Andlega fjarstaddur

Slitrur: rísandi, upp úr þægileg myrkrinu sé ég að meðvitundin þrengir að mér síhækkandi hljóð- og myndstreymi, (andlit, spurning, svar), sem dofnar síðan aftur. Aftur og aftur. Ég stend við lestarspor og lestirnar bruna ein af annarri framhjá mér. Synd að í víðreisn minni skuli ég aldrei hafa stigið fæti upp í lest.
Drynjandi bjöllurnar eru nótur sem beljast eins og í einni biðu, hver á eftir annarri, smá tengdar mynda þær keðju sem dregur mig úr myrkrinu og inn í frímínúturnar.
,,Hæ”,,Hæ”,,Hæ” sagði heilaga þrenningin, stelpugopar úr áttunda bekk þegar ég sest hjá þeim niðri á bókasafninu. Þangað hafði ég laumast (með þó nokkra kippu samt), ég var alls ekki í skapi… ekki neinu skapi, algjörlega skaplaus. Ég stari í þykkt fyrsta bindi mannkynsögunar, ég er vanur að glugga stundum í hana, bókin stendur opin fyrir neðan augun á mér en aldrei þessu vant sé ég ekki neitt nema stafi og myndir á blaði.
Stelpurnar blaðra viðþolslaust um ekki neitt. Það er allt ekki neitt. Allt í einu geri ég mér grein fyrir því að líkleg var verið að beina spurningu að mér. Það kom mér í opna skjöldu en:
,,Sjuss hnátur, það vill svo til að ég er að reyna að lesa hérna niðri á bókasafni” hasta ég vingjarnlega á þær eins og á krakka úr leiksskóla.
,,Úps! ´harna sorrý mar” segir Dísa ,,Þeiuðu Dísa” hastar Elsa Dísu.
,,Hvernig nennuru að lesa þessa símaskrá” segir hin Dísan
,,Reyndu að benda mér á áhugaverðara lesefni” segi ég og kími. Ég er ekki að ná neinu. Ef einhver annar hefði verið um að ræða hefði brátt komið athugarsemd um nördsemi en ég þarf ekki að óttast slíkt: Það er sjarmerandi að vera greindur þegar það er ég sem á í hlut.
Mikið eru þær grunnhyggnar þessar stelpuskjátur. Þessir menn og þar af leiðandi jafnokar mínir. Því allir menn eru jafnir, allt sem ber á milli er innan skekkjumarka. Það er kannski þess vegna sem ég er alltaf að rembast við að reyna að lyfta mér upp úr meðalmennskunni, að ögra guði (þ.e. sjálfum mér (þ.e. guð)) með afneitun. EN þá hugsa ég til Gyðu og sé fyrir mér stóran rassinn. Því þrenningin er í raun ferningin. Þær eru fjórar í þessu haltu mér slepptu mér dóti, Dísa, Dísa frænka Dísu, Elsa og Gyða. EN þrjár þeirra sameinast alltaf um að hundsa eina þeirra, bara mismunandi hver það er í hvert skipti. En þær sem eru ofurvinkonur þá stundina voru kallaðar heilaga þrenningin. Svona hafði þetta gengið síðan þær voru í leikskóla.
Núna er Gyða búin að vera í tvær vikur út í kuldanum, það eru tvær vikur liðnar síðan Dísa og Dísa tóku Elsu í sátt og sameinuðust að leggja Gyðu í einelti. Og það eru liðna tvær vikur síðan Gyða kom grátandi til mín fyrir utan sjoppuna, virkilegt grey. Þetta allt saman gerir þær heimskari en orð fá lýst.
Líklega er malið sem er eins og suð fyrir eyrum mér einhver níð um Gyðu. Ég skrúfa frá einbeitningunni: ,,… algjör drusla sem sefur hjá hverjum sem er næstum…” ég skrúfa aftur fyrir. Mikið rétt, þær eru frakkar að baktala hana svona og sitja við sama borð og ég sem er næstum (óopinbert en umtalað) kærasti hennar, hvort ég ætti að leggja orð í belg eða láta kyrrt liggja og láta eins og ég sé niðursokkin. Hún skiptir mig engu svo ég held áfram að vera niðursokkin í spennandi lýsingu á herveldi Assýringa.
Á sama tíma og bjallan hringir inn finn ég SMS titring í buxunum. Og lít á Freyr spyrja mig um að hitta sig í tölvuverinu eftir dönsku þar sem hann sé í hvorki með mér í íslensku né dönsku í dag. Freyr fær að finna SMS titring þegar ég bið hann um að hitta mig heima strax eftir íslensku.
Og ég geng aftur inn í salinn, það er ekki búið að hleypa inn og ég finn á hlátrasköllunum og þrengslunum að aðalinn er að vígbúast eitthvað. Það stormar aftur yfir mig þessi dysneyland fílingur og ég lít löngunaraugum aftur fyrir mig, á glerhurð bókasafnsins en í stað þess að þar væri eins og áðan indælt bókasafn sá ég þar sem eftirlegukindur nördanna hópuðu sig saman, hvernig bókasafnið var orðið að kertaupplýstri setustofu spekinganna í samfélaginu. Það var skyndilega orðið hlutið af sögunni og engin undankomuleið þar.
Auk þess þarf ég að sinna erindum. Rósa Dís þarf endilega að heyra söguna um hvernig heilaga þrenningin hafði verið að baktala Lilju Dís, æskuvinkonu hennar og sérstakan skjólstæðing, inn á bókasafni.Það ætti að ver nóg til þess að hrinda að stað atburðarrás til þess að skjóta svolítið á heilögu þrenninguna. Ekki það að þær hafi verið að baktala Lilju Dís, en ég þarf aðeins… fyrir aðra manneskju. En þar sem ég storma að grænu sófaröðinni þar sem þrír ofurtöffarar fyrrnefndu Eyþór,Heimir og Bjarni héldu oftar en ekki við ásamt félögum, sé ég Gyðu Dögg sitja á spjalli hjá Rósu og Lilju. Ekki gott, mér er skapi næst að breyta um stefnu en þá lítur Rósa upp og framan í mig og brosir.
,,Hvar hefur þú verið að fela þig, komdu hérna Dóri” segir hún í ýktum gamantón. Ég sé mig tilneyddan að setjast niður hjá þeim þar sem þær sitja einar að sófanum.
Ég er ekki fyrr sestur þegar opnað er upp stigann, svo ég sprett á fætur aftur ásamt stelpunum.
,,Ertu ekki að fara í Íslensku, Gandri?” spyr Rósa. ÉG játti því. ,, Vertu samferða, ég er nefnilega líka.”. Og við drolluðum saman upp stigann ég, Rósa, Gyða og Lilja og spjölluðum um ekki neitt. ÉG er ansi lunginn í því að gera ekki neitt.
,,Þarna, Gyða… við erum í handavinnu niðri” skýtur Lilja feimnislega að Gyðu þegar við erum komin hálfa leiðina upp. Henni er greinilega meinilla að skilja mig einan eftir. Og Rósu. Svo ég leysi málið, þar sem ég sé í skottið á Elvari og Bjarna R lengst uppi, kveð í skyndi og hleyp til þeirra.

Tímarnir hjá Jóni í Íslensku eru svoldið sérstakir, mér líkar við þá því þar kemst maður ekki upp með að vinna vélrænt, Jón er nefnilega helvíti kreatív kall. Í dag yrði ljóð og bókmenntir. Og það yrði fjallað um Atóm útgáfurnar líklega.
,,Í dag fjöllum við um heimspeki, heimspeki er svoldið langsótt viðfangsefni en samt sem áður nauðsynleg í mörgum ljóðunum, þess vegna tölum við um það í einn tíma, tíman í dag.” segir Jón ,,Þið eigið flest öll að vita síðan úr stuttu kynningunni í 7.bekk hvað heimspeki er, en getur einhver nefnd eitthvað heimspekilegt viðfangsefni.”
Nokkrir segja eitthvað og eitthvað og Jón hniprar það jafnóðum niður á töfluna. Annars er óvenju þögn í bekknum, flestir gera ráð fyrir því að þetta sé leiðinlegt og óáhugavert og eru farnir að dotta á borðin. Ég þegi. Heimspeki er rugl. Hafði einu sinni áhuga á henni las allan andskotann, alla heimspekisöguna og háskólaefnið, Platon og Sókrates og þar frameftir götunum. EN þar finnast engin svör.
,, Var ekki einhver Kall sem sagði eitthvað eins og Ég hugsa þess vegna er ég” segir Daði og lætur höndina niður þar sem Jón bendir á hann með töflutússinum.
,,Descartes”segi ég í hálfum hljóðum ósjálfrátt.
,,Hvað segirðu Guðmundur?” spyr Jón.
,,René Descartes”endurtek ég ,,Eða eitthvað svoleiðis minnir mig”
,,Jú, hann var að reyna að færa með sér rök fyrir tilvist sinni” Segir Jón. ,,Nokkuð góð sönnun þykir mér bara, hefur einhver álit á þessu” spyr hann síðan vondaufur.
ÉG get ekki staðist mátið: ,,Hvernig sannar þetta að maður sé til, að veröldin er raunveruleiki, ekki einhver tölvuleikur…”
Ég fæ ekki að klára. ,,Því þú hugsar!” svarar Jón með heimskulegt glott eins og hann hafi komist að hinni skotheldu niðurstöðu.
,,En segjum að allt þitt lífshlaup sé aðeins einhver söguþráður í spennusögu og þú sért væntanlega aðalpersóna. Samkvæmt stöfunum á blaðinu þá ert þú að hugsa, að tala, að gera hluti. Síðan kemur blaðsíða 11 og þar er söguhetjan okkar; hann Jón íslenskukennari að reyna sanna tilvist sína með því að segja að hann sé því hann hugsi. Og þar fyrir aftan stendur jafnvel skáletrað hvað hann sé að hugsa þá stundina. En er hann þá raunverulegur, fyrst hann er meðvitaður um hugsanir. Eru þetta hugsanir hans eða einhvers annars, höfundarins?, eða kannski bara þans sem er að lesa þetta í hvert skipti. Eins og ef þú sért búinn að gleyma þér í pleimó, þú ert að leika þér og ert algjörlega orðin þessi litli karl. Þú leggur litla pleimó karlinum orð í munn og hugsanir, er hann þá raunverulegur? Gerist eitthvað satt, þú ert týndur í ofurraunveruleika og finnur þig ekki, hver er hinn raunverulegi ÞÚ, þú eða pleimókarlinn. Þú getur fundið, bragða, þefað og hugsað en er það raunveruleikinn? Er það ekki bara einhver rafboð í hausnum á þér? Heilinn í þér setur þér alltaf ákveðnar skorður, það að vera til setur þér ákveðnar skorður, því þá ert þú rifin úr samhengi frá eiginlegu umhverfinu og settur í þrælakeðjur skilningsleysis. Ef heilinn þinn væri nógu stór til að skilja sjálfan sig þá væri hann of stór til að geta verið skilinn. Hlutirnir eru til í sjálfum sér en þú sérð þá bara eftir ákveðnar vegur fyrir þig, eins og í litum, þrívídd og svo framvegis.” ÉG er búinn að tala stanslaust í smástund, eins og til að fá útrás en stoppa núna skyndilega. Beint framhald ræðu minna liggur ljóslifandi í munni mér og bíður eftir því að fá að fara út en ég sleppi því ekki. Þetta er ástæðan fyrir því að ég sleppi heimspekinni, því svarið er að það er ekki neitt. Ekki neitt.
Jón horfir fast á mig, en ég sé ekki neitt, ekki neitt. Þetta er svo yfirþyrmandi að sjónarsvið mitt er verður fínkornótt og dekkist í svart á meðan að djúprautt býflugnamunstur birtist lítið en stækkar óðum og þrengir að þegar blóðstreymið eykst í gagnaugunum. Jón heldur áfram að tala og ég læt ekki bilbug á mér finna og tek þátt en ég man ekkert; mitt eiginlega sjálf er minnislaust lengst ofan í hughafi mínu.
Ég sit á steini á hafsbotni í allkyrri kyrrð og íhuga. Ekki neitt (tilgangsleysið). Gandri! ekki láta þetta ná tökum á þér, þetta snýst allt um þig. Það skiptir ekki máli hvort meðvitundin sé sönn eður ei, því ef við náum algjörum undirtökum þá náum við sko algjörlega undirtökunum. Þú verður að ná að höndla ALLT. Ná að vita allt og láta ekkert verða þér ofviða.
,,…Og áður en tímanum lýkur skulið þið gera atómljóð um eitthvert heimspekilegt málefni.” Segir Jón og ég heyri það alveg niður á botn þar sem ég er því að ég veit að þetta skiptir máli.
Ég horfi á blaðið, auðar línurnar. Og byrja að skrifa mynd af sögunni um Fjörð, drenginn sem vissi betur.
Ljóðið um Fjörð; Drenginn sem vissi betur

Þetta ljóð er um Fjörð
Þessi fjörður er um ljóð


,,Hérna, ég er búin að þessu. “ segi ég og hnöðla bréfinu saman og hendi að kennaraborðið.
,,Þið fáið viku til þess að skila, ég tek ekki á móti neinu fyrr en í næsta tíma svo….” segir Jón og starir niður á blöðin sem fléttir í gegnum og lítur ekki upp, tekur ekki eftir blaðinu sem hefur þotið hjá hausnum á honum rétt áður eða þykist allavega ekki taka eftir því. Hann hefur greinilega ekki planlagt að eyða næstu viku í það að lesa tilgerðaleg ljóð einhverra krakka sem liðu eins og snillingum þegar þau skelltu runu af klisjum á blað.
,, Þið megið fara” sagði hann síðan stuttur í spuna og lítur ekki upp eins og hann sé niðursokkin í einhver blöð á borðinu. Skyldi honum liggja eitthvað á hjarta? Þetta er ekki líkt Jóni að gefa svona frá sér án umhugsunar sjö lokamínútur tímans.
Gildir einu huga ég með mér og loka fyrir slíkar hugleiðingar. Þar sem danska verður hvort sem er í þessari stofu eftir rúmar fimm mínútur þá færi ég mig ekki um fet heldur læt fara vel fyrir mér.
Jón stendur upp og yfirgefur stofuna ásamt nokkrum nemendum sem yrðu ekki í næsta tíma. Halla mér fram á borðið og lýk augunum þar sem ég hvíli mig. Sef.

Og í innhverfri sjálfsíhugun sem nærir mig á undursamlegan hátt sé ég herbergi samviskunnar. Ég sé notalega liti prýða veggi skreytta með látlausum en þýðingarmiklum málverkum. Letilegir sólageislar sólar nokkurrar sem hangir í gullhúðaðri keðju ofan úr loftinu lýsir lítið annað í herberginu annað en freistandi rúmið beint fyrir neðan. Svo lokkandi mjúkt og lofandi fögru um það sem maður upplifði við það að prufa það. Og ég læt slag stand og verð svo sannarlega ekki svikin þar sem ég læt alla svörtu vefina sem hrísluðust um hreinan líkaman minn líða úr mér og hverfa til himins. Og þegar ég er orðin svo hreinn og laus við allt annað en það sem viðkemur sjálfum mér varð sjálft mitt svo lítið eftir að það rann út í umhverfið en ég missi aldrei meðvitund heldur týni henni verð hinn raunverulegi ég. Og það er algjört. Tónar nokkrir hljóma og titra. Þeir eru ég sjálfur og mynda líka litlar öldur í sjálfum mér. Og ég finn tónlistina hríslast um mig. Þar sem ég upphvöta að auðvitað sé þetta Jeff Buckley sem sitji þarna í myrkrinu þar sem ég fæ ekki greint og syngi og spili Hallelúja. En sú vitund rænir mig sakleysinu. Brátt finn ég djúpa angist rústa öllu. Og í myrkrinu lofar Jeff drottinn.

,,Af hverju varstu að þessu?”
Hvern andskota, ég hlýt að hafa sofnað í alvörunni. Þar sem ég opna augun og píri sé ég Bjarna R halla sér upp að borðinu fyrir fram mig með hendur í vösum og horfa á mig. Bíða eftir svari?
,,Afsakið?” segi ég skilningssljór og bið hann um að endurtaka sig.
,,Af hverju varstu að pirra Jón svona.” Segir Helgi ,,Hann var virkilega orðin aumkunarverður þarna í endann. Fór næstum að grenja.”
ÉG verða forvitinn, missti ég að einhverju.
,,Ertu að meina heimspekidótið þarna.” Spyr ég forvitinn.
,,Dótið?, þú barst nú meiri virðingu fyrir því en svo áðan. Fyrst var þetta bara mambójambó en síðan fór þetta að meika sens. Tókstu ekki eftir því hversu heillaðir sumir urðu.” Segir Helgi djúpt hugsi.
,,Ekki ertu að tala um Descartes, því þetta er bara rugl sem bíttar mig engu.” reyni ég afsaka mig.
,,já, Descartes og allt það, þegar þú sannaðir og rökstuddir tilgangsleysið af svo miklum tilfinningaþrungna og sannfæringu að jafnvel Jón bifaðist, allvegna fannst mér hann eitthvað vera farinn að efast eða eitthvað.”
Ég verð gáttaður. Hvað gerði ég áðan meðan ég var í djúpinu, gerði ég eitthvað?
Fría mig allri ábyrgð, segi bless við Helga sem lítur á mig undrandi og flýti mér út úr herberginu.
Og inn á klósett. Loka á eftir mér hryssingslega og halla mér uppgefin upp að hurðinni og lyppast niður á hnén. OG loka augunum en býflugnamynstrið bíður þar iðandi í skinninu með allan sinn sársauka. Svo ég slekk ljósin og hef augun bara opin. Reyni að róa mig niður. Svo það er satt.
Fyrst reyni ég að sætta mig við það og tekst það næstum því. Þá er ég orðin svo yfirvegaður að ég fann loksins aftur til öryggistilfinningu, ég er aftur komin í stjórnvölin. Því þetta er ekkert sem ég á að sætta mig við. Þú verður að geta stjórnað þér öllum, alveg. Vera var við hvað sé að gerast og geta allavega beint málunum í ákveðin farveg. Ég má aldrei láta svona lagað ske aftur. Því þetta er ekki satt og ég ætla alla vega aldrei að sætta mig við það hver sem sannleikurinn er. Því ég er hafinn yfir sannleikann. Því sannleikurinn er fyrir mig, og ekkert annað skynjar sannleika, svo ég sannleikurinn er eiga mín, hann er ekkert annað en ég ákveð að hann sé. Og þar nota ég þverstæðu, fer í hringrás þar sem ég er sjálfur lygi. En ég notfæri mér það bara. Brýst úr hringrásinni með því að ögra lögmálunum. Lygi er lygi en ég ætla plata lygina í smá stund svo hún haldi að hún sé sannleikur.
Allt í einu man ég eftir draumi. Draumi sem ég gleymdi um leið og ég vaknaði. Draumi sem enginn vissi neitt af. Draumi sem mér dreymdi þegar ég var níu ára. Draumur sem hefði legið gleymdur síðan mér dreymdi hann og hafði aldrei skipt neinu máli. Hafði þess vegna aldrei skeð.
Ég er í gömlu úlpunni minn fyrir utan blokk í Reykjarvíkurbreiðholtinu þar sem amma mín bjó einu sinni. Og litli frændi minn Einar er í draumnum stærri en ég og eldri að leika sér í skóla sem er langt fyrir aftan mig og ég er að koma þaðan til blokkarinnar, til ömmu. Yfir girðingar og yfir gamlar lödur og flatþekjubílskúra. En ég komst aldrei á leiðarenda.
Ekkert merkilegur draumur en ég ligg í myrkrinu í klósettinu í skólanum í miðjum skóladegi með opin tárvot augun og brosi af tilhugsuninni. Draumurinn endar aldrei og ég reyni að komast upp að blokkinni. Vanmáttartilhugsunin er hjákátleg.
Allt er þetta vel úthugað plan af minni hálfu til að undirbúa mig að takast áfram við þessa baráttu fyrir utan þetta litla afmarkaða klósett myrkur.
Og hress í bragði sný ég hurðarhúninum og opna dyrnar. Og mér bregður eilítið þegar ég sé Frey standa fyrir utan og horfa á mig án þess að segja orð eins og fyrir tilviljun (?). En þá man ég að ætlaði hvort sem er að hittann á þessum tíma en það sé ekki nokkur leið að hann hafi vitað að ég hafi verið þarna inni, engin vissi, enginn sá mig.
Þetta hlýtur að vera tilviljun.
,,Svo þarna varstu, ég var búin að leita að þér út um allt.” Segir hann léttur í bragði og alvarlegi svipurinn sem var á honum þar sem hafði horft einbeittu á mig þegar ég kom út af klósettinu var horfinu og í staðin kominn þessi sami gamli ligeglad-Freyr svipur. Hálfgjört bros af áhyggjuleysi. Skyldi hann hafa eitthvað að fela?
Þar sem ég geng í burtu honum við hlið hafði ég það allavega sterklega á tilfinningunni að hann hafi vitað af mér þarna inni og hafi verið að bíða eftir mér.
,,Ertu ekki í dönsku?” spyr hann allt í einu í miðjum samræðum svona eins og i hálfkæringi.
,,Jú” svaraði ég einfaldlega og lét málið niður falla. ,,Við skulum koma til mín, ég get þá sýnt þér…” Og á nýjan leik hófust samræður og ég var á leiðinni heim, í kastala minn.