Jæja.

Fólk vill nú fara að lífga örlítið upp á þetta litla horn okkar á huga. Ég var að hugsa, um daginn hvað það væri nú gott ef ég hefði mér einhvern innan handar, einhvern til að stjórna þessu áhugamáli með mér, þá yrði nú lífið mun einfaldara heldur en áður hefur verið. Auðveldara yrði þá að uppfæra “smásögur” og lesendur yrðu ánægðari. Einnig vantar eitthvað nýtt blóð, held ég. Ég er orðinn allt of latur við að uppfæra síðuna, og hef lítið gert síðan fyrir jól.(!)

Svo, að nú auglýsi ég eftir einhverjum/einhverri sem hefði kasske áhuga á að sækja um umsjónarstöðu hér á “smásögur”.

Annars, einhverjar hugmyndir um hvernig mætti lífga örlítið upp á áhugamálið?

Kærar kveðjur…
Daedalus