Tito steig upp í vélina, flugfreyjan brosti framan í Tito og bauð hann velkominn. Tito elskaði að fljúga, það var eitthvað við það, svo þægilegt og heillandi við það að vera í stálfugli sem getur tekið mann frá einu landi til annars. Hann gekk inn ganginn ,,vá hvað það eru margir í þessu flugi“ hugsaði hann með sér. Hann gekk meðfram ganginn og leit á allt fólkið í flugvélinni, karlar, konur, krakkar og gamlingjar allir að ferðast í þessu flugi. Tito brosti, hann gekk áfram að sætaröð 18A. Tito fékk sæti við gluggann og var hæstánægður með það. Hann leit á sætaröð 18B, þar var ung kona með stutt svart hár. Andlit hennar var lítið, barnalegt en samt fallegt. Hún var ljósbláum hlýrabol og bláum gallabuxum.
,,Fyrirgefðu mig, ég skal færa mig” sagði stúlkan þegar hún sá að hún var fyrir manninum.
,,Allt í lagi“ svaraði Tito vingjarnlega. Hann settist við hlið hennar og leit út um gluggann. Starfsmenn flugvallarins voru allir að vinna við að koma Boing þotunni af stað, frá Heathrow í London til O´Sheare vallarins í Boston.
,,Hæ, Tito, Tito Gomez” sagði Tito við ungu stúlkuna.
,,Angel Lived heiti ég“ sagði Angel og leit á manninn við hlið hans. Hann var hvítur með skollitað hár og langt andlit, hann hafði demantsrauð augu sem voru varin af hringlóttum gleraugum.
,,Fallegt nafn Angel. Sjaldgæft býst ég við” sagði Tito sem var augljóslega hrifinn af stúlkunni.
,,Já það er það“ svaraði Angel.

Tito opnaði augun. Hann hafði sofnað þegar stutt var liðið af ferðinni. Það var eitthvað sem var ekki rétt við andrúmsloftið. Eitthvað sem fyllti óhug um allan líkama Tito. Hann þorði ekki að skima í kringum sig við hræðslu, en hann vissi ekki hvað. Það var þetta andrúmsloft, hann fékk þessa tilfinningu. Ótrúlega hræðilega tilfinningu. Hann starði á sætisbakið í hálfa sekúndu frá því að hann opnaði augun, en sneri sér svo hægt í hina áttina. Þar var enginn. Hræðsla og angist fór um allan líkamann og andardrátturinn jókst. Hann leit snöggt á hina hliðina, gluggahliðina, vélin var ennþá í loftinu, ekkert nema sjórinn fyrir neðan hann, dökkur sjórinn í húmi næturs. Það höfðu ekki liðið nema fáeinar sekúndur frá því að hann hafði vaknað. Hann vissi að hann yrði að rannsaka málið. Hann gat ekki bara setið og gert ekki neitt. Hann rétt lyfti sér úr stólnum til að líta framar í vélina. Enginn. Hann snéri höfðinu við. Enginn. Tito hafði varla gert sér grein fyrir því að nánast ekkert ljós var í vélinni. Tito hugsaði með sér að öskra á flugfreyju en hann kom ekki upp orði. Hvað hafði skeð? Tito leitaði að kjarki til að hreyfa sig, hann færði sig í næsta sæti þar sem fallega Angel hafði setið. Nú fann Tito meiri kjark í sér, hann færði sig í næsta sæti. Nú sá hann betur um alla flugvélina en það var hræðileg sýn. Það var enginn í flugvélina, bara hljóðið fyrir utan. Tito stóð upp, hann tók þá ákvörðun að fara fremst í vélina og skoða stýriklefann, einhver hlyti að stýra flugvélinni. Hægt og rólega mjakaði Tito sér áfram. Eitt skref í einu. Hann var kominn að sætaröð 10, svo 9, 8, 7, 6. Ennþá enginn í sætunum. 5, 4, 3, 2 og svo loksins einn. Framundan var hurðinn að stjórnklefanum. Tito tók í handfangið sneri ofurhægt, ýtti hurðinni upp, leit inn í klefann. Hann sá tvö sæti en enga í sætunum, hann sá tvö stýri en engar hendur á stýrunum, samt sveifluðus þau til og frá. Tito gekk lengra inn, það var enginn. Allar þær hugsanir sem fóru í gegnum huga Tito eru of langar til að koma þeim hérna. Of margar spurningar, of margar pælingar. Tito ákvað nú að fara aftast í flugvélina, hann opnaði hurðina aftur, leit fram í vélina og sá eitthvað!

Í miðju flugvélarinnar, milli sætanna var maður sitjandi á stól. Stóllinn var tréstóll, eins einfaldur og hann gat verið, fjórir fætur, bak og seta. Maðurinn hinsvegar sat með bogið bak og leit niður, hann var í frakka utan yfir sig og stóra hettu. Tito var ráðalaus, hvað átti hann að gera. Honum langaði að tala við hann en ennþá gat hann ekki komið upp orði, fæturnir byrjuðu að ganga án þess að spurja Tito. Hann gekk áfram án hans vilja, hann gekk áfram þar til hann var kominn einn metra frá manninum. Maðurinn leit upp og Tito opnaði munninn, en ekkert orð kom. Þetta var ekki maður, þetta var Angel. Hún leit á hann með ásökunaraugum en slakaði síðan á og brosti. Svo opnaði hún munninn og sagði:
,,Ég hef valið þig, Tito Gomez. Veistu hvað ég tala um?”
Tito gat ekki komið upp orði heldur hristi bara hausinn.
,,Ég hef réttara sagt valið þína sál. Þín sál er ein af þeim fáu í þessum jarðneska heimi sem getur tekið við annari sál. Þín sál á eftir að gegna mikilvægu hlutverki í eyðileggingu alheims. Þín sál er mín. Þín sál tekur við minni. Ég er djöfullinn, og mín sál mun færast í þína sál og saman munum við eyðileggja jörðina. Þetta mun verða þitt hlutverk, þú getur ekki flúist það. Þetta verður erfiðis vinna en launin eftir á munu verða nógu góð. Saman munum við ríkja helvíti, jörð og himni!"
<B>Azure The Fat Monkey</B>