RÉTTLÆTI

Kögursel 17, 109 Reykjavík. Lítið hvítt hús með háu risi, bílskúr og litlum, einföldum garði. Bakgarðurinn snýr móti litlu leiksvæði með sandkassa, rólum og stórum leikkastala þar sem krakkarnir voru vanir að safnast saman eftir kvöldmat og stunda hina ýsmu leiki. Hann var eitt sinn einn þessara krakka en það voru mörg ár síðan. Nú var hann kominn aftur til að leysa gamla flækju í tilveru sinni. Hann hringdi dyrabjöllunni og beið.
Dyrnar opnuðust og miðaldra kona með sítt dökkt hár svaraði dyrunum. „Já?“ spurði hún, ekki allvingjarnlega.
„Góðan dag.“ svaraði hann með bros á vör. „Er nokkur sjéns á að fá að tala við hann Elías?“
„Elías?“ spurði hún á móti með grunsemdarsvip í augunum. „Hver ert þú annars?“
„Ég heiti Bergur. Ég er vinur hans Ella. Mætti ég aðeins fá að ræða við hann?“
„Jú, ætli það svosem ekki,“ sagði konan og bakkaði inn eftir forganginum. Hann nýtti sér tækifærið og virti spegilmynd sína fyrir sér í glugganum við hliðina á dyrunum. Hann stóð, ungur maður, næstum tvítugur, snoðhærður með fíngerð gleraugu í þykkri svartri kragapeysu, gráleytum gallabuxum og stórum grábrúnum frakka. Hann heyrði kall fram úr herbergi sem hann man að var bæði eldhús, borðstofa og sjónvarpsherbergi, allt í sama stóra parketlagða salnum.
Hann heyrði dyr á efri hæðinni opnast og of-hátt styllt þungarokkstónlist barst niður með kallinu: „Hvað?“
Því kalli var svarað með: „Það er einhver vinur þinn að spyrj’ um þig!“
Þá slokknaði tónlistin og aftur var kallað: „Hvað?“
Þung stuna, svo: „ÞAÐ ER EINHVER VINUR ÞINN AÐ SPYRJ’ UM ÞIG!!!“
Röddin að ofan færðist nær: „Ókei! Ókei! Þú þarft ekkert að öskra!“
Konan galaði: „Hvernig áttu annars að heyra orð af því sem ég segi!“
„Æ, þegiðu.“
Bitur þögn. Í forganginn steig ungur maður sennilega að verða nítján ára, með svartan hárlubba, klæddur í hvíta peysu og gallabuxur. Hann staldrar við í ganginum og virðir gestinn fyrir sér. Hann þekkir gestinn ekki en gengur hægt að honum með tortryggnissvip. „Hæ,“ segir hann.
„Blessaður,“ segir gesturinn. „Þú ert Elías Fannar Hjaltason, ekki satt?“
Elías kinkar kolli, enn mjög órólegur. „Jú…“
„Ég heiti Bergur, þú þekktir einu sinni dreng sem ber sama nafn, frá því þú varst sirka sex til tíu ára. Rámar þig eitthvað í þetta?“
Elías verður enn tortryggari. „Uhh… dáldið… af hverju?“
„Hann hét Bergur, var í bekk með þér í Seljaskóla í gegnum fyrsta til fimmta bekk en flutti svo. Mannstu hvert samband þitt var við þennan dreng?“
Elías brosir út í annað, af óróleika frekar en ánægju. „Já, hann var vinur minn.“
„Skrítið,“ sagði Bergur. „Hann sagði eitthvað um að þú hefðir lagt hann í einelti og eitthvað, að þú hafir stundum lamið hann á leið heim úr skólanum af nánast engri ástæðu, að þú hafir svikið hann við næstum hvert einasta tækifæri og að þú hafir platað hann með í búðarhnupl sem hann sér enn eftir daginn í dag.“ Bergur var orðinn illur á svip.
Elías varð enn tortryggnari á svip. Röddin hans titraði vægt þegar hann sagði: „Já, reyndar. En ég var nú bara krakki þá.“
Bergur brosti og sagði: „Einmitt, bara krakkakjáni sem vissi ekki betur. Það tilheyrir hvort eð er fortíðinni. En segðu mér nú, því hann Bergur bað mig að spyrja þig, sérð þú eftir því hvernig þú komst fram við hann?“
Elías brosti dálítið við og sagði: „Já, dáldið. En ég var nú bara krakki þannig að ég kenni sjálfum mér ekkert um.“
Bergur brosti enn meir við þessu svari. „Hvað svo,“ sagði hann, „ef ég segði þér að Bergur hefði framið sjálfsmorð fyrir þremur árum síðan?“
Elíasi var brugðið en svaraði að lokum: „Hvað? Hvað á ég að segja? Ertu að segja að það sé mér að kenna að hann sé dauður?“
Bergur hristi höfuðið og brosti vingjarnlega. „Nei, nei, Auðvitað ekki! Eins og þú sagðir, þá varstu bara krakki og vissir ekki að Bergur myndi senda mér lista af fólki sem hann taldi að hefði stuðlað að geðveiki hans og endanlegu sjálfsvígi og beðið mig um að spyrja þetta fólk um álit þess á málinu.“
Elías gapti af undrun og ætlaði að skella á gestinn en Bergur stakk fætinum í dyragættina og ruddist inn í forganginn. Hann greip Elías kverktaki og skellti honum í vegginn. Elías öskraði: „ERTU BRJÁLAÐUR MAÐUR!!? ERTU AÐ RÁÐAST Á MIG!!? ERTU -“ en hann komst ekki lengra með yfirheyrslu sínu um andlegt eðli Bergs því hann orgaði af sársauka þegar hnífur á lengd við hálfan handlegginn sinn stakkst aftan í hann í gegnum vinstra lungað. Blóð frussaði úr líkama hans og málaði hvítan vegginn í rauðum blettum. Bergur sleppti hálsinum á honum og dró hnífinn úr sárinu. Elías féll af veggnum og lak eftir gólfinu, æjandi af kvöl og pínu. Bergur stóð yfir honum og virti fyrir sér verksummerkin.
Svo sagði hann: „Hann Bergur sem dó úr óréttlátri kvöl og reis aftur upp af reiði, bað mig að skila kvölinni til ykkar. Nú munt þú deyja hægum og angistarfullum dauða sem þú áttir ekki skilinn. Alveg eins og ég gerði þegar þú kvaldir mig í barnæsku.“
Hann slíðraði sverðið undir frakkanum og tók fram litla stílablokk og penna og strikaði yfir nafn á löngum lista. Svo leit hann aftur á Elías þar sem hann engdist af sársauka með tárin í augunum. Svo skirpti hann á hið tilvonandi lík.

Þegar lögreglan var loksins búin að handsama Berg var hann búinn að kveikja í öllu Flúðaselinu og fannst á stolnum bíl í átt að Bústaðahverfinu. Hann var læstur inni á Kleppi og situr þar inni enn og bætir fleiri nöfnum við listann sinn.