það að ég gæti einungis fengið að sjá þig.
En einn sunnudaginn leistu upp, kallaðir á eftir mér og spurðir hvort ég væri eitthvað skítinn vegna þess að ég gengi alltaf þessa leið á sunnudögum og stundum mörgu sinnum á dag. Ég svaraði því að þú værir engu skárri þarna sitjandi. Þú fórst að hlæja og gafst mér merki um að ég ætti að setjast hjá þér. Ég gekk að trénu og settist á staðinn sem ég hafði alltaf þráð – hliðin á þér. Þetta var upphafið að ævintýrlegu sambandi okkar og leynilegum ástarfundum. Samband okkar varð náið og tilfinninganæmt. Mér fannst sem ég væri heppnasti maður í heimi, ég hafði fengið þig!
Og svo, einn friðsælan sunnudagsmorgun gekk ég upp að eikartrénu, þar sem við höfðum mælt okkur mót. Ég beið í tvær klukkustundir en þú komst aldrei. Hvað hafði eiginlega orðið af þér. Ég gekk í áttina að húsinu þínu og reyndi að finna út afhverju þú hafðir ekki mætt, ég bankaði svo á hurðina og systir þín kom til dyra. Hún var með tár niður kinnina og augu hennar voru grátbólgin. Ég spurði hana að því hvað amaði að og svarið sem ég fékk braut mig niður. Þú hafðir orðið fyrir bíl og lást nú á sjúkrahúsinu, lífshættulega slösuð. Ég sneri mér við og hljóp í áttina að sjúkrahúsinu. Ég bað til Guðs allan tíman um að taka ekki gersemina frá mér og fjölskyldu þinni. Er ég kom á sjúkrahúsið mætti ég foreldrum þínum og þau vísuðu mér á stofuna þína. Ég flýtti mér inn og sá þig, liggjandi þarna á sjúkrarúminu með snúrur um þig alla. Þú gerðir litla rifu á augun þín þegar ég kom við þig og þú brostir þessu himneska brosi sem ég hef alltaf elskað og mun alla tíð gera. Þú horfðir lengi á mig og sagðir svo: ,,Veistu, ég hef alltaf elskað þig og mun alltaf gera,“ svo lokaðir þú augunum og opnaðir þau aldrei aftur. Hönd þín er ég hélt á varð máttlaus og versta martröð mín varð að veruleika. Þú varst dáin.
Nú stend ég hér og horfi niður á moldina. Nú liggur þú hérna, grafin undir moldinni, og munt sennilega aldrei sitja aftur undir stóra eikartrénu með Charles Dickens sögu. Ég mun aldrei geta gengið framhjá þér og dást að útliti þínu og yfirvegun. Nú ert þú orðin að sögunni minni og ég ætla að gera þig eilífa. Þú munt aldrei hverfa mér úr minni. Og veistu, ég mun ávallt elska þig, Júlíana.