Hetjan Kvöldið tók yfir daginn, dimm nóttin nálgaðist hratt, Þau gengu sama frá leikhúsinu, héldust hönd í hönd, bros lék um andlit beggja, ánægð með lífið og þá stöðu sem þau höfðu unnið sig í.
Vandræði heimsins, kvöl og hatur voru langt frá hugsun þeirra og augnarblikið var þeirra til að eiga að eilífu og þau nutu þess, nutu ástarinnar.
En ekkert var byggt eða skapað til að endast.
Þegar þau stungu sér inn í dimmt húsasundið rétt frá heimili sínu í leit að styttri leið heim, mættu þau ungum manni með byssu. Andlit unga mannsins var tómt, illa farið, tilfinningarlaust.
Hann hótaði þeim dauða, öllu illu ef þau myndu ekki láta hann fá allt verðmætt. Og á þeirri sekúntu, á milli sekúnta verða hetjur til, hann neitaði unga piltnum um það sem hann vildi. Og í algjörri þögn og augnarbliks hiki hjá unga manninum lýstist umhverfið upp og snöggt á eftir fylgi skothvellur mikill. Kúlan klauf loftið, stefni á hljóðhraða að henni. Hetjur eru til. Ofurmenni. Hann stökk fyrir kúluna, skeytti ekki um eigið líf. Augnarblikið fraus í huga hans og hann beið eftir að kúlan myndi þjóta gegnum hold og vöðva, eftir að blóð myndi streyma út og hann myndi mæta dauða sínum. En það gerðist ekki. Kúlan hrökk af brjóst kassa hans og eina sem kom var far í skyrtuna. Hann stóð og horfði undrandi í kringum sig, hann fann að hann var eitthvað meira. Hann afvopnaði unga piltinn, kyssti ástina sína bless og þaut með piltinn til lögreglu á hraða eldingar.
Og þarna stóð hann fyrir utan lögreglustöðina meðvitaður um sjálfan sig, meðvitaður um krafta sína. Spyrnti sér frá jörðinni og klauf himinn, líkt og þota, fet fyrir fet þar til borgin fyrir neðan hann var aðeins depill.
Hann sveif þar um og hlustaði á hvert hljóð sem þaðan kom, sá hvern hlut, hverja manneskju.
Hátt skerandi öskur á hjálp barst honum til eyrna, rétt utan við borgina og niður steypti hann sér, eina sem sást var rák í himninum.
Hann kom að þjóðveginum þar sem ung kona stóð út í vegkantinum við bíl sinn, á götunni voru bremsuför sem lágu út í vatn. Hann steypti ofaní vatnið og dró upp bíl, bílstjórinn sat við stýrið meðvitundarlaus en með lífsmarki.
Hetjan greyp bílstjórann og áður en unga daman var búin að átta sig á hvað gerðist var bílstjórinn kominn undir læknis hendur.
Og alla nóttina flaug, sveif, þaut hetjan um borgina og hjálpaði þeim sem minna máttu sín. Og nóttin hverfur fyrir geislum sólar og nýr morgun rís. Undarleg tilfinning rennur gegnum hetjan þegar hann horfir til sólarinnar og óskyljanlegt afl dregur hann að ljósinu, og þangað þýtur hann eins þar til hann hverfur inn í skært ljósið.
Og í algjörri þögn og augnarbliks hiki hjá unga manninum lýstist umhverfið upp og snöggt á eftir fylgi skothvellur mikill. Kúlan klauf loftið, stefni á hljóðhraða að henni. Hetjur eru til. Ofurmenni. Hann stökk fyrir kúluna, skeytti ekki um eigið líf. Augnarblikið fraus í huga hans og hann beið eftir að kúlan myndi þjóta gegnum hold og vöðva, eftir að blóð myndi streyma út og hann myndi mæta dauða sínum. Og það gerðist.
Hátt grátur og öskur á hjálp bergmála um hverfið þegar ungi pilturinn hleypur á brott með morð á samviskunni.
Hetjan liggur í faðimi ástar sinnar og blóð veitlar úr brjósti hans, líf hans fjarar út.
Hann fórnaði lífi sínu fyrir hana, og hann mun alltaf lifa í minningu hennar, sem hetja.