Þetta er kannski heldur dramatíkst en…..


Ég lagði jónuna upp að vörum mínum og starði á stelpuna sem kúrði við hliðin á mér. Marglituðu, úfnu lokkana sem stóðu í allar áttir. Vangar hennar, örlítið rauðir og skær græn augun störðu heilluð á tölvuskjáinn og eyrun uppnumin af lögum eftir VNV Nation.
Hún tók ekkert eftir mér.
Sá mig ekki.
Hún kallaði mig uppáhaldið sitt, sagðist elska mig en hún hafði aldrei séð mig.
Hún hafði horft framan í mig en aldrei horfst í augu við mig.
Aldrei horft inn í sálu mína eins og ég sá inn í hennar.
Hún tók hönd mína og lagði hana utan um sig og kúrði sig betur upp að mér.
Hjartað hamaðist. Mér hafði aldrei liðið svona áður.
Ekki það að ég hafi ekki kúrt með stelpu áður.
Ég hafði bara aldrei haft svona unun af því að vera nálægt einhverri manneskju.
Útrýma öllu persónulegurými og vilja samt koma enn nær.
Fyrsta sinn á ævinni vissi ég hvað hamingja var.
Ég starði á hana, hún var svo sæt og krúttleg.
Mér þótti svo vænt um hana.
Hlýja streymdi um brjóstið á mér og mér fannst eins og ég væri að springa úr ást.
Hún var langt frá því að vera fullkomin.
Hún var hávær, athyglissjúk og daðraði mikið bæði við stelpur og stráka.
Það vissu allir hver hún var en enginn þekkti hana eins og ég.
Alltaf þegar við fórum niðri í bæ hitti hún fullt af fólki sem hún þekkti og þurfti alltaf að faðma alla og kyssa.
Hún var dramadrottning og gerði úlfalda úr mýflugu einungis til að fá vorkunn og umhyggju.
Foreldrar hennar vanræktu hana ekki en hún var utan gátta.
Föst milli tveggja heimila og ráfaði oft um í öngviti.
Hjá mömmu hennar voru þrjú yngri systkini og ef hún fór til hennar þurfti hún alltaf að passa en hjá pabba sínum átti hún stjúpsystur sem var algjört kvikindi.
Þótt hún gaf öllum undir fót var það hluti af því sem ég elskaði við hana.
Við fórum eitt sinn á kaffihús saman og hittum nokkra krakka sem við þekktum báðar.
Hún stökk samstundis í fangið á einum af strákunum og hjúfraði sig að honum en ég settist yfirveguð í næsta stól og spjallaði við hina á meðan hún flirtaði við gæjan sem var himinlifandi að fá hana í fangið.
Ég dáðist af þessari ófeimni við mannlega snertingu.
Hún var svo frökk, ákveðin en samt fannst mér aldrei hún vera hún sjálf.
Ég var aldrei afbrýðisöm út í strákana eða stelpurnar sem hún daðraði við því ég vissi að hún myndi alltaf koma aftur til mín.
Ég var sú sem hlustaði, huggaði og kom henni í gott skap á ný.
Ég var sú sem hún treysti hvað mest á.

Ég strauk henni um hárið.
Það var svo mjúkt og í öllum regnboganslitum.
Hún var mikið fyrir skæra liti en samt gekk hún alltaf í svörtum fötum.
Sagði að hún virtist grennri í svörtu samt notaði hún stærð 6.
Hún skildi ekki að hún var fullkomin eins og hún var.
Hún tók af mér jónuna og reykti sjálf.
Fingurnir um sígarettuna voru langir og mjóir eins og hún en fágaðri.
Dömulegri.
Hún lagði sígarettuna að rauðmáluðu vörunum og saug að sér.
Strauk svo hinni hendinni rólega upp lærið á mér svo mig kitlaði.
Sexy og sæt á sama tíma.
Ég strauk henni um vangann, með fram kjálkanum og færði svo hökunna hennar blíðlega upp.
Horfði upp fallegu, þrýstnu varnirnar að beina fíngerða nefinu og svo loks starði ég í stóru grænu augun hennar sem voru þakin dökkum eyliner.
Hálfpartin neyddi hana til að ná augnsambandi við mig.
Mér leið eins og við hefðum horfst í augu í heila eilífð.
Ég opnaði muninn nokrum sinnum en tungan virtist ekki láta af stjórn.
Ég varð stressaðri með hverri sekúndunni.
,,Ég elska þig,” tókst mér loks að stynja upp.
Hún brosti og leit undan flissandi.
,,Þú veist ég elska þig líka,” sagði hún en orð hennar voru innihaldslaus.
Þau höfðu enga einlægni. Þekktu ekki hreinskilni.
,,Nei, þú skilur ekki. Ég virkilega elska þig.”
,,Hvað meinaru?” spurði hún og færði sig frá mér.
Blikkaði augunum ótt og títt. Það gerði hún alltaf þegar hún var stressuð.
Augu hennar flögruðu um allt eins og fiðrildi.
Leitt allt í kringum sig eins og hrædd dýr að finna sér undankomu leið.
Hún horfði á allt nema framan í mig.
,,Ég er ástfangin af þér. Þú veist það vel,” þráleitaði ég.
Hún hló. Því hafði ég ekki búist við.
,,Þykistu nú vera voða fyndin, ha? Láttu ekki svona. No lessbo, þú veist.”
,,No lessbo? Ég er ástfangin af þér. Ég er lessa og mér finnst ekkert að því. Ert þú ekki alltaf að reyna við allar stelpur? Ertu ekki alltaf að halda því fram að þú sért bæ? Það varst þú sem vildir alltaf kúra og strjúka mér og……”
,,Mér finnst það bara kósý ok? Þúst, þótt ég sé frjáls með kynheigð mína þá þýðir það ekki að ég sé eitthvað lessbísk. Svo finnst strákum sexy þegar stelpur eru að kela og flirta við hvora aðra og svona og… Ég meina, hélstu að bara af því að ég faðmaði þig þá væri ég að reyna við þig,” hún flissaði en það var taugaóstyrkur og gervilegur hlátur.
Hjartað mitt hvarf.
Hamingja mín saugst ofan í djúpt svarthol.
Mig hafði ætíð grunað að allt þetta daður hennar við aðra væru látalæti en ég hélt virkilega að henni væri alvara með mig.
Ástin hafði blint mig.
Ég hafði ekki séð að manneskjan sem ég elskaði gæti aldrei verið hún sjálf.
Hún var of óörugg. Of skemmd. Of brotin.
Ég vissi að hún elskaði mig innst inni.
Ég þekkti hana það vel.
Ég gat neytt hana til að horfast í augu við mig en ég gat ekki neitt hana til að horfast í augu við sjálfa sig.
Hjarta mitt varð að ísköggli.
,,Ég skil. Ég held að það sé best að þú farir,” sagði ég heldur kuldalega.
Hún stóð óstyrk upp.
Klaufaleg og vandræðaleg kom hún sér út úr dyrunum.
Ég lokaði dyrunum á eftir hennni.
Ég sökk í kviksyndi biturleikans. Drukknaði í sýki þunglyndis og sjálfsvorkunnar.
Allt virtist svo svart, kalt og tómt.
Hvert sem ég leit, hvað sem ég gerði allt virtist jafn dimmt, kalt og niðurdrepandi eins og vetrarkvöldin í janúar. Þegar það eru hvorki jólaljós né sól til að lýsa upp veröldina.
Ég talaði ekki við hana í langan tíma.
Ég reyndi að forðast hana sem heitan eldinn það sem eftir lifði af menntó.
Þetta var lengsta tímabil ævi minnar því ég hélt áfram að vona að hún myndi koma til mín.

Ég hitti hana aftur mörgum árum seinna þegar við vorum að verða þvrítugar. Hún var á gangi niðri í bæ með tvo krakka. Littla, rauðhærða stelpu og svo lítinn ljóshærðan dreng í vagni. Hún virtist þreytuleg og hafði þyngst mikið síðan ég sá hana síðast, þrettán árum áður.
Hún var ómálið og með sinn náttúrulega háralit.
Fyrsta sinn sá ég hennar raunverulega háralit sem var þessi rammíslenski músabrúni litur.
Ég hafði aldrei ímyndað mér að hún myndi enda svona.
Ég heilsaði henni en hún starði á mig í drykklanga stund áður en hún áttaði sig á því hver ég var. Hún roðnaði og umlaði eitthvað á móti.
,,Elskan, fyrirgefðu hvað ég er seinn,” galaði roskinn maður í jakkafötum sem kom fljúgandi í áttina til hennar og kyssti hana á kinnina.
,,Hver er þetta?,” spurði hann og bennti á mig.
,,Við vorum góðar vinkonur þegar við vorum unglingar. Við höfum ekki hisst núna síðan…tja. Hvenær varð það aftur þegar við töluðum almennilega saman?,” spurði ég kæruleysislega.
Hún roðnaði enn meira og horfði niður í jörðina. Blikkandi augum ótt og títt.
,,Ég, ég bara man það ekki,” svaraði hún aumingjalega.
,,Það var allavega gaman að sjá þig en ég þarf að flýta mér. Veriði sæl,” kvaddi ég og brosti glaðlega.
Þar sagði ég skilið við fyrstu ást mína en sem betur fer ekki þá síðustu.
Why be normal, when strange is much more interesting