ég gekk niður götuna með innbyggðan ótta. Ég vissi ekki hvað ég var hræddur við en eitthvað var það. Ég hraðaði alltaf ferðinni meir og meir þar til ég var eiginlega byrjaður að hlaupa. Ég vissi ekkert bara það að það var eitthvað sem yfirbugaði allan minn kjark í að vera á sama staðnum. Kanski voru þetta einkenni þess að ég hafði útúrspíttað mig áður. Nei hélt ekki, þetta var eitthvað annað.

Ég vaknaði daginn eftir, heima hjá mér. Vissi ekkjert um gærdaginn né hinn. Ég hálfnötraði, það höfðu ekki liðið nema 15 tímar síðan ég fékk mér síðast. Ég stóð á fætur og leitaði af pening. Ég varð…
Ég fann engann pening inni hjá mér svo ég gekk framm hljóðlega og leitaði af veski, ég vissi að þetta voru ekki mínir peningar. En ég varð…
Ég fann veski móður minnar og í því voru 15.þúsund krónur. Ég hugsaði með mér \“himmneskt\”.
Ég gekk afstað niður laugarveginn og upp Bankastrætið. Þar bjó hann. Sá sem seldi mér flóttan. Flóttan frá tilverunni. Ég hafði heyrt um nýtt lyf og áhvað að prófa. Það var kallað \“heilabrjótur\”
(lsd). Ég átti nóg fyrir því núna og áhvað að breyta til frá hassinu og spíttinu. Ég gekk inn um nöturlegu dyrnar og heilsaði. Hann sat þarna og spurði í ógnvægilegum tón \“hvað viltu! ég sagði: ég vil Heilabrjót…
Hann stóð upp og fór ofaní læsta skúffu. Tók upp poka með töflum í og spurði: hve margar. Ég sagðist vilja 4. Hann rétti mér þær og ég lét hann fá peninginn, Alltíeinu grípur hann um handlegginn á mér og spyr: Ertu viss? þú ert svo ungur.. Ég sagði: já ég er öruggur. Ég kann á þetta. Í raun hafði ég aldrei testað svona sterkt áður, hélt að 4 væru ágætt til að byrja með. Ég gekk út og gleypti þær.
Hálftíma síðar vissi ég ekkjert. Ég stóð á miðju lækjartorgi. Og þrammaði eitthvert.Dagurinn leið án þess að ég vissi nokkuð. Ég var kominn heim og vissi að ég þyrfti að redda mér pening fyrir morgundeginum.

Klukkan var 4 um nóttina er það var brotið upp hurðina mína. Maður í jakkafötum gekk inn. Hann spurði hver ég væri. Ég sagði til
nafns. Þá benti hann 5 lögreglu mönnum á að handtaka mig. Hann sagði. Kristinn H. Villhjálmsson þú ert ákærður fyrir morð á hendur
saklausrar konu. Þér er gert hér með ljóst að allt sem þú segjir getur verið notað gegn þér. Þú hefur rétt á að þegja.
Mér var mjög brugðið við þetta. Morð á konu. NEI!. Það gat ekki verið. Ég seildist eftir fötunum sem ég var í í gær. En fann þau hvergi.

DAGURINN EFTIR
Ég gekk þungu höfði inn í réttarsalinn. Mér hafði verið gert ljóst um að ég hafði beinlínis slátrað 60 ára gamallri konu. Tekið hana höndum, og gengið með henni í húsarsund. Ég hafði á öfgafullan hátt stungið hana 30 sinnum í andlit og brjóst. Tekið veski hennar og hlupist á brott. Það voru sannanir. Fingraför mín á hnífnum og blóðug föt sem ég hafði hent í ruslatunnu mína. En það vantaði mig. Ég man ekki eftir þessu…
Þetta gæti hafa verið satt. En samt man ég ekki. Ég fann hvernig hjartað sló einsog trommutaktur í hraðspólun. Hvert einasta högg varð dýpra og dýpra og hraðaði óðum. Ég sá allt hægt. Á meðan saksóknarinn og lögfræðingur minn börðust um sekt og sakleisi. hugsaði ég um konuna sem dó. Ég hafði heyrt í salnum og sá fólkið sem sat saksóknar megin. Hún átti fjölskyldu. 4 börn og barnabörn. Hún átti líka eiginmann.
Ég var fundinn sekur. Og fékk á mig 25 ára dóm. Ég fann hvernig lífið hrundi meðan ég heyrði úskurðinn 25 ár og von um að losna eftir minnst 19 ár. Þetta hafði verið öfgafyllsta morð íslandsögunar á dögum \”siðmennsku\"
Dómarinn ávarpaði mig svo og sagði. Þú hefur nú brotið alvarlega af þér. Það alvarlega að þetta er ófyrirgefanlegt.Ég dæmdi þig hæsta dómi,sem hægt var að dæma. Ef mér væri mögulegt að dæma hærra myndi ég gjöra það.! Lögreglumenn: Takið þennan skratta.!
Ég fann til í hjartanu. Þetta var ekki ég sem gerði þetta. Eða það held ég ekki. Ég fann allavega ekki til sektarkenndar.
Þetta var ómögulegt. Ég hafði verið sakfelldur án miskunar og ég mundi ekki eftir að hafa framið verknaðinn. Samt bendu allar
sannanir að þetta hafi verið ég.

2 ár í fangelsi.
Mér líður einsog ég sé fastur í helvíti. Helvítið skiptist í tvo hluti, endalausa hugsun um, afhverju,hvernig og afhverju ég man ekki eftir þessu
hinn parturinn er frelsisskortur. Fastur á hótel helvíti hér og á 23 löng ár eftir. Þegar ég losna tekur við væntanlegt ævilangt atvinnuleysi.
og allt lífið farið.

3.ár í fangelsi
Ég hef áhveðið að binda enda á þetta alltsaman. lífið er ekki einsog það á að vera. Ég fór útaf brautinni og vil þetta ekki lengur. Bless veröld

ENDIR!!!