Hádegismatur í maga, lagar allt sem þarf að laga

Hann er loksins farinn, loksins. ÉG hef það sterklega á tilfinningunni að það sé verið að njósna um mig. Sit í rúminu teinréttur og stífur, þori ekki að hreyfa mig, kyrrðin og þögnin leggjast á mig eins og þungt farg. Eftir ég heyrði hann skella hurðinni, yfirgefa húsið og skilja mig einan eftir, hef ég ekki hreyft mig. Ég veit ekki hversu langt er síðan. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Var ekki eitthvað þarna fyrir utan sem skaust á milli runnanna, einhverstaðar rétt fyrir utan sjónarsvið mitt. Leiksvið mitt. Svo vanmáttugur.
Hrekk við, gnísti tönnum, væli ámátlega og tek fyrir hjartað. Leyfi símanum að hringja út. Hver er að hringja í draugahús?
Fyrir forvitnis sakir tek ég tólið seint og síðar meir upp.
Heyri aðeins orð og orð á stangli: ,, …kem ekki í hádeginu…allt…. hitaðu bara upp…verður þú ekki heima í kvöld?” mamma blaðrar svaralaust, hvern djöfullinn varðar það hana hvort ég verð heima í kvöld? ,,örugglega ekki” svarar ég einfaldlega. Ég gef ekki gremjulegu andvarpi hennar tækifæri á að svara ,,vertu blessuð” segi ég og skelli á.
Ég er ekki fyrr búinn að skella á þegar síminn rýfur háværa þögnina aftur. Ég tek tólið upp glaður í bragði. Þetta er ekki mamma, við erum ekki með númerabirtir en ég veit það bara að hún dirfist ekki að hringja aftur.
,,yellow” svara ég
,,Gulur?” segir Axel. ÉG svara ekki svona heimskulegri athugasemd, þess í stað: ,,Grænn”.
,,Heyrðu Andri, eru heima hjá þér.” Spyr Axel
,,Þetta númer er alla vegna heima hjá mér” Svara ég.
,,já…” Axel vandræðalegur. ,, En þarna ég vildi bara segja þér það, eða hefurður kannski frétt það. Þú varst ekki útí sjoppu í gær.”
,, Nei ég hafði öðrum hnöppum að hneppa.” ég virkilega nennti ekki útí sjoppu í gær. Hins vegar var bað ég Helga um það og hann átti að segja mér allt. ,, Var ekki Helgi þar?”
,,Jú reyndar, hann talaði um þig. Það töluðu allir um þig” honum fannst þetta greinilega óþægilegt.
,, Allir? , líka þú?” spyr ég en fæ ekkert svar ,, Hvað var talað um mig?” ég beitti röddinni ógnandi.
,,Fólk var að tala um að þú værir að breytast, verða eitthvað skrýtin.” Hann gerði sér málhlé, dauðsá greinilega eftir því að hafa sagt þetta, bjóst við hinu versta en þegar hann sá engin slík viðbrögð hélt hann áfram: ,,Þú væri ekkert skemmtilegur lengur, alltaf að drulla yfir alla, undanfarið hafir þú orðið svo dulur.”
,, takk fyrir” svaraði ég og skellti á. Það er alltaf ég sem skelli á.
Þetta er alvarlegt, ég má alls ekki við því að missa virðingu. ÉG hef verið að missa tökin á sjálfri persónu minni. Persóna er gríska fyrir gríma. Eru grímurnar að falla?

Allt þetta hús er blátónað í dag og þögnin hefur myndgert sig í endalausri drifð rykagna sem uppfyllir rúmið. Og þrengir að mér. Þetta hús sem eitt sinn var mér svo kært, herbergið sem ég hafði lengið þróað, það hafði kostað mikil heilabrot og vangaveltur. Herbergið sem túlkaði minn innri mann. Og þegar ég var inn í því þá var ég hluti af herberginu. En núna er allt breytt. Þegar ég er inn í því þá er ég eins og ókunnugur gestur á fjarlægri strönd. Kannast alls ekki við mig. Og húsið þrengir að. Þær minningar sem eitt sinn gæddu húsinu lífi, eins og málingin gefur veggjunum liti, hæðast nú að mér, draugar, sem í ljósi þess hvernig hlutirnir fóru, gefa mér enga eirð.
Það er nú orðið langt síðan undirstöðurnar fóru að hrikta. Fyrst vissan um hitt og þetta, seinna það sem áður hafði virst óbreytanlegt, fjölskyldan, húsið, skólin og slíkt. Nú orðið er ég ekki einu sinni viss um sjálfan mig. Og það gefur mér enga eirð. Og mun aldrei gera, að vera brennandi andi án nokkurrar vissu. Og núna fann ég það; umhverfið mitt var farið. Það var ekkert sem hélt mér lengur hér. Og ég gerðist staðráðin í því að einn daginn skyldi ég brenna húsið. Bókstaflega.
Ég á mér landið, þótt ég efist vissulega, og ég á mér sjóinn, þótt ég efist vissulega um hann líka. Þessi tveir hlutir eru ennþá æðri mér og þangað vil ég.
ER það viðeigandi? Það var einhver inn í mér sem spurði. Skítt með það, það skiptir mig engu, ekkert skiptir mig nokkru, nema sjórinn og landið. Og kannski sumt.
Svo ég hljóp út, út í fjöru. Fæturnir skipta mig engu, aðrir skipta mig engu, sársauki er eitthvað sem ég virði ekki viðlits vegna þess að þegar á heildina er litið þá skiptir það engu. En tíminn skiptir öllu, og mér létti lítillega, því það er langt síðan einhver hlutur vakti í mér jafnlítinn efa og tíminn.
Svo ég sleppti því að fara í skóna þegar ég hljóp út, ég var berfættur á leiðinni út í fjöru. Og allt gerist svo hratt, ég finn að tíminn stendur með mér. Og fyrir framan einhverju jafnstöðugum hlut í tilverunni og tímanum fyllist ég lotningu.
ÉG hleyp og hleyp. Ég hleyp og finn hvernig að fyrsta brúin brennur að baki mér. Vissulega höfðu logarnir leikið glatt lengi en núna hrundi hún með braki og brestum. Og ég hljóp eins og fætur toguðu yfir í næstu brú. En innra með innan í mér vissi ég vel að bráðum færu brýrnar allar, ein af annarri, að hrynja. Mér hryllti við tilhugsunina hvað skyldi gerast ef ég næði einhvern tíman ekki yfir í næstu brú. Félli ofaní eilíft tómarúm. Missti sjálfan mig í algjöra vitfirringu.
Því þorri skrílsins er mun vitskertari en ég, þau vilja vera svoleiðis. Viðurkenna slíkt ástand sem eðlileika. Meginhluti fólks er haldinni geðveikislegu eirðarleysi út af því að það finnur aldrei sjálft sig. Og geðveikislegum ranghugmyndum sem það gefur sjálfu sér til þess að tóra. Nema maður reyni að fikra sig upp, upp til svarsins. Í blindni því maður veit ekki hvert svarið er. En ef maður er óvarkár getur maður fallið. Brunnið með brúnni. Og fallið niður í geðveikina, lengra en meðalmaðurinn, alveg niður á botn, í algjöra niðurlægingu andans. Þess vegna er það sagt að fín lína sé milli snilligáfu og brjálsemi. Lína sem maður hættir sér út á sem algjör ametör.
Því leiðin til himnaríkis liggur í gegnum helvíti. Því sú mynd sem trúarbrögðin gefa okkur af helvíti fyrir neðan og himnaríki fyrir ofan er röng. Hið rétta er að jörðin liggur í helvíti miðju og umhverfis helvíti liggur Himnaríki. Ekki endilega himnaríki kristninnar. Heldur tákngervingur hins góða og hins vonda. Ying og yang. Reyndar er vissan um hið góða og vonda löngu farin. Þetta er því aðeins tákngervingur andstæðanna. Hið góða í hinu vonda og hið vonda í hinu góða. Ein góð blanda sem gerir heiminn. Og ég stefni á himnaríki. Ég hleyp og hleyp yfir brennandi brýr helvítis með þá von að einhvern tíman fái ég fast land undir fætur. Von og óvon, því mér langar ekkert sérstaklega til himnaríkis. Og þar af nú síður til helvítis. Og allra síst að vera óbreyttur, hanga á jörðinni algjörlega upp á aðra komin. Mér langar ekki til að vera til, en samt langar mig ekki til að vera ekki til. ÉG vil ekki einu sinni halda þetta, að hafa þessa skoðun. Og ég vil alls ekki halda að ég vilji ekki halda það. Þetta er minn vandi. Ég vil ekki neitt og ekki einu sinni það. Ég neita mér um þessa formúlu lífsins, það að ef þú tilheyrir ekki einhverju þá tilheyrirðu andstæðunni. Ef ekki Ying þá Yang. EF Ying og Yang væri hið eina og þú tilheyrðir hvorugu, hvað þá? Sama gildir fyrir mig og heiminn.
EN núna hleyp ég í gegnum helvíti á jörðu og nýt þess virkilega. Unaður.
Annars veit ég ekki hvort ég hafi hlaupið. En alla vegna hleyp ég í trylltur um brennandi hugarlendur. Feta berfættur raunveruleikan. Og er svo kippt niður í hina stóru blekkingu aftur þegar blindandi sársauki yfirgnæfir allt í kjölfar þess þegar ég hleyp niður í stórgrýtta mölina. Steinarnir stingast í fótinn, blóðið vellur. Og það liggur við að ég gefi þessa pílagrímsför mína upp á bátinn fyrir einhverju jafn aumkunarverðu og sársauka. Mínar tilfinningar skipta engu. Ég skal halda ótrauður áfram. Rólega, eitt skref í einu, held ég áfram, áfram og að særa fótinn. Fyrst reyni ég að útiloka sársaukann, nota það litla sem ég kynnti mér í yoga. Ekki útiloka sársaukann. Upplifðu hann. Það gerir mann meiri, þótt það sé kannski ekki takmarkið. Hvað gerir sársaukann að einhverju verra en til dæmis að borða jarðaber? Óneitanlega er hann fylgiboð þess að eitthvað sé ekki í lagi. En ef þér er hjartanlega sama? Þá er sáraukin bara tilfinning eins og að borða jarðaber. Ekki það að maður eigi að ímynda sér að maður sé að borða jarðaber þegar maður upplifir sársauka. Heldur bara taka sársaukanum eins og hann er. Ekki góðum, ekki vondum, bara eins og hann.
Og það gerði ég, sársaukin var vissulega sársaukafullur en ég fílaði það bara. Og smá saman jók ég hraðan. Ég hljóp á sárum fótum í grjótinu. Og il mín voru eflaust orðin eitt blóðflagð, það svallaði út um allt. Og ég fílaði mig eins og jesús þegar hann bar sinn kross upp Golgata. Til fjandans með jesús. En mér stóð á sama.
Þegar ég stíg á mjúkan sandinn sem gleypir heitt blóðið og verður gljúpur og þægilegur fyrir fætur mína get ég ekki neitað því að um mig hríslaðist smá óvelkomin léttistilfinning.
Ég læt mig falla niður í blóðsokkin sandinn og horfi upp í heiðskýran, sólríkan himininn. Hlusta á háan brimgnýinn og vindinn. Dreg djúpt að mér andann. Og finnst ég í öruggri höfn. Þó efatilfinningin væri svo sannarlega enn til staðar þá efaðist í þó samt örlítið um hana. En ég naut þess að umgangast landið og sjóinn og að ég hugsa til þess hússins og þeirra hverfulla framkvæmda mannsins sem urðu eftir fyrir aftan mig. Einhvern tíman mun ég snúa aftur en þá verður ekkert hið sama. Þessir hlutir verða þarna bara fyrir það eitt að þeir eru þarna, aldrei aftur munu slíkt ómerkilegheit ná til sálu minnar. Ég mun ekki girnast þá né reyna að halda í þá. Mitt heimili er í þeim brúm sem eftir eru: mönnunum, landinu, himninum, sjónum, sólinni, viskunni, tilverunni og síðast en ekki síst sjálfum mér. Þeim brennandi brúm.
Alda ein nær upp að mér og umkringir mig og hverfur í síðan aftur í hafið. Ég fann hvernig hún hafði leikið með hárið mitt og sogist inn fyrir föt mín. Algleymi í örlitla stund.

Allt í einu grípur mig ónotaleg tilfinning. Skyldi einhver hafa séð mig? Ónei ég má alls ekki við því. Og ennþá meira; er hádegishléið ekki bráðum búið, verð ég ekki bráðum að fara að snúa í skólann. Fara heim í hrein föt, búa um fæturna, gera mig tilbúin og leggja í hann. Halda leiknum áfram.
Og enn á ný er uppkomin sama gamla persónan; gríman. Nema nú er fyrsta brúin farin.