Dagur 1 af dagbókarskrifum.

Ég man ekki eftir mömmu eða pabba, ég sé bara að allir hinir krakkarnir eiga foreldra, það er það eina sem ég get notað til að draga þá ályktun að ég hafi átt foreldra. Ég man ekki eftir að hafa verið lítill strákur, allavega ekki eins og krakkarnir sem ég sé á leikskólum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað ég er gamall en miðað við stærð í samanburði við aðra myndi ég halda að ég væri svona 12 ára kannski 11.
Mig langar mjög að finna foreldra mína og á meðan ég held áfram að ráfa götur berlín held ég að einn daginn eigi þau eftir að sjá mig og fagna því að fá mig aftur, það er allavega það sem ég vona. Ég þekki ekki neitt annað líf en að vera heimilislaus og hafa ekkert milli handanna, ég er orðin fjölskyldumeðlimur í hópi útigangsmanna og þau eru hið besta fólk, elska mann skilyrðislaust, þau segja mér sögur af því að einn félagi þeirra hafi fundið mig meðvitundarlausan á götunni, hann dó degi síðar úr lungnabólgu þannig að ég fékk ekki að kynnast honum, en hann skildi eftir þessi stílabók handa mér, hún var tóm í langan tíma þangað til að ég ákvað að nota hana sem dagbók.

Dagur 4 af dagbókarskrifum

Ég ákvað að spyrjast meira fyrir um manninn sem bjargaði mér. Þau segja að hann hafi verið virtur verkfræðingur áður en að hann missti allt. og því meira sem þau tala um hann því meira langar mér að hann væri ennþá á lífi, hann var víst einstakur maður og hann lagði rosalega mikið í vinnu sína, hann var greinilega hálfgerður fullkomnunarsinni. hann vann víst hjá einhverju bíla fyrirtæki. Það var einn maður að bætast í hópinn okkar, ég ætla spjalla við hann og heyri hvort hann hafi einhverjar skemmtilegar sögur.

Dagur 5 af dagbókarskrifum

Maðurinn sem bættist í hópinn þekkti náungann sem fann mig og segist vita hvar hann átti heima, við ætlum að kíkja þangað á morgun. ég er rosalega spenntur því ég hef aldrei komið í þetta hverfi þar sem hann á heima.

Dagur 6 af dagbókarskrifum

Við fórum heim til hans nema þar var hurðin opin og allar rúður brotnar, þetta var mjög greinilega yfirgefið heimili þannig ég og sá sem var að sýna mér þetta ákváðum að kíkja inn. þetta var greinilega gömul manneskja sem átti heima hérna því öll innréttingin og öll teppin voru í rosalega gömlum stíl og maður fann það líka á lyktinni. ég sá strax á skenk í forstofunni myndaramma með mynd af hjónum, maðurinn sem var með mér benti á rammann og sagði að þetta væri maðurinn sem fann mig. við fórum inn og kölluðum "halló" en fengum ekkert svar, þannig að við gengum inn og það brakaði í gólfinu, ég sá að við enda gangsins  herbergi þar sem dauf gul birta barst í gegnum rifu á hurðinni. ég ákvað að skoða það betur, ég kom inn og þar blasti við mér furðuleg sjón, allir veggir voru þakktir í pappírum með teikningum og útskýringamyndum af vélmenni sem lítur út eins og strákur, og ekki bara einhver strákur heldur ég. Það var þá sem allt small saman, ég er ekki alvöru strákur ég er vélmenni og hann var minn skapari.
Ég reyni að vita meira í dag en ég gerði í gær.