Ég er að skrifa sögu og ég ætla að sýna ykkur 1. kafla, bara svona til að sjá viðbrögðin. Sagan heitir Skóli lífsins.

1. Kafli

Það var undarlega kalt í veðri. Þögnin var mikil og dúnalogn. Kyrrð lá yfir öllum. Þeir örfáu sem voru á sveimi virtust mállausir. Unglingur gekk á móti mér með heyrnartólin í eyrunum hlustandi á nýbylgjurokk af besta tagi. Það var ekkert skrýtið að svona fáir væru á ferli, enda klukkan bara hálf átta og engin á búðarrölti svona snemma morguns. Verslanirnar hér á Laugarveginum opnuðu ekki fyrr en í kringum tíu. Flestir eru líklegast á leið í vinnu eða skóla. Nema þeir sem eru þá atvinnulausir eða ennþá ungir, í skóla lífsins, sofandi til hádegis, á vappi útum allan bæ allan daginn allt árið um kring. “ Það er byrjað að vetra” sagði ég með sjálfum mér samt án þess að nokkur heyrði. Ég gekk framhjá Stjórnarráðinu og áfram í átt að Ingólfstorgi. Ég átti að hitta einn af vinum mínum, en báðir voru við einir bestu nemendum skólans sem hafði engan skólastjóra. Já, ég viðurkenni það. Ég er letingi. Við erum báðir letingjar. Ég og Binni. Ég horfðu beint af augum, og hvað haldiði, þar sá ég Binna með pylsu í einni hendinni og kók í gleri í hinni. Hann kallaði með fullan munninn: “ Blessaður Raggi.” Ég svaraði : “Blessaður. Morgunverðurinn?” sagði ég og kinkaði kollinum í átt að pylsunni . “Ætli það ekki” svaraði hann á móti nokkuð dapur í bragði, eins og það væri vani sem honum langaði að venja sig af.

Endilega segiði álit ykkar og svo mun ég birta alla söguna í framtíðinni þegar hún verður fullkláruð.