Allt í kringum mig rennur ólgandi hraun sem spýtist við og við upp í loftið, fyrir ofan brennur vítiseldurinn og sífellt fleiri sálir bætast í hópinn hérna niður.
Ég er Uziel, ég er fallinn engill.
“Hvaðan hverfur fólkið þessa sýn?” spurði maður sem stóð við hliðiná mér. Hár hans bikarsvart og augu dökk og seiðandi. andlit fölleit, snjáð öllum mennskum tilfinningum. klæddur í gráan rykfrakka. Hann var bar af öðrum, hann var fegurð alls heimsins, morgunn roðinn. Hann hét Lúsifer.
“Hvað blæs þeirri trú í huga fólks að ríki mitt eigi að líta svona út?” spurði hann aftur, ég yppti öxlunum
“Kannski.” svaraði ég eftir stutta þögn “kannski hefur sá gamli gefið þeim þessa sýn til að óttast þig svo það fylgi skipunum hans.”
“Hvernig getur fólkið óttast mig, ef það trúir ekki á mig?”
Við þessu hafði ég ekkert svar.
Það er samt einfalt afhverju helvíti, lítur út eins og það lítur út. umhverfið hér er sprottið úr hugaheim fólksins, sumir, flestir sjá brennandi hraun, kvalir, eld og brennistein, meðan aðrir skynja kulda, ís og snjó úr sömu hlutunum. Þetta er allt afkvæmi mannlegra hugsana.
Lúsifer snérist um hæl og gekk til hýbýla sinna, ég fylgdi fast á eftir. Herbergi hans var hlýlegt, kertaljós prýddu veggina sem voru hvítir á litinn, í einu horninu á herberginu var stórt stundaglas þar sem sandurinn var næstum allur runnin niður. Lúsifer snaraði frakkanum af sér og í ljós komu hvítir vængir sem huldu bak hans, svo gekk hann að stundaglasinu og fylgdist með sandinum falla niður.
“Bráðum” sagði hann svo. “bráðum eru þau þúsundir ára sem sá gamli skikkaði okkur til að vera í undirheimum liðinn, bráðum tökum við yfir.”
Ég svaraði engu, hneigði höfuðið í lotningu og hvarf út um hurðina.

Ég man það eins og það hafi gerst í gær, þegar við gengum fram undir stjórn Lúsifers með það í huga að taka yfir himnana. Við vildum ekki kvalirnar sem sá gamli var að leiða yfir mannfólkið, við vildum heim mannanna eins og hann var í Eden, við vildum endurreisa paradís, ekkert hatur, engin illska, engin kvöl.
En núna, núna veit ég ekki hvort það sé rétt. Kannski var það rétt hjá þeim gamla, fólkið þarf að upplifa þessa sorg, þessar kvalir til að geta metið lífið eftir dauðann.
Hvað sem því skiptir þá stend ég með vini mínum, líkt og ég hef alltaf gert.
Viðkunnaleg rödd kallaði til mín, ég leit aftur fyrir mig og sá hvar Mikael erkiengill stóð, með logandisverð sitt slíðrð, ljósleitt liðað hár sem féll niður á axlir og tær blá augu sem horfðu til manns og dulið bros sem heilsaði manni.

Við gengum saman hlið við hlið líkt og við höfðum gert fyrir löngu, fyrir tíma mannfólksins. Við gegnum að hýbýlum mínum og inn í stofuna þar sem Mikael settist við borð meðan ég sótti te fyrir okkur, svo settist ég andspænis honum.
“Bráðum er tíminn liðinn.” Sagði Mikael og áhyggjur mátti lesa úr andliti hans. “Og ég býst sterklega við því að Lúsifer muni að taka yfir á ný.”
Ég játti því og ég vissi hvert samtalið stefndi. Mikael, var kominn til að reyna að hindra annað stríð, hindra það að þurfa að berjast við vini sína. Við vissum báðir að engar málamiðlanir myndu ganga, bæði Lúsifer og sá gamli stóðu fast á sínum skoðunum. Lengi sátum við og ræddum um þann tíma sem brátt kæmi, og um þá tíma meðan allt lék í lindi. Að lokum kvaddi Mikael og gekk í burtu, ég horfði á hann þenja út vængi sína og hverfa upp í loftið. Næst þegar við hittumst, myndi kannski annar okkar deyja. Ég kveið þeim tíma.

Ár liðu og lokum reis sá tími er síðasta sandkornið féll.
Við söfnuðumst saman þúsundir ofaná þúsundir fallina engla sem risu saman upp úr undirheimum við hljóm hundruði lúðra.
Og á himnum biðu okkar hersveitir himnana.
Sverð skullu saman, spjót klufu loftið stríðsöskur bárust gegnum loftið og enginn í mannaheimum vissi af því, enginn átti nokkurntímann eftir að vita af því.

Ég horfði á hundruði engla falla í dauðann, sumir féllu fyrir minni hendi. Svo sá ég það sem ég óttaðist, hvar Mikael stóð með logandi sverð sitt og spjót gekk í gegnum hann miðjan, ég reyndi að kalla til hans, ég reyndi að komast áfram, en gat það ekki. Sársauki gekk yfir bringuna á mér og ég leit niður og sá hvar blóð vætlaði út, sjón mín varð móðukennd og ég hætti að heyra, sá aðeins fleiri og fleiri falla í dauðann. Mér varð litið til hliðar þar sem ég sá Lúsifer hlaupa með með sverð á lofti og reiði skein úr andliti hans, hann hljóp á móti þeim gamla, sverð klufu loftið.
Ég lokaði augunum og opnaði þau aldrei aftur.