Þegar ég vaknaði fann ég hvernig sólin skein á tærnar á mér, sem stóðu undan sænginni. Tærnar voru löngu vaknaðar og þær vissu ekki að ég væri komin út úr draumaheiminum. Ég heyrði að þær voru að spjalla saman, mér til mikillar undrunnar,ég hafði enga hugmynd um að tærnar lifðu sjálfstæðu lífi á meðan ég hvarf á vit draumanna. Þær voru að tala um mig! Ég heyrði að þær sögðu að ég væri ótrúleg svefnpurka og það væri óþolandi að ég gæti ekki ákveðið mig hvernig ég ætlaði að liggja. Vá hvað ég var pirruð út í þær en ákvað samt að láta ekki á mér kræla og hlusta aðeins lengur. Litla táin á hægri fæti sagði: “ Ég hélt að ég myndi deyja um daginn þegar frökenin fór út að skokka, ekki búin að gera það svo árum skiptir og svo fór hún í einhverja þá ömurlegustu íþróttaskó sem ég hef á ævi minni verið í og þeir algjörlega krömdu mig þó svo að hún væri ekki einu sinni byrjuð að skokka. Svo þegar hún lufsaðist af stað þá hélt ég að líf mitt tæki enda.” “ Mér fannst skórnir nú allt í lagi en henni að detta í hug að setja fyrst naglalakk á okkur og svo var það ekki einu sinni orðið þurrt þegar hún fór í sokkanna.” sagði þá stóra táin á vinstri fæti. Ég fann hvað ég var gröm út í tærnar á mér þó svo að ég væri enn mjög hissa á því að ég hefði talandi tær þá varð gremjan yfirsterkari og það sem verra var að þær höfðu nokkuð til síns máls, oj bara. Mig langaði að höggva þær af!
Stóra táin á hægri fæti sagði: “ Munið þið þegar hún kom með bláókunnugann mann heim og hann sleikti okkur, hann var ekki bara andfúll, nei hann var líka perralegur í framan.”
Táin við hlið hennar: “ Mér finnst nú líka að hún mætti baða okkur oftar, við erum í lokuðum skóm allann daginn og hún baðar okkur endrum og eins. Ég hef nú alltaf verið talin frekar hugguleg tá en nú bara skítug illa lyktandi tá, snökt. Eftir að hún fór úr foreldrahúsum þá bara hefur hún engann áhuga á að líta vel út eða vera bara hrein yfir höfuð.”
Litla táin á vinstri fæti: “ Hún er bara alltaf á einhverju fylleríi, með nýjan og nýjan gæja og er skít sama um allt, nema þegar hún tekur sig til og ætlar að gera eitthvað uppbyggjandi eins og skokka og þá á hún ekki einu sinni skó sem passa.”
Stóra táin á hægri fæti leit í átt að stingandi augnarráði mínu og ég sá að hún hvítnaði upp og hvíslaði: “ ó nei hún er vöknuð!”
ÉG VAR BRJÁlUÐ!!! Ég þrammaði fram í eldhús og náði í buffhamar og byrjaði að berja tærnar á mér: “ææææ ó ó ó ó ” þetta var of vont fyrir mig, kannski best væri bara að taka þessu eins og mannesja áður en væri hætt að geta gengið og hugsa kannski um að fara aðeins að taka til í lífi mínu. Ég vissi að þetta var allt satt sem tærnar mínar sögðu, ég var búin að bjóða líkama mínum upp á ýmisslegt og ekki langaði mig að heyra magan í mér, tennurnar eða hvað þá heldur heilagri likamsparta tala. Ég ákvað að snú blaðinu við og bjóða breytingum í bæinn. Úff, breytingar fela víst í sér framkvæmd, jæja best þá bara að halda áfram að klúðra lífinu. Næstu nótt heyrði ég í gegnum draumanna að eyrun á mér voru að segja: “ Hún skilur ekki að það er miklu erfiðara að klúðra en breyta.”