Þetta er fyrsti hluti smásögu sem ég er að skrifa um þessar mundir. Haustkvöld í borginni var svona formáli þessarar sögu.
I


Ég sit og horfi á tölvuskjáinn. Set hönd spekingslega undir kinn og tromma létt með penna á skrifborðið sem ég vinn við. Þykist vera að vinna að einhverju gríðarlega mikilvægu. En í raun læt ég hugann flakka og reyni sem mest að hugsa ekki um vinnuna. Ég laumast til að líta út um gluggann, í átt að Esjunni og vona að sumarið fari nú brátt að koma. Og sumarfrí, en einhvern veginn líður tíminn svo óendanlega hægt og hver dagur er öðrum líkur, hversdagslegur grámi yfir öllu og grænn litur sumarsins langt fjarri.

Svona líða mínúturnar hverjar af annarri, hægt og bítandi. Loks kemur að lokum þessa vinnudags og ég kemst heim á ný. Í bílnum á leiðinni velti ég fyrir mér hinum og þessum uppskriftum að kvöldmat. Ætti ég að hafa lasagne eða ætti ég að elda fisk? Ég kem við í stórmarkaði og ákveð mig þar. Lasagne.
Ég er einn í mat. Ég er alltaf einn í mat. Íbúðin er hljóð og rykið svífur um í kyrrstæðu loftinu þegar ég geng inn í hana. Í íbúðinni við hliðina á býr hún Sigríður ásamt Ásu dóttur sinni og ég heyri það fram á gang að þær eru að rífast þegar ég stíg út úr lyftunni. Það er svosem enginn nýlunda en mér leiðist hávaðinn í þeim.

Ég fer úr skónum og set þá í skóhilluna, við hliðina á brúnu leðurskónum. Síðan geng ég inn í eldhús og tek upp úr innkaupapokunum. Allt fer á sinn stað. Það er allt í röð og reglu, skipulag á vel við mig, ekkert leiðist mér meira en óreiða.
Ég geng að svalahurðinni og opna hana, svona til að fá inn ferskt loft. Á svölunum við hliðina á stendur Sigríður úti og reykir. Svo mikið varð nú um allt feerska loftið mitt. Hún kemur auga á mig.

-Nei, Páll, en gaman að sjá þig. Hvað segirðu nú gott? spyr hún.
-Komdu sæl, Sigríður. Ég segi fínt, en þú? svara ég og brosi kurteisislega.

Hún segir mér öll helstu tíðindi af sér og ég jánka af og til, svona til að halda þessu á notalegu nótunum. En einhverja hluta vegna heillar hún mig alls ekki, svona gerfi-brún og með oflitað hár, að það er búið að tapa eðlileika sínum og er orðið eins og á Barbiedúkku. En hún er oftast hress, svona þegar ég hitti hana og brosir alltaf sínum blíðasta þegar hún sér mig.

-En heyrðu, ekki getur þú lánað mér mjólk? Hún Ása gleymdi að fara út í búð.
-Já, ég ætti nú að geta séð af einum, svara ég og veit að ég mun aldrei fá þann lítra af mjólk aftur.
-Ég sendi þá Ásu yfir. Takk æðislega, segir hún og brosir sínu allra blíðasta.

Það glaðnar yfir mér því Ása er janf yndisleg og móðir hennar er óálitleg. Ég geng aftur inn í eldhús og tek fram mjólk úr ísskápnum. Geng svo fram í forstofu. Lít á sjálfan mig í speglinum. Held enn í dökkan hárlit þrátt fyrir að nokkur hár hafi gránað í vetur. Hef enn nokkuð stæltan líkam, í það minnsta fyrir mann á mínum aldri. Laga aðeins hvítu skyrtuna, losa efstu töluna og tek af mér rauða bindið sem ég var með.

Það er bankað laust á hurðina. Ég tek mér smá tíma til að opna, svo að það líti nú ekki svo út að ég hafi verið að bíða eftir henni. Hún stendur frammi á gangi, klædd í hvítan hlírabol og stuttbuxur. Hunangslitað hörund hennar er eins og silki, ég finn hvernig ég svitna í lófunum. Hún er í hvítum sokkum og litlar geirvörturnar stingast út í hlírabolinn. Brún og dularfull augu hennar leita á mig.

-Ég átti að sækja mjólk til þín, segir hún og brosir glettnislega til mín.
-Já, það er rétt, svara ég og rétti henni mjólkina. Eitt augnablik snertast hendur okkar og mér rennur kalt vatn milli skins og hörunds. Augu okkar mætast og mér virðist það augnablik verða eilíft.
-Takk, segir hún, mamma varð alveg brjáluð yfir því að ég gleymdi að fara og versla, þannig að þú ert alveg að redda mér, sko!
-Ekkert mál, svara ég.
-Ok, bæ!

Svo gengur hún aftur inn ganginn og inn til sín. Ég horfi á eftir henni. Svo loka ég hurðinni og anda djúpt.