“Hvar er ég?”
Ég opnaði augun og spurði sjálfan mig, “ Hvað var þetta?” síðan snéri ég mér á hina hliðina, lokaði augunum og hugsaði ekki meira um þetta. Ákvað og samþykkti með sjálfum mér að þetta hefði bara verið hugsunin í svefnrofum. Gat þó ekki neitað því að þetta hafði verið óhugnanlega raunverulegt, hvað svo sem það var.
Ég hugsaði oft til þessa atviks og fannst ég hafa verið grunnur að sjá þetta ekki strax. Auðvitað var það ekkert rangt af mér, ég sé það núna, en það hættulegasta við hugsun er spurningin “hvað ef”. Trúið mér, ég veit það.
Þetta gleymdist skömmu eftir að þetta gerðist þótt að ég rifjaði það upp á síðkvöldum þegar það endurtók sig en hvað gat ég gert? Leitað mér hjálpar? Það er ekki til neitt sem læknar svona nema einn hlutur og það vita allir hver sá hlutur er, ég þarf ekki að segja það hér. Ég óttaðist það í fyrstu, vandist því síðan og núna er það eins og vinur minn. Besti og eini vinur minn sem að skilur mig til fulls. Hann mun leysa öll mín vandamál og lætur mér líða vel þegar ég hugsa um hann.
Fyrsta nóttin sem að ég áttaði mig á því hvað var að gerast, var ég næstum því dáinn. Hjartað barði í rifbeinin af slíku ógnarafli að ég hélt að það hefði fengið sjálfstæða hugsun og væri að reyna að sleppa úr þessari prísund, sem var ég. Ég hefði óskað þess að það hefði verið þannig, og örlög mín hefðu komið á þeirri stundu, en svo reyndist ekki. Ég byrjaði að falla ofan í svarthol, botnlaust og kalt, þar sem raddir reyndu að grípa í mig frá öllum hliðum, utanfrá sem innan. Ég öskraði upp yfir mig. “Hvað hefur gerst?” Ég var hræddur sem lítið barn og hafði aldrei upplifað svo sterkar tilfinningar. Tilfinningar sem að settu ör á þann hluta af mér sem ekk ier hægt að greina með auga né öðrum skynfærum. Breytti mér, eyddi mér og endurskapaði. Ég var orðinn nýr maður. Nei. Ég var ég aftur.

Þegar ég var lítill lenti ég slysi. Ég var í sundkennslu í skólanum mínum og hafði ekki áhyggjur af neinu sem fram fór fyrir augum mínum. Ekkert skipti máli nema ég. Og ég var ekki einn um þessa skoðun. Allir krakkar voru eins og ég og verða alltaf eins og ég. Munurinn er einhver en því sem næst ógreinanlegur. Vegna þess að ég var eins og aðrir þá kenndi ég mér um þetta í langan tíma, eða þar til ég kom aftur.
Ég var að leika mér að synda kafsund, eins og hinir gerðu, þar til að ég kom að gljáandi rimlakassa á botninum sem að ég vissi ekki hvað gerði á þeim tíma, og mér var sama. Mér er í rauninni sama enn þann dag í dag, þótt að ég er þeim upplýsingunum vitrari. En ég ákvað í forvitni minni, sem óx á nokkrum sekúndum andstætt persónuleika mínum, að athuga hvað ég kæmi mörgum puttum á milli. Járn hefur einhvern veginn þann eiginleika að komast á milli putta, þótt að það er ekki nokkur leið að ná því af sér, eins og með hringa. Fimm mínútum síðar lá ég á sundlaugarbakkanum með fimmtugan mann, Hákon að nafni, upp í munninum á mér. Ég þakkaði honum fyrir seinna meir, þó að ég vandaði honum ekki ókvæðisorðin á þessari stundu. Ég átti honum lífið að launa, en hvort það var mitt líf eða annars vissi ég ekki.

Ég er í vinnunni, þannig að framhald verður í betra tómi…