Hér kemur annar hluti

II

Vetur líður hægt og rólega inn í vor. Dagarnir þjóta hjá enda hver öðrum líkir, virkir dagar og helgar sem allar virðast eins en taka lit með komu vorsins. Grámi hversdagsins og venjuleiki fá á sig undarlegan blæ en samt sem áður er Ása rauði þráðurinn í gegnum dagana. Stundum kemur fyrir að ég sjái hana ekkert nokkra daga í röð en svo allt í einu er ég heppinn og sé hana nokkrum sinnum sama daginn.

Það er ekki langt liðið á mars og ég ákveð að hringja í vinnuna og tilkynna mig veikan. Er ekki alveg nógu vel upplagður til að sitja í átta klukkutíma fyrir framan tölvuskjá og vasareikni. Til hvers að vera að pína sig fyrir slíkt? Nei, ég er frekar heima og hlusta áa góða tónlist eða les einhverja bók.

Ég er því ekkert að flýta mér. Tek því rólega við morgunmatinn og les morgunblöðin gaumgæfilega. Fer svo í sturtu og þvæ mér vel. Rölti síðan inn í svefnherbergi og klæði mig í bómullaríþróttagalla. Ég er samt alls enginn íþróttamaður en mér finnst aftur á móti mjög þægilegt að vera í léttum en góðum klæðnaði heima, einhverja hluta vegna eru íþróttagallr alveg sniðnir fyrir slíkt. Ég læt Adagio í geislaspilarann og geng að bókaskápnum. Ég á nokkuð ágætt safn bóka og raða því, líkt og geilsadiskasafninu mínu, upp í stafrófsröð, svona rétt til að auðvelda leit í því. Ég tek fram Glæp og refsingu, það er langt síðan ég las þá bók síðast.

Þegar klukkan er farin að slá ellefu er dyrabjöllunni hringt hjá mér. Ég heyri einhvern umgang frammi á gangi og fer fram að útidyrum. Ég opna hurðina og stend agndofa þegar ég sé hver stendur frammi. Ása. Í gráum náttbuxum og hvítum bol, hann er næstum gegnsær og með sæng vafða um sig. Ég þori varla að anda. Kannski er ég í raun veikur og þetta er bara draumur.

-Ég heyrði að þú varst heima…..segir hún.
-Ja…..ja, já, ég er eitthvað slappur, svara ég.
-Nú, kannski með flensu, eins og ég?
-Það má alveg segja það.
Hún stendur og horfir í kringum sig, óviss, eins og að hún viti ekki hvað hún eigi að segja næst. Svo horfir hún á mig, eins og lítill hvolpur og ég fæ það á tilfinninguna að ég eigi að segja eitthvað.

-Hérna, viltu koma inn? spyr ég.- Já, sko, fyrst við erum bæði veik þá getum við allt eins reynt að gera eitthvað saman, bæti ég við í flýti.
-Já, já, alveg eins, svarar hún og brosir sínu dularfulla en glettnislega brosi.

Ég stíg eitt skref til hliðar og hleypi henni inn. Hún er eins og lítil mús, varfærinn og athugar vel hvar hún stígur niður. En samt er einhver yndislegur þokki yfir henni og ég laumast til að klípa sjálfan mig í handlegginn til athuga hvort að ég sé ekki alveg örugglega vakandi.

Hún tiplar á tánum inn í stofu og sest í leðurhægindastól. Ég geng í humátt á eftir henni og veit varla hvernig ég á að vera. Ég hafði aldrei gert ráð fyrir þessum aðstæðum og varla þorað að hugsa út þær. En mig hafði dreymt, jafnt að nóttu sem að degi, um að geta átt svona stund með henni. Hún situr í índjánastellingu í stólnum en ég stend, eins og illa gerður hlutur, við stofudyrnar.

-Það er miklu flottara hjá þér en hjá okkur mömmu.
Ég horfi á hana. Það geislar af henni, eins og af engli og ég veit eiginlega ekki hvort að ég megi snerta hana. Kannski brotnar hún eins og stytta, kannski hverfur hún og ég vakna. Augu hennar eru svolítið fljótandi, hún er augljóslega með hita en samt ná þau taki á mér og ég get ekki haft augun af henni.

-Takk, maður reynir.
-Ég myndi mikið frekar vilja eiga heima í þessari íbúð en hjá mömmu.
Já og ég myndi líka alveg vilja hafa þig hér, langar mig til að bæta við en skortir þor og veit að slíkt er ekki við hæfi.
-En áttu ekki eitthvað til að horfa á? spyr hún.
-Jú,jú, svara ég og geng að sjónvarpsskápnum.-Hvað langar þig til að sjá?
-Æ, bara eitthvað skemmtilegt.
Ég opna skúffuna með spólunum. Tek fram klassíkerinn Hair og set í tækið.
-Langar þig í eitthvað að drekka…og kannski popp?
-Já, takk.

Ég flýti mér fram í eldhús. Opna ísskápinn og bið til Guðs og vona að ég hafi munað að kaupa kók. Sem betur fer leynist lítri neðarlega í ísskápnum. Ég læt popppoka í örbylgjuofninn. Tek fram tvö glös og aðgæti hvor að þau séu ekki alveg örugglega hrein.

Þegar ég kem aftur inn í stofu er hún búin að koma sér fyrir í sófanum. Ég læt kókið, poppið og glösin frá mér á borðið og ætla að setjast í hægindastólinn.
-Viltu ekki sitja hjá mér?

Ég snarhætti við að sitja í hægindastólnum og kem mér fyrir í sófanum. Hún breiðir sængina sína líka yfir mig og brosir til mín. Ég teygi mig í fjarstýringuna og kveiki á myndinni.