Hér kemur næsti kafli. Ég er að dúlla mér við að búa til sögu þar sem notaður er mjög mismunandi formtegundir, sbr. bréfformið á innganginum og skýrsluformið á þessum hluta. Mig langar samt að taa það fram, áður en ég fæ gagnrýni fyrir það, að ég kann ekkert fyrir mér í latínu so…please forgive me that!

I

Sjáðu fyrir þér endalausar sléttur himinhvolfa. Geimþokur svífa þar um eins og laufblöð í vindi, sólkerfi þjóta um á skelfilegum hraða inní er að því virðist eilíft myrkur. Sjáður fyrir þér eina fastastjörnu. Hún er langt frá því að vera stór, eiginlega frekar lítil. Um þessa fastastjörnu ganga nokkrar reikistjörnur, eigum við að segja um átta.

Eina af þessum reikistjörnum er að mestu blá, en einnig má greina nokkra græna og brúna fleti á henni. Þessi reikistjarna er þriðja frá sólu. Í lofthjúpi þessarar reikistjörnu er nokkuð mikið um hvítan loftmassa, sem samanstendur aðallega af krystölluðu vatni. Við skulum kalla þessa hluti ský.

Á þessari bláu, grænu og brúnu plánetu mun rannsókn á samskiptum kynjanna fara fram. Tilraunadýr okkar, tegund sem kallast Homo, býr þar í milljarðatali. Þessi tegund er reyndar enn frekar óþróuð, til að mynda eru aðein tvö kyn. Karlkyn, Homo Erectus, og kvenkyn, Homo Diabolus. En er til að mynda ekki komið fram samkyn, en slíkt er þó farið að þróast meðal tegundarinnar, en lýsir sér aðallega í hneigð. Tvíkyn þekkist nokkurn veginn ekki og yfirleitt, ef slíkir einstaklingar fæðast, er þeim breytt yfir í annað hvort fyrrnefnt kyn.

Á einu af þessum grænu og brúnu svæðum; en þar eru helstu byggðarsvæði Homo, þar sem tegundin getur enn ekki lifað án súrefnis; búa tveir ólíkir einstaklingar á mjög litlu, afmörkuðu svæði og vita ekkert af rannsókn þessari. Þessir einstaklingar eru af sínu kyni hvort.

Tilraunadýr A, Homo Erectus, er tiltölulega einfaldur að skapgerð, eins og er algengt með einstaklinga af hans kyni. Hann er algerlega ófær um að hugsa um sjálfan sig og enn hefur heilabú hans ekki náð það miklum þroska að hann geti hugsað um fleiri atriði en eitt í einu. Tæki, eins og sjónvarp, leikir, eins og knattspyrna, eiga hug hans allan. Líkami hans er sterkbyggður og hentar vel til alls kyns erfiðisvinnu. Honum þykir best að leysa sín vandamál með krafti handa sinna. Kynið er gríðarlega keppnisgjörn og ver sitt svæði, ekki ólíkt Canis Lupus.

Tilraunadýr B, Homo Diabolus, er mun flóknari að skapgerð. Geysilega sjáfstætt kyn en sækir mjög í Homo Erectus. Líklegasta útskýringin á því er sú að Homo Diabolus notar Homo Erectus, til undaneldis og uppihalds. Í staðinn elur Homo Diabolus Homo Erectus afkvæmi. Kynið er einnig mjög fjölhæft og virðist geta sinnt mörgum hlutverkum í einu, en hefur ekki sama keppnisskap og hefur litla þörf á að verja eitthvað afmarkað svæði, minnir um margt á Felis Domesticus.