Það var ósköp venjulegur  mánudagur og ég var að ferðast með strætó á leiðinni úr vinnunni þegar ég sá hana, fallegustu stelpu sem ég hef legið augum á, hún var með svart sítt slétt hár sem lá og faldi eitt augað, hún var með lítið fíngert nef og sterka kjálkalínu, og djúp græn augu sem var hægt að sökkva sér í og gleraugu sem mynduðu fullkomna simmetríu á andlitinu. Ég vissi að þetta var stelpa sem ég vildi kynnast og þekkja, ég fylgdist með henni allan tíman og dáðist að þessu fallega andliti á meðan hún las í bók. Ég var svo upptekinn að henni að ég missti af stoppinu mínu, en mér var sama því mig langaði að þessi stund myndi endast endalaust. En svo stóð hún upp og gerði sig reiðubúna að fara út þannig ég ákvað í einhverri ástarvillu að elta hana.
 Ég gekk á eftir henni og fylgdist með henni úr fjarska þangað til að við enduðum niður við sjóinn hjá bryggjuhverfinu, hún fór inn í lítinn veiðikofa sem stóð út á einni bryggjunni. Ég ákvað að bíða bara fyrst að ég var búinn að leggja það á mig að elta hana hingað og ég fann hvernig allur líkami minn togaðist að henni.  Ég gat ekki streist á móti, ég þurfti bara að kynnast henni.
Það var byrjað að koma myrkur og ég leit á klukkuna og sá að það var mjög áliðið og strætó var hættur að ganga, ég ákvað að fá mér hálf étna samloku sem ég átti eftir úr vinnunni.. þegar ég var búinn með samlokuna byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu. Ég þurfti að nota töskuna mína sem regnhlíf.
Ég ákvað að nú væri komið nóg, að ég fengi ekki annað tækifæri til þess að kynnast drauma dísinni minni en að fara einfaldlega og banka upp á.  Á leið minni að dyrunum fann ég hvernig hjartað sló hraðar og lófarnir urðu loðnir af svita. Ég var kominn um metra frá dyrunum þegar það sló niður eldingu og hressti mig almennilega við, ég var núna orðinn örlítið hræddur því ég hræðist eldingar og hef gert alveg frá því ég var krakki.
Ég bankaði á dyrnar en enginn kom til dyra, eftir smá bið bankaði ég aftur nema í þetta skipti opnaðist hurðin af sjálfu sér, ég kallaði inn en fékk ekkert svar, þannig ég ýtti hægt upp hurðinni og það brakaði í henni eins og í gömlum sumarbústað.
Það sem ég sá þegar inn var komið var ekki fallegt, veggirnir voru útataðir í hillum sem troðnar voru af krukkum sem voru fylltar með einhverskonar vökva og dauðum smádýrum eins og rottum og froskum og mér sýndist ég sjá chihuahua hund, en á meðan ég stóð þarna gapandi af hryllingi skall hurðin fyrir aftan mig og ég kiptist upp og snéri mér við og sá fyrir aftan mig hrikalega ljóta gamla kerlingu með stórt viðbjóðslegt nef og lyktin var eins og af rotnandi lík og brenndum saur blandað saman. Það var það síðasta sem ég man áður en ég vaknaði hér heima hjá þér, sem köttur að tala við þig, þótt þú skiljir ekki orð af því sem ég segi, en þú ferð allavega mjög vel með mig.
Ég reyni að vita meira í dag en ég gerði í gær.