Ég hef verið að skrifa helling undanfarið, svona aðeins verið að liðga pennann fyrir komandi skólaár. Ég er núna að basla við að gera framhald að Þankahríð sögunni sem ég senti inn um daginn. En í millitíðinni var ég að pæla í að senda inn sögu sem ég skrifaði fyrir löngu og var eiginlega búin að gefast upp á (búin að fá ógeð af), hún heitir Vandylja, undirtitill er Snöppuð vika. Vandylja er málblóm sem ég bjó til og þýðir Van dulið eða Vand yljað. Þessi fyrsti hluti er eiginlega svona bara inngangur að sögunni og sýnist svoldið langdreginn er í rauninni aðeins þrjár bls.
Gjörið svo vel:

Snöppuð vika

Mánudagur

Draumar aðfaranóttar

Skólalóðin er krystalskýr, séð ofanfrá eins og ofurraunveruleg þrívíddarmynd og andrúmsloftið svo óséð en þó svo magnþrungið að það er eins og þykkur reykur fyrir vitum mínum. Eftir vill undanfari þess sem átti eftir að koma, eftir örskammstund, og svo hverfa aftur , mást út með hjálp tímans.
Voldug skólabyggingin breiddi úr sér á tveimur hæðum og venjulegi æluguli liturinn var náhvítur undan endurskini einmanalegs ljósastaur, sem stóð einn á miðri skólalóðinni og flökttaði frá honum rauðleitri birtu eins og varðeldur í miðri eyðimörk. Með rentu, því skólalóðsflákinn var stór, eyðilegur og fráhrindandi og í einu horni hans stóð gjöreyðilagður spýtukastali, rústir sem minntu á forðum heimsveldi yngribekkingana sem ég eitt sinn tilheyrði.
Ég sá að eftir malbikuðum göngustígunum komu þau eitt og eitt úr öllum áttum, sálarlaus, eirðalausir svipir sem reika um í undirheimum. Það var rétt, gamanið færi að byrja , fundurinn hæfist innan skamms. Ég sat í myrkrinu í hægindastól við stofugluggann sem sneri út að skólalóðinni, óséður. Ég læt fara vel um mig og í geislanum hljómar sinfónían “svo mælti Sarafústra” eftir Strauss, fyrirboði stríðs. Og ég herforingi í einsmannsher að virða fyrir mér fyrirhugaðan vígvöll.
Heiftin sem atti mér hingað var ekki til lengur, ég afneita öllu slíku, ég er sallarólegur að vinna eftir minni innstu sannfæringu. Æðið var runnið af mér, það var fyrir neðan mína virðingu að ansa henni, en samt sem áður var ég ákveðin að fylgja heitstrengingu minni eftir. Það var ómannlegt að framkvæma hana vissulega, en ég er ekki mannlegur hvort eð er. Ég er Gandri.
Ég slekk á tónlistinni. Litadýrðin sem hún áður uppfyllti dofnaði og hvarf og við tók ljósvana tómið. Og það umkringdi mig og náði að smeygja sér inn fyrir mig og gleypa mig, og ég hverf. Í brotabrot úr sekúndu er ég hluti af heildinni. EN í glugganum glottir skuggumklæddur skólinn til mín og ögrar mér en ég er viljalaus. Það er ekki fyrr en að stjörnudrifð himinhvolfsins síast inn fyrir sjónsvið mitt að ég ranka við mér, stjörnurnar voru óhagganlegar, þær sömu og túlkuð sannfæring mín var meitluð í sál mína með.
Og ég klæði mig í jakkann og líð hljóðlaust út bakdyra megin.

Ég sé, þegar ég læðist meðfram skuggunum yfir skólalóðina, að það er kviknað ljós í þriðja glugga hægra megin frá á efri hæðinni. Það hlakkar í mér, ég sé þau fyrir mér setjast í kringum ílangt fundarborðið óaðvitandi af útroðnu íþróttatöskunni undir miðju borðinu, og ávalt hress Hrafnhildi umsjónarmanneskja koma askvaðandi með galsaskap og gantast við þreytta og sljóa fulltrúanna.
Ég er komin að dyrunum að næstum mannlausri byggingunni. Og dreg upp illa fengin lykil og kem mér inn í anddyrið. Það er eitthvað svo óeðlilegt við mannlausan skóla , myrkrið er bláleitt og innum gluggakytrur skína ljós geislar og í þeim endurskín ryk andrúmsloftsins. Og þögnin sem einkenndi skólann þegar hann svaf á kvöldin var skrýtin, að undaskildu lágværu skvaldri af efri hæðinni. Ég arka upp þennan breiða stiga sem ég hafði oft gengið áður þröngan, í miðri mannþvögu. Og gangurinn á efri hæðinni var hár til lofts eins og anddyri í konungshöll og við veggina voru hér og þar breiðar súlur. Af og til voru dyr. Og undan einni þeirra skein ljóskíma inn á ganginn. Og þaðan barst skvaldrið.
Ég læðist upp að súlunni sem var næst dyrunum og fel mig þar við hliðin á. Og dreg síðan upp GSM og hringi hljóðlaust. Á samri stundu heyrði ég handan dyranna ég í öðrum GSM tísta stef úr frægri óperu.
,,Úpps!” segir stelpa galvösk og ég sé hana fyrir mér rétta út höndina fyrir munninn á sér í með leikrænum tilþrifum, kækur sem hún gerði oft. Nokkrir krakka flissa og Hrafnhildu byrstir sig í þykjustunni: ,, Það er bannað að vera með kveikt á símanum á fundi!” segir hún með gervi reiðum málrómi. ,,Ég verð bara smá stund” segir stelpan og læðist fram. Dyrnar opnast og út kemur stelpan og heldur á símanum og lokar á eftir sér. Hún snýr baki í mig þegar hún ýtir á takka svo hringingin hættir og færir síðan síman upp að eyrunum.
,,Halló?” segir hún og það bergmálar í tómum ganginum, en auðvitað fær hún ekkert svar. ,,Halló!?” endurtekur hún sig reiðilega, og aftur sem áður ekkert svar. Þegar hún gerir sér grein fyrir því að það sé engin á hinum endanum skellir hún á.
,, Creepy” tuldrar hún…
… rétt áður en ég læðist aftan að henni og rota þessa snoppufríðu pempíu með lurk. Lyfti henni svo upp og hleyp með hana út úr skólanum.
Hún rumskaði ekki þegar ég fór með hana að mannhæðum krossi sem lá á jörðinni fyrir framan þá hlið skólans sem fundurinn var haldinn. Ég batt hana við krossinn og reist ann við. Tók síðan olíubrúsa sem lá þar hjá og skvetti yfir hana og frá henni upp að skólanum og upp með veggnum og skvetti síðan á rúðuna sem ljósið var í.
Andlit á glugganum, þetta er Hrafnhildur. Hún horfir á mig undrandi en sér ekki Rósu fyrir myrkrinu. Hún opnar gluggann: Blessaður Gandri , varst þú að skvetta einhverju á gluggann hérna…” byrjar hún. Ég leyfi henni ekki að klára, vertu blessuð.
ÉG glotti við tönn þegar ég þrýsti á hnappinn.
Og ég yfirgef líkaman , og sé fyrir mér í slow motion innan í kunnuglegt fundarherbergið. Og allir eru grafkyrrir,frosnir í andartaksstellingum. Fyrir framan mig eru borðið og við það sitja þau sjö, Elvar í forsæti öðrum megin en hinn stóllin var auður, Rósu vantaði. Þar fyrir aftan blasir glugginn við og Hrafnhildur snýr þar baki í okkur og bograr sig niður, hún er að kalla á mig. Og ég skáskýt augunum á íþróttatöskuna sem er smá saman að verða hvít . og úr henni teygja sig eldtungur hægt á rólega í allar áttir. Ég sé smá viðbrögð hjá fulltrúunum þegar þeir líta niður og það byrjar að myndast afmyndaðar grettur en þau ná ekki að ljúka við þær því eldkúla sem breiðir úr sér á þvílíkum hraða gleypir þau og ég sé þau þrýstast aftur á bak og holdið steikjast og rifna og verða að ryki. Og steinsteypan gefur sig, hún splundrast í allar áttir ýtt áfram af skriðu, snjóflóði sem geysist áfram og tortímir þessari sjónmynd svo ég sé ekki meir.
Ég stend ennþá útá skólalóð en ekki lengur í myrkri því bálið var bjart sem dagur . Og öll efri hæðin leysist upp í gróf brot og þeysist logandi í allar áttir undan ógurlegum eldmassa. Og rismikið þakið skellur niður á jörðina og rífur með sér neðri hæðina í leiðinni.
ÉG bakka svo krossfest Rósa komist inn í myndina. Hún var rönkuð við sér en svipurinn sem var frosin á andliti hennar var afmyndaður, ótrúaður á raunveruleika þess sem var að gerast. OG munnurinn galopin, í honum beið mikið hræðsluöskur sem komst ekki að fyrir undrunni. OG komst aldrei að, því eldur hafði læst sig í olíu slóðina og fyrr en varir var krossinn alelda. Og húðin bráðnaði og steiktist eins og sykurpúði á eldi. Skelfingarstuna rétt áður en eldur fyllti kok hennar.
Þarna var hún, eins og illabrunnið kjötflykki , kossfest, búið að flétta ofan af yfirborðinu, fögru skinninu. Ég sá að augnlokin voru fuðruð upp og augasteinarnir einir horfðu á mig ennþá lifandi. Og hún þjáðist. Eins gott.
Bakgrunnurinn þokukenndist, eldurinn var orðin að litum á hreyfingu, áferð gerð til þess að undirstrika fegurð atburðanna. Og í forgrunni var Antikristur, krossfesting var viðeigandi.


Ég svaf ekki svo værum svefni. Einhver hristi mig til, einhver reyndi að vekja mig. Ég rumskaði og bað viðkomandi aðila að láta mig í frið, ég gæfi ekki svefni auðveldlega upp á bátinn. ,,já,jájá…” ÉG reisi mig í röku rúminu og þungt andrúmsloftið skall á móti mér, eins og höfðinu væri dýft í kodda. ,,Hvað?” segi ég ráðvilltur og píri í myrkrið. Það var ekkert að sjá; lítið þröngt herbergið var rétt eins og vanalega á rúastúi en draslið var mannlaust.
Hvaða,hvaða tauta ég. ÉG var svo alveg viss um að einhver hafði verið að reyna vekja mig ,ég heyrði jafnvel þungan andardráttinn mása í gegnum svefnrofurnar. En það var ekki um að villast, enginn var í herberginu og enginn hafði verið í því. Al-draslþakið gólfið var enn óhreyft frá því í gærkvöldi. Það bærðist eitthvað í kollinum á mér en meðvitundin hafði ekki fyrir því að grípa það. Það var bara of snemma morguns,kl. 3, til að detta í djúpa þanka. Í staðin læt ég mig detta í rúmið. Fyrrum herbergissjónasvið mitt snerist um 90 gráður, ég starði upp í loftið en það var mér enginn fyrirstaða, stjörnuprýdd himinhvolfið blasti við. Og þar sem svefngöfgin færðist yfir mig, gerði ég að hætti ungbarna og hætti að hugsa í orðum. Í staðin fyrir fyrrum flögrandi hugsanir komu stjörnurnar, staðfastar eins og greyptar í stein. Og þegar ég sofnaði loksins fóru þær ekki, þær voru ennþá á sjónhimnu minni. Ég er ekki viss um að ég hafi nokkuð sofið þessu nótt.
En vitundin var mjúk og í kviksyndi hennar rann allt í eitt og næsta dag voru bæði draumar og atburðir næturnar komnir ofan í læsta kistu niðrí kjallara.


Hugsun skaut upp í kollinum:
Á þessum tímapunkti er ekki margt hægt að gera í stöðunni. Nema að drepa þau öll. Og láta mig svo hverfa. Fara á puttunum til Tékklands.
ÉG frem ekki sjálfsmorð, því þetta snýst nú allt um mig. Þessi saga sem ég er sögupersóna í snýst um mig. Ef hugarvíl mín væru í aukahlutverki væri það kannski í lagi. En svo er ekki…
Radiohead hljómar, og ég sit í daufri skímu við skrifborðið og ég skrifa á blað, kannski kveðju:

ER það ekki annars skrýtið með alla landsins menn. Punktur. Jú, það er ansið skrýtið með alla landsins menn. Hugsið ykkur allt skótauið sem landinn þarf að slíta til þess að komast á fullorðinsaldur og þá, meir að segja er þetta aðeins rétt að byrja. Það loðaði við mig í þó nokkurn tíma að fílósófrera dálaglega, það koma dagar þeir í lífi allra sæmilega greindra manneskja að spurningar þær láta mann ekki friði, samanber: hver er tilgangurinn, hver er siðferðisleg ábyrgð mín og bla,bla (HVAR er GUÐ). Jæja þetta bölvaður ósiður og ber að láta að vera eftir fremsta megni. Því þegar maður hver skilur það sem hann sér, þyrstir hann í fróðleik. Slíkur maður skilur meira og meira þar til hann er stans, að dýpstu rótum heimspekinnar er komið og lengra verður ei haldið. Nema með svari. Sem er ekki til, ekkert frekar en þú getur bæði staðið á jörðinni og fylgst með henni ofanfrá.
Það þurfti að moka skít; út með allt draslið. Í staðinn kemur blákaldur sannleikurinn laus frá öllu viðbættu ímyndunarafli. Það er enginn guð til, þú ert hluti af náttúrunni, tölvuforrit geta haldið að þau eigi sér tilvist, þú getur haldið að þú eigir tilvist, maður skilur ekki aðrar skynjanir en sínar eigin, en þær eiga sér samt tilvist, óendalega margar, ólíkt þér. Þú gætir allt eins séð tónlist eða heyrt alheiminn, það slær í takt.

Og so what segi ég og frem sjálfsmorð. Sá hluti af mér sem ég hafði lagt í þetta bréf var núna komin í ruslafötuna.

Hvað hugurinn er æstur. Hver eind í mér sem tilheyrir persónuleika mínum æpir. ÉG hef enga ástæðu til að hafa þessa tilfinningu en ég er andstuttur og líður eins og merkilegasta uppfinning mannkyns bíði handan við hornið, það vanti aðeins herslumunin í huga mér og þá sé yfir hæðina komið. Ekkert annað kemst að, ef ég reyni að hugsa þá hugsa ég í hástöfum og með þremur upphrópunarmerkjum fyrir aftan hverja hugsun. Svo ég hugsa ekkert. Það er þægilegra að sleppa sér bara. En þar sem steypibaðið dynur á berum öxlum mér og tómum hausnum hef ég það á tilfinningunni að fyrir aftan eyðuna sé upphrópunarmerki. Vandinn ristir dýpra ef vanda skal kalla, meir að segja tómið æpir.
!!!
Það var augljóst fyrir áhorfandann hvað er að en hversu mikið sem ég brýt heilann er það algjörlega hulið mér. Jæja ef það er augljóst fyrir áhorfendann þá það, ég set mig í spor áhorfandans. ,,Út af því að ég veit það, GUÐ, ég veit það og ég er ALGJÖRLEGA meðvitaður” öskra ég á baðherbergisloftið og með tómlegu augnaráði glotti ég geðveikilega. Það er best að láta hann ekki fá að vita af neinu. Það var haft eftir mér að ég hafi glott geðveikislega, kannski það, en ég er allavega full meðvitaður um geðveiki mína. Verð sko að hafa stjórn á öllu. Er leikstjórinn fyrir utan líkamana og hef alla þræði á fingrum mér. Og augum mín eru læst bók sem enginn fær skyggnst inn, ekki einu sinni guð, þótt að hann sé ekki til. Því hann er ekki til, eins og ég stend fyrir utan líkama minn og stjórna tilfinningum mínum þá stend ég einnig fyrir utan heiminn og hef alla þræði söguna í hendi mér. Og væntalega er ég æðri guði. (eða hvað?!)
Eitt það fyrsta sem ég fórnaði til að fá algjöra stjórn yfir sjálfum mér var hin formlega hugsun. Ég hugsa ekki svoleiðis. Hún sökk ofan í dimmt hughaf mitt. Svo djúpt er það að meir að segja sjálf röddin kemur frá botninum. Sem er ansi langt í burtu,svo ég tala lítið. Þannig næ ég að gera margt í einu í sjálfum mér, og á sama tíma þróa ég sífelldan heillandi talanda sem virkar eins og sjálfvirkur símsvari, fólk finnst hann viturlegur og þægilegur, það sannar hversu grunnhyggið fólk getur verið. Þar sem ég æðrast yfir guði sleppi ég ekki upphaflega markinu og nota tíman á meðan og reyni að setja mig í spor áhorfandans. Sem er hægara sagt en gert. Ég reyni að setja svoleiðis myndrænt upp, sé sjálfan mig fljúga burt frá umhverfi baðherbergisins, burt frá speglinum þar sem ég glápi nakin á sjálfan mig án þess að sjá sjálfan mig, burt frá djöfulsins skítaholunni sem bærinn minn (minn?!) flokkast undir. Og yfir heiminn sé ég sjálfan mig, myndrænn áhorfandi. Ástandið er nógu slæmt án þess að að þú sért að hlaupa á veggi, ítreka ég fyrir sjálfan mig, þú veist að þú getur ekki bæði verið á jörðunni og fyrir ofan hana, það er frumskilyrði, frumsenda sem þú gefur sjálfum þér. EN allt er fallvalt jafnvel frumsendur, reyni ég dauflega að mótmæla sjálfum mér. Sjáðu segi ég: Og ég sé mynd : Hughaf mitt, þar sem ég reyni að yfirgefa líkaman þá er ég í rauninni að kafa um í hugahafinu , reika um án nokkrar ákveðinnar stefnu. Þú ferð ekki neitt, reyndu að skilja að þú ferð ekki neitt. Þetta má ekki ske aftur að þú sleppir takinu á sjálfum þér. Og viti menn, þegar fyrsti ræðumaður var stigin úr púlti var ég að skella hurðinni fyrir aftan mig og ég fetaði snjóinn í náttmyrkrinu, útí sundlaug held ég klukkan sex að morgni, strangur agi skal haldinn, áætlunin er þétt, það er ekki hægt að segja að ég noti ekki tíman vel því hann verður notast vel, takmarkið er svo skýrt þótt ég sjáið það ekki í svipinn. Svo á meðan að ég þramma yfir skaflanna í sofandi nótinni þá halda hinu margvíslegu hliðar á sjálfum mér pallborðsumræðu um hvernig best skuli á hlutunum höndlað.