Hamskipti hestsins. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.

*

Gregor hestur vaknaði við vonand draum, hann var með stingandi höfuðverk og takmarkað jafnvægi. Þegar hann leit niður fannst honum hann hafa stækkað um að minnsta kosti tvo metra. Til þess að róa sig niður dró hann andann djúpt tíu sinnum og lokaði augunum. En rétt þegar andlegri og líkamlegri kyrrð var náð datt hann harkalega í jörðina, úr að minnsta kosti tveggja metra hæð.

“Andskotinn,” hugsaði Gregor: “hvað er í gang?” Hann stóð rólega upp og komst að því, sér til ómældrar ánægju að hann var ekki brotinn neinsstaðar. Gregor var keppnis og stoðhestur og hefði þessvegna ekki átt mikið eftir ólifað. Líf dýra líkur allajafna þegar þau hætta að þjóna manninum tilætluðum tilgangi. Gregor gekk lítinn hring um hesthúsið. Hann fékk sér örlítið vatn til þess að róa taugarnar.

Það var honum mikið áfall þegar hann sá spegilmynd sína vatninu að hann var ekki lengur brúnn og til þess að gera ósköp venjulegur hestur, heldur hvítur, vængjaður einhyrningur.
Andlega áfallið var það mikið að hann tók andköf og kiptist allur til af það miklum ofsa að nýju vængirnir hans þeyttu honum í loft upp.
Við fallið niður brotnaði vinstri afturfótur hestsins. Hann óttaðist um líf sit.
Gregor hneggjaði sem aldrei fyrr, þegar hurðin var opnuð og eigandinn kom inn, ásamt konu sinni.
“Hvað í fjandanum er þetta?” Spurði eigandinn.

“Er þetta ekki Gregor?” Spurði konan á móti.

“Síðan hvenær er Gregor Pegasus með horn?”

“Hvað gæti þetta annað verið?”

Gregor lág á milli þeirra, hann andaði ört og hátt.

“Hann getur ekkert keppt svona.” sagði maðurinn.

“Nú?”

“Þessi keppni er ekkert fyrir vængjaða furðuhluti.”

Þetta fannst Gregor leitt að heyra.

“Hvað eigum við að gera?” Spurði konan.

“Ég veit það ekki! Hringdu í lækninn!” skipaði eigandinn.

Þetta var það síðasta sem Gregor vildi. Hann hafði aldrei talað við dýr eftir fund hjá lækninum, þar sem þeir enduðu flestir á háværum hvelli úr byssu læknisins.

*

Læknirinn kom stuttu síðar, mannfólkið talaði um örlög Gregors í hálfum hljóðum, eins og hann væri ekki í herberginu. Það eina sem Gregor heyrði var lækninn segja: “Þið viljið ekki annast eitthvað erfðafræðilegt úrhrak.” Eigandinn kinkaði bara kolli.

“Ég sæki riffilinn.” sagði læknirinn.

Og Gregor grét.

*

Tár hans þornuðu hinsvegar þegar Harpa kom hlaupandi inn í hesthúsið, Harpa var dóttir eigandans og hún var honum almennt best. Hún elskaði Gregor.

“Hvað er læknirinn að gera… Er þetta Gregor?” spurði hún og sagði áður en neinn gat svarað: “Vá hvað hann er fallegur.” Í þeim töluðu orðum kom læknrinn inn, vopnaður.

“Nei!” öskraði Harpa: “Þið ætlið ekki að drepa Gregor! Ég skal passa hann! Þið snertið hann ekki!” Hún leit til föður síns sem gat aldrei sagt við dóttur sína.

Hann tók sér stuttan umhugsunarfrest, þótt að hann vissi alltaf að hann myndi aldrei fara gegn vilja hennar. Í raun vildi eigandinn bara sína hver réði. “Gregor lifir.” sagði hann.

*

Og Harpa og Gregor lifði hamingjusöm fram að dauða Gregors, tveimur árum síðar.