Uziel hneigði sig í lotningu. Ég horfði á eftir honum hverfa út úr herberginu. Uziel, hann hafði staðið með mér frá upphafi, sannur vinur. En ég vissi að efi barst í brjósti hans, og er það að undra, eftir að hafa verið sendur í útlegð frá heimili sínu í þúsundir ára. Hann var aldrei sá sterkasti, og auðvelt að snúa skoðunum hans, en ég vissi að hann yrði mér hliðhollur áfram, hann var og er og mun alltaf vera sannur vinur.

Ég er Lúsifer, ég var hægri maður þess gamla, þar til ég þoldi ekki lengur við, þoldi ekki hvernig hann fór með mannfólkið, hvernig hann kvaldi þau, og versta af öllu var að þau elskuðu hann fyrir það.
Ég gerði uppreisn, ég tapaði, ég var dæmdur og Undirheimar urði nýtt heimili mitt. En það var ekki nóg, hann þurfti að etja fólkinu gegn mér kenna því að hata mig, óttast mig, nafn mitt og heimili.
Tími hefndar var að koma.
Ég hlustaði á sandkornin falla niður í stundaglasinu, vængja þytur fyrir utan, ég þekkti það. Mikael var enn einu sinni kominn í þeirri von að geta fundið sátt, frið.
Hann var svo einfaldur, hann skildi það ekki, enda hefur hann ekki komið eða litið til mannaheima seinustu þúsund árin, hvernig á hann að vita það.

Ég sat bara í herbergi mínu og beið, árin liðu og seinasta sandkornið féll. Ég greyp sverð mitt, lúðrar bergmáluðu um Undirheima er við risum upp úr djúpinu og tókum stefnuna heim eftir útlegðina.
Ámóti okkur tóku hersveitir himnana, sverð mættust, spjót klufu loftið, stríðsöskur, öskur þjáninga bárust til eyrna.
Vinir mínir féllu allt í kringum mig, ég sá hvar Uziel hneig niður með skurð þvert yfir bringuna. Svo sá ég hann, ég sá þann gamla standa beint fyrir framan mig, knúin af hatri lyfti ég sverði mínu upp og þaut í átt til hans, sverð mitt laust í gegnum loftið með lágum hvin, en ég hjó ekki. Sverðið staðnæmdist fyrir framan þann gamla sem hvarf mér sjónum. Ég snérist um sjálfan mig ringlaður.

Skært ljós blossaði fyrir framan mig og ég fann mig við aldin tréð í hinni fornu Eden.
“Er svona langt síðan þú sast mér við hlið?” bergmálaði rödd þess gamla, “Eða skildirðu það aldrei.”
Ég reyndi að heyra hvaðan röddin barst, en hún var allstaðar.
“Skildi ekki hvað… Hvar ertu?” öskraði ég af bræði.
-“ég var, er og mun alltaf vera,” svaraði hann rólegur “ég er alltaðar, í öllum, jafnvel í þér.”
Ég svaraði engu, stóð um stund og melti þessi orð, svo blossaði hvíta ljósið og ég stóð á vígvellinum og hatrið breytist í heift.
Ef ég get ekki drepið þann gamla, skulu allir hermenn hans deyja.
Svo þaut ég fram vígvöllinn, hjó, skar, stakk, aflimaði og drap alla þá óvini sem ég mætti, andlit mitt þakið og líkami þakið blóði óvina, stóð ég og blóð dripaði af sverði mínu. Ég horfði í kringum mig, ég var umkringdur af hersveit himnana, allir mínir vinir, dánir eða deyjandi. Ég henti sverðinu vonsvikinn frá mér og gekk í burtu í gegnum þvöguna.

Í hundruði ára hef ég gengið eftir götum stórborga mannfólksins, í hundruðir ára hef ég fellt ósýnileg tár þeirra vegna og vegna trúar þeirra á þeim sem þau kalla Drottinn, Guð.
Eftir þessum götum mun ég ganga, einn, snjáður öllum mannlegum tilfinningum þar til tíminn hættir að telja og ekkert lengur er.