Víkur nú sögunni heim að Ríkabæ. Ríkibær er stórt og glæsilegt herrasetur. Herra Einráður, stórbóndinn í Ráðríkusveit, hafði látið byggja setrið handa sér og fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum þegar hann flutti í sveitina frá borginni.
Fyrst hafði hann látið byggja herrasetrið eitt og sér, en svo stækkuðu þær Gunna og Ebba, dætur hans, svo fljótt að hann ákvað að byggja tvær nýjar álmur, sína hvoru megin við Ríkabæ handa þeim.
Gunna lá, á maganum, uppí rúmi og flétti letilega í tískutímariti. Hún hafði enn einu sinni fengið leiðakast og hún hafði hótaði pabba sínum því að strjúka burt frá öllu saman, henni leiddist og hún hafði ekkert að gera. Hún var uppreisnargjörn.

,,Ég losna aldrei héðan nema eitthvað stórkostlegt gerist” hugsaði Gunna. Hún hafði lengi hugsað með sér að heppilegast væri ef einhver stórkostlegur draumaprins kæmi og svipti henni með sér og saman mundu þau eignast nýtt glæsisetur. Þar gæti hún svo gert það sem hana langaði til, án þess að spyrja pabba gamla. En það var nú bara ekki svo auðvelt því að úrvalið af ógiftum draumaprinsum var ekki gott í sveitinni.
Hún settist upp og velti fyrir sér möguleikunum. Það voru ekki nema tveir piparsveinar í Ráðríkusveit og hvorugur þeirra var beint sá biðill sem Gunna vildi því að þeir voru báðir aðeins of gamlir.
Hann Gaui var næstum hundrað og Lúlli langbrók var örugglega næstum því líka hundrað, þetta voru gamlir karlar. Gunna stóð upp og ákvað að fara yfir í álmuna hennar Ebbu og ræða þetta við hana.
,,Ebba er svo jarðbundin og ráðagóð þó hún sé nokkrum árum yngri en ég” hugsaði Gunna þegar hún yfirgaf híbýli sín.

Ebba sat í rauðklæddum hægindastól við gluggann í handavinnuskreyttri setustofunni sinni og nýtti sér dagsljósið til að sauma. Hún var að sauma í fjórðu myndina sína á þessu ári. Ebba stefndi að því að klára þessa mynd fyrir jólin til að geta gefið föður sínum eina í jólagjöf og Gunnu eina en sjálfri sér ætlaði hún þá þriðju, afi og amma hennar áttu að fá fjórðu myndina sem hún var að klára. Hún heyrði hundinn á bænum gelta og leit út, þarna kom Gunna systir hennar labbandi og virtist hún í þungum þönkum. Ebba stóð upp, lagði saumana á borðið og gekk fram. Hún brosti með sjálfri sér þegar henni varð hugsað til hamagangsins um morguninn, þá hafði Gunna hótað að fara að heiman.

,,Ekki í fyrsta sinn sem hún hótar þessu” hugsaði Ebba.
,,Og ekki í það síðasta heldur ef ég þekki hana systur mína rétt” sagði hún við sjálfa sig og kímdi. Hún opnaði dyrnar og velti fyrir hvaða erindi Gunna ætti við sig. Systurnar heilsuðust þegar Ebba hafði opnað hurðina.
,,Hæ Ebba, má ég trufla þig, má ég koma smástund inn? Mig langar nefnilega til að tala aðeins við þig” sagði hún og brosti til litlu systur sinnar.
,,Auðvitað máttu koma inn” sagði Ebba glaðlega og opnaði upp á gátt.
,,Komdu upp í fataherbergi, ég þarf að skipta um föt fyrir matinn” sagði hún svo. Þær fóru upp og Gunna bar upp erindið. Hún sagði Ebbu frá því að sig langaði að giftast svo hún kæmist burt frá ráðríki föður þeirra, sem þó var ekkert meira en hjá öðrum. Ebba hló þegar Gunna hafði talað smástund um piparsveinana tvo, þá Gauja gamla og Lúlla langbrók.
,,Já en Gunna þó þú gleymir alveg þeim albesta, ríkasta og eftirsóttasta í Ráðríkusveit, jafnvel í allri sýslunni og þó víðar væri leitað” sagði Ebba hlæjandi. Gunna glennti upp augun og spurði hver það gæti nú verið, hún var viss um að sér hefði ekki yfirsést neitt í þessu efni.

,,Jú auðvitað hann Jesper á Snauðustöðum” sagði Ebba og hló aftur. Gunna starði með opinn munninn á Ebbu, hún hafði ekki hugsað til sveitalúðans.
,,Já en hann er svo vitlaus og lúðalegur, svo kann hann heldur ekkert og er aldrei innan um annað fólk” sagði Gunna og gretti sig framan í Ebbu.
,,Hann var að eignast Snauðustaði því foreldrar hans eru bæði nýfarin yfir móðuna miklu. Auðvitað hefur hann líka fengið öll þau húsdýr sem þau áttu, nú og vélakost” sagði Ebba hlæjandi. Gunna velti þessu fyrir sér og hugsaði að kannski væri þetta alls ekki svo vitlaust eftir allt saman, kannski var þetta það sem hún hafði beðið eftir. Hún kvaddi systur sína, fór út og gekk hugsandi upp á hæðina á bak við Ríkabæ og horfði út í Ráðríkusveit. Þarna í fjarska sá hún glitta í Snýtukot, sveitabæinn sem hún Skjóna gamla átti.
,,Kannski ég ætti að skreppa til hennar Skjónu gömlu og forvitnast aðeins um sveitalúðann hjá henni, hún veit allt um alla í sveitinni” hugsaði Gunna og gekk af stað í áttina að Snýtukoti.

Framhald seinna.