Hlutirnir fara að breytast…, ég finn það í loftinu. Það bragðast öðruvísi en áður, rétt eins og litirnir hafa breyst og gítarinn minn hljómar öðruvísi. Allt er breytingum háð sagði maðurinn. Í mínu lífi er er mitt líf gersamlega óháð breytingum og hefur verið öll þau fimmtán ár sem ég hef lifað. Sömu grænu veggirnir í herbergi mínu hafa umhverft mig síðan ég fæddist. Ég sef enn í sama rúminu og sömu myndirnar hanga á veggnum. En nú fer allt að breytast… andrúmsloftið er breytast, búa sig undir nýtt líf.
Miðað við eilífðina. Ég er næmur fyrir sögunni, næmari fyrir óendaleikanum en margur annar. Stór þunglammaleg stofan sem hírist bakvið þykk rykfallin gluggatjöld sem hleypa aðeins smávegins rauðleitir birtu í gegnum sig er staður sem ég upplifa í. Umkringdur háum bókahillum sem svigna undann miklu, rykföllnu bókasafni. Þar hef ég ferðast vítt um heiminn og utan hans. Og í gegnum tímann. Og þess sem ekki er til. Ó hve gaman mér þykir að lesa söguna, allt. Heimspekina. Það þykir mér áhugavert að fá að verða vitni að, kunna skil á öllu því sem hefur leitt okkur hingað, afhverju, hversvegna og hvar. Kannski vegna þess að líf mitt utan bókann er svo óáhugavert.
Mig grunar marga ekki skilja, ekki einu sinn reyna að skilja, hversu mikilfenglegt allt er, að skynja ekki tímann og samhengi tilveru sinnar. Þeir eru bara, bara til þessa að vera. En þetta finn ég, þetta er allt hérna uppi. Í íhugun á öllum sköpuðum og ósköpuðum hlutum hef ég kannski upplifað meira en hinu reynslumestu öldungar. Samt ekki. Líf mitt hefur verið einn rútína þau fáu ár sem ég hef lifað. Lifað því sem ég kalla líf og hef stúderað mikið en gleymi mínu eigin. Þegar ég lít upp úr bókunum og sé vald mitt til þess velja, að vera lifandi, þá skelfist ég og sekk mér aftur ofan í lærdóm.
Lengi vel virti ég fyrir mér austurlenska speki. Það gekk alllt upp sem þar er sagt. Ég heillaðist og tileinkaði mér margt sem ég enn nýt í dag. EN aldrie þorði ég að iðka hana, í það minnsta ekki skipulega, því hversu mikið sem ég vildi finna sjálfan mig þá hræddist ég það þó því um meira.
Ég lifi því í hálfgerðum draumi en þó harðákveðinn að láta til mín taka seinna meir, á því skal ekki standa. Saurblaðið fyrir aftan seinustu blaðsíðu mannkynsögubókanna sem ég hef lesið, skal tileinkað mér þegar að því kemur. ÉG hef séð hvernig heimurinn hefur sífellt umbylst, trekk í trekk , til góðs eða ills og kann því góð skil og er ekki hræddur við notfæra mér það sem í mér býr öllum til heilla, ég skal breyta ásýnd okkar á heiminn. Mér sem er meinilla við að skipta um sængurver.
Ég hef aðeins lifað einu lífu, ef ég hef lifað önnur líf þá er minni mitt sem stjórna mér alveg búin að gleyma því. Aðeins eitt líf sem varað hefur nú í fimmtán ár og er algjörlega einangrað inn í einverjum líkama, þessi ungi neisti fastur innan í jarðneskum moldarlíkama, fangi hans og hans hugaróra. Frá mínum sjónarhóli er ég miðja alheimsins, það gerir mig að mér, þetta er ákveðin skilgreining sem ég komist að en mitt vandamál er að alheimurinn sem ég er miðjan í nær vanalega ekki lengra en út að útveggjum þessa húss og kannski smávegins ókunnulegt umhverfi næsta nágrennis. EF ég hefði aldrei lesið né kynnt mér neitt þá væri þetta allt. Þetta væri mér allt, ég efaðist um tilvist utanlífsins og myndi bara standa einn í einhverju húsi með ósköp lítið líf í fanginu og sturlaður yfir því að geta ekki skilið. En ég hef lesið og kynnt mér. Og samt sem áður er þetta mér allt, það litla sem “ég” næ yfir. Ég stend einn og held mér dauðtaki í húsgögnin með þetta litla líf í fanginu og er sturlaður yfir því að geta ekki skilið. En hins vegar þá veit ég um ýmislegt. ÉG hef aðeins eitt líf sem er innan þessa veggja og fær ekki að reyna en mörgþúsund líf hafið borist mér á herðar, alla mannsins reynslu hef ég fengið að sjá og hef teygað eins og þyrstur maður, það að sjá í það minnsta, kemur örlítið til móts við það að fá ekki að upplifa.
En vandamálið er að ég get ekki tekið allan vafa af því að þetta sé raunverulegt. Vissulega eru stafir í bók óraunverulegir hlutir að lýsa raunverulegum hlutum. EN hversu raunveruleg er reynsla mín. Því í allra raunasta þá veit ég aðeins eitt fyrir víst og það eru húsgögnin sem geyma mig, allt hitt sem ég sé ekki heldur les aðeins um verð ég því miður að trúa blint. Ó hve mikil var angist mín þegar ég gerði mér grein fyrir að sögusvið Hringadróttinarsögu, sagan sem var mér svo hjartfólgin og ég hafði lesið svo margoft allt um og elskað að stúdera og pælt í þeirri veröld sem stóð mér næst allra veralda í endalausum lestratíma mínum undir lampaskerminum við stórastólinn, þegar ég gerði mér grein fyrir að ég myndi aldrei til hennar ná, hún væri mér algjörlega forboðin, öll hennar tilvist gagnvart mér var bundin í bleki á pappír og engu öðru. Hvar er veröldin sem ég finn í bókunum. Er hún þarna úti? Veröldin sem ég þóttist tilheyra og vildi taka til hendinni í, þeirri veröld til góðs, hvar er hún. Nei kannski ekki það, frekar er óvissa mín fólgin í því að vita ekki hver hún er frekar en hvar.
Ég er enginn fangi, það má ekki miskilja, ég lifi og hrærist eins og önnur íslensk eðal börn í minni barna veröld. Með vini og grunnskólan og allt það. EN ég hafði fundið gimsteinn umfram flesta jafnaldra mína. Það tækifæri að fá að þekkja allt. EN veröldin sem umkringdi mig sem ólesið ungabarn og kannski ofvita ungling er enþá sú sama og hefur ekkert breyst, ekkert þanist út. Og sál mín er kannski enþá barn því hún hræðist það að yfirgefa þessa bernskuveröld, þorir ekki að sjá hvað heimurinn hefur upp á að bjóða. Því þetta er allt sem sál mín þekkir. Og sál mín er ekki hugur minn og hefur því ekki skynsemi og hegðar sér því eftir eðlisávísunni einni saman og áskapar mér þannig miklar kvalir. Hún þekkir ekkert annað en þennan þrönga heim og hefur ekki ástæðu til á trúa á annann. Því þessi heimur hefur umkringt oss frá upphafi og engar aðrar minningar á ég en frá honum.
Með þeirri nýsprotnu vitund minn sem inn í mér býr hata ég þessa tilveru, en hin vitund mín sem býr einnig inn í mér og hefur gert frá upphafi elskar hana. Hún elskar þessa gömlu veggi sem hana umkringja og rykugar flísarnar, hún elskar rykfallin gluggatjöldin sem skýla henni og rykfallnar bækurnar sem hún les í elskuðum rykföllnum stólnum vitandi af rykföllnum foreldrum sínum handan við hornið, af öllum rykföllnum hlutum elskaði þessi vitund þau langmest.
En breytingar liggja í loftinu… ég finn það svo greinilega, mun meira upp á síðkastið. Og kannski eru lang mestu teikni um fyrirhugaðar breytingar í huga mínum.
ÉG hef aðeins lifað einu lífi, bráðum stekk ég í annað, er það hægt? Ég þekki aðeins einn hlut og það er þetta líf. En hvernig veit ég þá af einhverju örðu. Tími ég að missa allt, það eina sem ég veit fyrir víst.
Það gildir einu því ef ég ætla að gera eitthvað einhverntíma þá er tækifærið bráðum að fara að koma. Og þá er að hrökkva eða stökkva. ÉG hef mikla fyrirætlanir, sem ég ráðlagði í deyfð minni og draumamóki, það var alltaf áætlunin að láta að þeim verða, ekkert annað kom til greina. Og nú er komið að því, það er erfiðara en það sýndist. Einhverntímann hlýt ég að verða að koma hlutunum í verk, skiptir ekki máli hvenær heldur hvort ég hafi kjark til þess þegar á hólminn er komið en ég hef aðeins eitt tækifæri. Svo núna geri ég það. Ég veit það. Ég hef verið í undirbúningi fyrir þessi hamskipti allt mitt líf, þetta hefur verið langt mörghundruð mílna hlaup og ég má ekki gugna núna á síðustu metrunum. En málið er bara að fyrst ég þekki ekkert annað, því þá fórna öllu sem ég þekki fyrir óvissuna? Mér má ekki skjátlast.

Innsiglað bréf Guðmund Andra Pétursonar til sjálf sín
10. maí