Sama hversu ólíklegt eða heimskulegt það er.
Sama hversu ótrúlegt eða barnalegt.
sama hversu skrítið eða venjulegt.
minnsta villa í tíma og rúmi getur haft afleiðingar sem enginn sá fyrir. Tortíminngu alheimsins vegna steins sem var færður gegn áður settum reglum og ákvörðunum alheimsins, og kveðjuverkun hefst, eitt leiðir af öður og skyndilega er ekkert.
en þetta gerist ekki., þetta mun ekki gerast, því það eru verur, verur sem lifa á einum stað. Í upphafinu, í endanum, þar sem allir tíma punktar og allt rúm alheimsins rennur í eitt.
Verurnar sjá hvert sekúntubrot, hverja mögulega afleiðingu verknaðar og í hvert sinn sem villa kemur upp í kerfi alheimsins, koma þær og leiðrétta villuna. Og stundum koma verurnar og ýta einhverju í verknað, eitthvað sem verður að vera en hefði ekki orðið.
Þetta eru verður tíma og rúms
Þær eru, voru og verða alltaf

Sagan hefst þó í ósköp venjulegu herbergi ungs jarðarbúa sem situr fyrir framan tölvuna sína á kafi í leik fullum af blóði og innyflum, augun einbeitt og samhæfingar augna og handa ótrúleg.
Hann heitir Sigurður, kallaður Siggi, ósköp venjulegur, hæfilega jafðbundinn drengur að nálgast tvítugt sem gengur vel í skóla og stefnir á eðlisfræði í háskólanum.
Venjulegur drengur með einkennilega framtíð.
Það er laugardags nótt og morguninn nálgast hratt, sólin er að rísa úr djúpinu inn í nýjan dag. Lítil fluga hamrar á gluggann í leit að frelsi, þrívíddarpersóna hoppar og hleypur fram og til baka á tölvuskjánum í leit að lífi, vopnum og óvinum til að drepa.
Og svo stoppar allt, persónan á tölvuskjánum frýs, flugan stoppar svífandi í loftinu en vængirnir alveg kyrrir, sekúntur hætta að telja.
“Djöfullinn” segir Siggi upphátt við sjálfan sig og reynir að endurræsa tölvuna en ekkert gerist, hann stendur upp og teygir úr sér eftir margra klukkustunda setu. Hann gengur fram ómeðvitaður um veruna sem stendur fyrir aftan hann. Siggi lítur í kringum sig, það eru öll ljós slökkt, nema inn í eldhúsi, han ngengur þangað og þar situr veran á stól og horfir á hann, Andlit hennar falið í skugganum sem fellur af dökkgrænni hettu sem tengist skikkju sem fellur af herðunum, fötin eru eins og horft sé á allann alheiminn.
Siggi frýs, segir ekkert, sýnir engin við brögð. Hjartað hamrar í brjósi hans og óttinn rís, það ríkir fullkomin þögn í smá stund.
“Ég heit Destar.” segir veran djúpri röddu “Þú átt að koma með mér.”
Siggi horfir á Destar og svo verður allt svart fyrir augunum á honum.

Siggir opnar augun og hugsar um einkennilega drauminn sem hann dreymdi, hann sest upp og lítur í kringum sig, herbergið er æpandi hvítt og engin hurð er sjáanleg. Hann stekkur á fætur og áttar sig á að þetta var alls enginn draumur.
Hann gengur hratt að einum veggnum og leitar óttaðslegin að hurð.
“Þú finnur enga hurð þarna.” segir rödd fyrir aftan hann og hann snýr sér við og sér Destar.
“Róaðu þig, það er margt sem ég þarf að segja þér.”
Siggi bakkar aftur á bak upp að veggnum en í stað þess að lenda á veggnum dettur hann aftur á bak, hann stekkur á fætur og sér að hann er staddur í stórum sal sem er eins og hrafnstinna á litinn, hann horfir í kringum sig og sér til hliðar stóra hurð út úr salnum. Hann lítur til Destar sem stendur nokkrum metrum frá honum og tekur svo á sprett í átt að hurðinni, hurðin nálgast, og nálgast, en svo sér hann eitthvað koma úr skugganum hjá hurðinni og það er Destar, Siggi stoppar, hjartað hamast sem aldrei fyrr, andráttur hans verður hraður og allt verður svart.
Siggi opnar augun og stekkur á fætur, hann er staddur á litlum platta sem svífur svo hátt að ekki sést til botns, og yfir honum svífa sólir, svarthol, stjörnur, vetrabrautir og stjörnuþokur. og gangandi á loftinu sjálfu kemur Destar rólega í átt að honum og stoppar nokkra metra í burtu.
“Sigurður.” segir Destar “Ég mun ekki skaða þig á nokkurn hátt, aðeins tala við þig.”
“Hvernig á ég að geta treyst því.”
“Treystu því bara.” svarar Destar og gengur að plattanum. Skyndilega sitja þeir við borð á kaffihúsinu sem Siggi var vanur að fara á, enginn er þar inni nema þeir og út um gluggan má aðeins sjá endalaust myrkur.
“Hvað… hvað viltu mér.” stamar Siggi út úr sér og horfir á bolla formgerast á borðinu.
“Segja þér, hvar þú er, og hvað þetta er.” segir Destar eftir smá þögn, og heldur svo áfram og segir Sigga frá öllu, vörðum tíam og rúms, jafnvægi og reglum alheimsins, öllu.
Siggi situr og hlustar á þetta, meðtekur hvert orð, hvern staf, allt greypað inn í huga hans
Svo að frá sögninni lokinni hverfur kaffihúsið í móðu og þeir standa á bjargsbrún og horfa inn í kolsvarta eilífðina.
“Sá og sjá.” segir Destar “Upphafið!”
og lítill blossi myndast í myrkrinu langt í burtu og hann hverfur strax og stuttu síðar kemur risastór blossi og hvítt ljós sem þekur allt og blindar Sigga, og með ljósinu kemur skjálfti sem hefði getað lagt hvaða hús, hvað borg sem er í rúst.
Ljósið hverfur og Siggi lítur aftur upp og sér þúsundir lítilla agna, gastegunda þjóta frá þeim stað sem ljósið hafði komið.
Siggi og Destar standa á jörðinni, en í stað blóma og trjá og borga er glóandi hraun sem rennur um allt, storknað berg og fjöll sem spúa eldi og brennisteini.
“Afhverju ertu að sýna mér þetta?” spyr Siggi furðulostinn yfir því sem hann hefur heyrt og séð.
“Þú munt vita það.” var svarað, “Þú kemst af því.”
og í þeirri andbrá horfir Siggi á tövluskjáinn sinn og flugan heldur á að hamra á gluggan og aftur eru sekúntur taldar.
Hann situr furðulostinn yfir þeim stað sem hann var á, hugsandi um hann, staðráðinn í að finna hann einn daginn.

Destar gengur að bjargbrún og horfir inn í myrkrið.
“Markmiði mínu er lokið.” segir hann.
“Og gekk það sem skyldi?” svaraði rödd úr myrkrinu
“Eins og ég man það,” svarar Destar og tekur hettuna af sér og andlit Sigurðar kemur í ljós, 20 árum eldri.
“Hann, ég mun finna þennan stað!”