Ég er lítil. Pínulítil. Það sér mig enginn. Enginn er eins lítill og ég. Ég bý ein. Er ein. Og vil vera ein. Ég á ekkert. Ég bý undir berum himni. Ég ligg á hverju kvöldi og horfi á glóandi stjörnurnar mínar þar til ég sofna. Það tekur enginn eftir mér þó ég stend á áberandi stað. Það er enginn til að sjá mig. Ég held að ég sé ein í heiminum. Að minnsta kosti í þessum heimi. Ég á minn eigin heim. Inn í þann heim getur enginn séð. Ég er ein í mínum heimi.Ein í mínum pínulitla heimi. Það er ekkert verra en hvað annað. Ein í frið og sælu. Yndislegt.
Jæja, þetta gengur víst ekki lengur. Best að draga frá gluggunum. Ég þarf að mæta í vinnu. Vinna og aftur vinna. Á leiðinlegum vinnustað þar sem allir eru í hinni og þessari grúbbu og hvar stend ég? Þarftu að spyrja! Auðvitað er ég ein í minni pínulitlu grúbbu! Þegar ég sagði að enginn sæi mig þá átti ég bara við að enginn sæi mig! Það getur enginn eftir mér, eins og ég sé ekki til. En það þýðir ekki að fást um það. Út ég verð og í vinnu.
Vinnan já. Það er ekki hægt að segja annað en þetta er alveg fáránleg vinna. Ég sit við skrifborð og hirði afgangana sem skutlað er á borðið mitt. Enginn talar við mig, enginn lítur á mig. Ótrúlegt að maður fái borgað fyrir þetta. Skrítið að nafnið mitt sé til í launaskránni. Ég fæ að minnsta kosti alltaf launin mín inn á bankareikninginn minn. Kannski er ég undir “nafnlausir einstaklingar” Eða kannski er ég bara flokkuð með fangatölu. SRA fær launin sín inn á reikning blablabla. (Hélstu virkilega að ég ætlði að fara að gefa upp reikninsnúmerið mitt? Puff) Jæja, best að byrja að vélrita.
Jibbí! Hádegismatur. Gaman verður að vita hvar ég fæ sæti núna. Best að drífa sig áður en allir ná sér í sæti. Best að hlaupa. Úff, en sú mæða. Brjóstholið á mér gengur upp og niður. Ég færi í líkasrækt ef tækin væru ekki alltaf tekin akkurat þegar ég ætla að taka þau, eins og ég segi, ósýnileg! Jæja, núna er blóðþrýstingurinn að falla aftur. Best að ná sér í bakka. Nei. Það er víst bara betra að fara á salatbarinn. Afgreiðslufólkið er of upptekið til að gefa mér mat.
Þetta er ágætt. Salatblað og tómatur. Og síðast en ekki síst sæti! Og heyrðu, þarna kemur Silja og Ásta og setjast hjá mér. Kannski fæ ég spjall. Hmm. En sú þögn. En allt í einu byrjar Silja að gorta sig á nýju hjásvæfunni. Ég ætti líka svoleiðis ef karlmenn sæju mig þá! Ásta upphefur kærastann sinn yfir hjásvæfuna hennar Silju og sýnir hring. Ég væri nú líka með hring ef ég sæist! Silja hættir alveg að gorta sig og fer að dást að hringnum og óskar Ástu til hamingju. Ég reyni að segja til haminju líka þó að ég meina það ekki. En gettu hvað, þó ég hafi talað hátt og skýrt þá veita þær mér ekki neina athyggli og halda áfram að tala um giftingar og slíkt. Ég gefst upp. Er búin að borða, best að halda bara áfram að vinna, þá kemst ég kannski fyrr heim í dag.
Auðvitað fæ ég ekki að fara fyrr heim í dag! Það hafa öruglega allir í húsinu komið með einhverja helv. pappíra á borðið til mín og enn og aftur, ekki orð, ekki litið á mann, ekkert. Allir eru farnir nema ég. Ræstingakonurnar koma og fara að þrífa. Þrífa allt nema hjá mér. Ruslafatan mín er orðið yfirfull og drasli en ekki geta þær tekið rusið mitt. Neinei. Ætli það sjáist nokkuð frekar en ég? Og núna eru þær að riksuga! Enginn vinnufriður.
Loksins loksins! Þær eru að fara. En heyrðu, nei! Þær slökkva ljósin á mig! Ég þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur af því að einhverjir draugar fari að abbast upp á mig! Þeir sjá mig ábyggilega ekki heldur! En sú ósvífni!
Út út út! Ég er búin að vinna og vil komast út og finna rúmið mitt og sængina mína sem eru heima í litlu íbúðinni minni og horfa á stjörnurnar mínar. Ég ætla að opna en æi nei! Hurðin er læst! Og ég er ekki með lykil. Hvað geri ég þá? Það er enginn eftir í húsinu. Ég er ein. Fæ ekki að horfa á stjörnurnar í kvöld. Best að finna sér horn til að sofa í. Kemst ekkert því að enginn vissi af mér. Sorg og grátu