Hvert sinn er himinn grét og regnið lamdi óreglulegum, sefandi takti á rúðuna hjá mér, í hvert sinn sem sólin braust gegnum þykka skýja bakkana og sendi geisla sína gegnum tómarúm alheimsins heim til mín. Í hvert sinn sem vindur blés gegnum loftið frá stöðum sem ég vissi ekki af og hristi greinarnar á trjánum sem virtust lifan við.
Í hvert sinn sem snjórinn féll niður og lagði jörðina varlega undir hvítan feld. Þá sat ég einn og horfði gegnum gluggan, horfði á lífið sem blómstraði nokkrum metrum frá mér og ég gat ekki tekið þátt, ég sat í skugganum, hamlaður. Ég horfði gegnum gluggann, hjartað barðist um. Þungum slögum í brjósti mér. Hve mikið ég vildi að ég gæti hreyft mig, staðið upp eins og önnur börn og stokkið um í sólinni, dansað í gegnum rigninguna og velt mér um í snjónum.
En ég gat það ekki.
Á þeim dögum sem mér leið hvað verst, á þeim dögum þegar sólin skein úti en hugur minn var myrkur sem dimmasta nótt. Þá lokaði ég augunum og steig yfir landamæri raunveruleikans. Steig inn í heim þar sem ég var það sem ég vildi vera.
Og ég hóf upp sverð mitt sem glampaði móti sólinni og starði upp í opið gin drekans sem æddi að mér, eldtúngurnar sleiktu jörðina allt í kringum mig, en ég óttaðist eigi. Ég klauf loftið með sverðinu, sjá skráp drekans klofna og hann falla niður hreyfina lausann, ég gekk fram hjá honum eins og sönn hetja og frelsaði þorpsbúa undan margra alda ánauð og er dagar töldu fram og ég reið um á hesti mínum gegnum ríkið endilangt sem að lokum varð mitt er ég gekk að eiga prinsessuna.
Og svo yfir landamæri raunveruleikans á vit nýrra ævintýra.
Byssukúlur klufu loftið allt í kringum mig, köld nóttin lág yfir jörðinni í frakklandi, Sprengjur sem sprungu með föstu milli bili, lýstu upp himinn í fjarlægð. Ég lág við jörðinna, hjálmurinn sat fast á höfði mínu og riffill í hendi. Augu mín beindust til hliðar þar sem vinur minn sat og kinkaði kolli til mín. Við rukum á fætur, og hlupum yfir vígvöllinn móti öskrandi kúlum og dynjandi sprengjum. Við hlupum móti dauðanum, jörðin lituð rauð undir fótum okkar, menn veinuðu og gáfu frá sér sinn seinasta andrátt allt í kringum okkar, og áfram hlupum við með það eitt í huga að enda stríðið. Að minnsta kosti eiga þátt í því.
Og það gerðum við.
Landamærin eru rofin enn á ný og stjörnur næturinnar eru ekki jafnfjarlægar er ég þýt gegnum óravegalengdir alheimsins rétt undir hraða ljósins.
Fremst sit ég, við stjórnborðann á risastóru, gráu og glæsilegu geimskipi. Gegnum sólkerfi sem enginn maður hefur komið í áður, yfir vetrabrautir, framhjá þúsundum sóla.
Í eilífri leit að svarinu, í eilífri leit til að svala þeirri þörf mannsins að vita allt, skylja allt.
Og hægt og rólega byggjast nýjar plánetur því ég fann þær og mannkynið á ekki lengur heima á jörðinni heldur byggir heimili sín á þúsundum pláneta gegnum allan alheiminn.
Landamæri raunveruleikans rísa er ég horfi á ný út um gluggann og augun renna til himins og ég bölva drottni í huga mér, “Hví þurftir þú að gefa mér þetta líf, því er ég fangi í eigin líkama. Afhverju.”
Og aldrei fæ ég svar. Ég ligg bara í rúminu mínu, óhæfur til að hreyfa mig, og dey hægt og rólega.
Og sá dagur kemur, sá dagur mun loksins koma að ég mun fá frelsi mitt aftur, að ég mun hlaupa um eins og önnur börn. Frelsi mitt býr í dauðanum.