Hún lagfærði hárið, ræskti sig og bankaði svo á hurðina með íburðarmiklum dyrahamri. Til dyra kom kona sem hefði getað verið ráðskona úr gamalli bíómynd, í svarta og hvíta dressinu með þetta asnalega höfuðfat, og spurði um erindið.,,Ég heiti Anita Roberts og ég vildi gjarna fá að tala við herra Whittle.”sagði hún með óstyrkri röddu. ,,Og hvað er erindið, með leyfi”spurði fýluleg ráðskonan. ,,Ég myndi heldur vilja segja honum það sjálf.” sagði Anita en röddin hljómaði ákveðin í þetta skiptið. Og þar með gekk hún á fund herra Whittle.
Viku síðar var hún ráðin hjá Whittle hjónunum við að gæta barnana þeirra þriggja og elda mat auk þess sem hún keypti inn og hljóp í margvísleg störf eftir því sem þurfti. Ráðskonan fýlulega, Pauline Ryan, sá um allar hreingerningar svo hún slapp við þær. Fyrir þetta fékk hún svo ágætt kaup og mat og herbergi hjá þeim. Enda hafði aðal ástæðan fyrir því að hún sótti um þetta sú að hana vantaði húsnæði.
Veran hjá Whittle hjónunum var nú ekki sem verst þó að ráðskonan færi hræðilega í taugarnar á henni, hún gerði ekki annað en að gagnrýna störf hennar og tala um að hr.Whittle hefði verið nær að ráða eldri konu en ekki svona krakkahvolp. Anita var nú að verða 26 ára og fannst Pauline vera svolítið hörð að vera að kalla hana krakkahvolp. Hún bölvaði henni í hljóði og vonaði að gamla geitin færi nú að hrökkva uppaf eða fara á elliheimili. En Whittle hjónin voru hinsvegar virkilega vingjarnleg og komu alltaf vel fram við hana.
Hr.Nicholas Whittle átti bílasölu sem gekk mjög vel. Hann var 35 ára og leit afar vel út, Anita fór alltaf hjá sér þegar hann horfði á hana en hún hafði einmitt staðið hann að því oftar en einu sinni fyrstu daganna sem hún dvaldist hjá þeim að horfa á sig lengi í einu en hún hugsaði með sér að hann hefði verið að hugsa um eitthvað og verið með störu. Hún komst ekki hjá því að finna fyrir ótrúlegum kynþokkanum sem hann bjó yfir. Frú Diana Whittle var arkitekt og hafði teiknað margar þekktar byggingar. Hún var alltaf vingjarnleg við Anitu en samt meira eins og það væri skylda hennar að vera það. Nicholas var hins vegar alltaf frjálslegur þegar hann talaði við hana og þau ræddu ýmislegt, bæði alvarlegt og svo á léttari nótunum. Með tímanum fannst henni hún hafa eignast traustan vin. Hún fór með Nick(eins og hún var farin að kalla hann) í bíó, þau fóru í keilu eða bara einfaldlega slöppuðu af heima og spjölluðu um allt milli himins og jarðar. Þá lumaði Nick oft á rauðvínsflösku og fínum ostum sem þau gæddu sér á. Það var einmitt á slíku kvöldi sem Nick trúði henni fyrir leyndarmálinu. Anitu brá mikið í brún. ,,En..en veit Diana þetta?” ,,Nei, Anita. Og hún má ekki vita neitt, ég treysti þér.”sagði hann ákveðinni röddu. ,,Auðvitað geturðu treyst mér, þetta breytir engu í okkar samskiptum.”sagði Anita en var augljóslega ekki búin að jafna sig eftir tíðindin. Svo liðu næstu vikurnar eins og venjulega en Anita og Nick minntust aldrei á leyndarmálið.
Einn stór galli var á Nick, og það var skapið, það gat sérstaklega hlaupið með hann í gönur á morgnanna. En skapið hafði heldur aldrei verið sterkasta hlið Anitu. Einn annasaman mánudagsmorgunn þegar allt var í algjöru stressi, eins og venjulega á mánudagsmorgnum, var Anita að laga egg og bacon en því miður hafði hún gleymt að laga kaffi. Það var alls ekki gott því að Nick gat ekki farið í vinnuna án þess að hafa fengið sér einn kaffibolla. En Nick var svo stressaður að hann fór að skamma Anitu og æpa á hana. Hún reyndi að verja sig en var fljót að snúa vörn í sókn. Þau æptu ýmsar athugasemdir hvort á annað en að lokum varð Anita svo reið að hún æpti ósjálfrátt: ,,HELVÍTIS HOMMINN ÞINN!!!, ÞÉR VÆRI NÆR AÐ SEGJA KONUNNI ÞINNI AÐ ÞÚ ERT SAMKYNHNEIGÐUR!!!” Nick hrökk við og Anita brotnaði niður. Diana stóð í dyrunum fyrir aftan þau með naglaskæri í höndunum og hafði greinilega heyrt það sem fram fór. Hún var með hræðilegan glampa í augunum en hún grét ekki.,,Er þetta satt, Nicholas?”spurði hún stoltri og ákveðinni röddu.,,Ég ætlaði, þú veist ..þetta er svo flókið..” ,,Ég vil bara vita hvort þetta er satt.” sagði hún, en röddin var farin að titra.
Nicholas andvarpaði ,,Já, ég er samkynhneigður.” Nicholas áttaði sig ekkert á því sem gerðist á næstu augnablikum. Anita sat samanhnipruð og hágrátandi út í horni en Diana tók upp naglaskærin sem hún hafði misst af undrun og skar sig fast og ákveðið á púls. Nicholas horfði eins og dáleiddur en gat ekkert gert. En svo hrökk hann upp úr þessari skrýtnu vímu og hringdi í neyðarlínuna á stundinni. Hann og Diana fóru líka á sjúkrahúsið og biðu eftir upplýsingum um líðan hennar. Anita hágrét og bað hann stanslaust fyrirgefningar.Nick strauk henni blíðlega um höfuðið og sagði að það hefði hvort eð er komið að því að hún hefði fengið að vita þetta. Eftir margra tíma bið sem Anitu og Nick fannst hafa getað verið heil öld, kom hjúkrunarkona til þeirra og tilkynnti þeim að Diana myndi lifa þetta af en hún þyrfti að vera í langan tíma á sjúkrahúsi. Þau vörpuðu öndinni léttar og föðmuðust innilega. Þeim var ekki leyft að fara og sjá hana svoleiðis að Nick bauð Anitu heim.,,Hvar eru börnin?”spurði hún ,,Hjá ömmu sinni”.
Þegar þau komu settust þau inní stofuna og fengu sér rauðvínsglas og osta. Anita hjúfraði sig uppað Nick en allt í einu byrjaði hún að kyssa hann blíðlega. Hann mótmælti ekki heldur kyssti hana á móti og svo áttu þau unaðslega nótt saman. Anita rankaði við sér um 10 leitið og horfði á Nick, sofandi og fallegan við hliðina á sér í stóru hjónarúminu.
Hún klæddi sig hljóðlega í fötin og greiddi sítt hárið.
Svo lét hún sig hverfa úr lífi hans.