Elsku hjartans Andrea mín


Ég skrifa þér þetta bréf til þess að létta á hjarta mínu. Við höfum verið bestu vinir frá því í öðrum bekk. Ég man svo vel eftir fyrsta deginum sem þú birtist í skólanum mínum. Þú settist fyrir framan mig. Með þitt silkimjúka fagurbylgjaða hár. Bundið í húmdökkar síðhærðar fléttu. Með þessa sætu spékoppa. Þú ert snarklikkuð að segja að þeir geri þig óaðlaðandi. Mér finnst þú ert svo falleg að sólin gæti hæglega öfundað þig. Ég veit ég á ekki að segja þér þetta. Hvar ég á að byrja. Hvar skal byrja. En ég get ekki annað. Ég hef verið ástfanginn af þér síðan við byrjuðum í sjöunda bekk. Nú fjórum árum seinna. Játa ég þetta. Fjórum árum og sex mánuðum. Alltof seint. Við vorum bestu vinir. Nú hef ég glatað þér. Traustinu. Þéttu faðmlögunum þínum. Einlægninni. Freknóttu handleggjunum. Spékoppunum. Spékoppabreiða brosinu. Hlýjunni. Öllu. Það eitt að sjá þig brosa. Bjargar deginum hjá mér. Það er mér svo dýrmætt. Þú ljómar öll og ert svo aðlaðandi. Röddin þín er ljúf og góð. Eins og þú sjálf. Röddin þín minnir mig á Næturgala – þó ég hafi aldrei heyrt í þeim. Ég er samt sem áður handviss um að þeir hljómi alveg eins og röddin þín. Ómþýðir. Ég þekki líka fótatakið þitt. Ekki þungstíg. Létt eins og fiður. Ég get alltaf heyrt það á fótatakinu þínu þegar þú nálgast. Léttstíg. Kvik. Glaðlynd og nett í spori. Berð alltaf með þér gleði og léttleika. Í hverju spori.

Augnaráð þitt. Alltaf fullt af brennandi ástúð. Blítt. Seiðandi. Dáleiðandi. Sendir mér sjóðandi hitabylgju lengst niður í maga. Ég fæ alltaf fiðrildi í magann í hvert skipti sem þú lítur glettnislegum augum í átt til mín. Fjörlega. Þú hefur nokkur mismunandi augnaráð þegar þú horfir á aðra. Ég hef tekið eftir því. Eitt þegar þér finnst eitthvað virkilega hlægilegt og skondið. Þá ljóma augu þín af lífskrafti og fjöri. Óhindrað. Óhikað. Annað augnaráð þegar þér finnst einhver vera kjáni. Þá ranghvolfirðu gjarnarn augunum í hálfhring og glettið tvírætt bros fylgir á eftir. Eitt þegar þér er sannarlega misboðið eða ert sár. Þá minna augu þín á augu í hjartardýri. Stór. Starandi augu sem reyna að halda aftur af tárunum. Ég get alltaf skynjað og séð hvernig þér líður. Augu þín spegla svo sannarlega tilfinningar þínar. Þér gengur illa að fela þær. Fyrir mér. Gerir þig bara ennþá meira aðlaðandi. Augu þín lýsa svo sannarlega upp andlit þitt. Varpa birtu og yl í hjarta mitt. Háfleygt. Sannleikur. Andlitsdrættir þínir eru svo mildir og róandi. Hjarta mitt vill hoppa út úr líkamanum. Í gegnum hálsinn. Við það eitt að sjá þig. Brosið. Augnaráðið. Um leið og þú grípur í höndina á mér eða lítur tendruðum á augum á mig. Róast ég niður. Slaka á. Þó ég sé að fást við 101 vandamál. Þann daginn. Þú hefur róandi áhrif á mig. Ég kvíði nefnilega engu þegar ég er nálægt þér. Áhyggjulaus. Með þér þarf ég aldrei að þykjast. Með þér líður mér vel. Gleymi öllu öðru. Nema þér. Þér, þér gleymi ég aldrei. Gleym-mér-ei.

Við eigum svo margar minningar. Manstu þegar ég fór með þér að fá göt í eyrun. Við vorum þrettán ára. Þér fannst svo ömurlegt að geta ekki verið með eyrnalokka í fermingunni. Svo við drifum í þessu. Þú guggnaðir. Þrisvar. Í fjórða skiptið lofaði ég að fara með þér. Þú kreistir höndina á mér svo fast. Ég gat fundið rafmagnaða hræðsluna frá þér. Þú virtist svo lítil í þér og umkomulaus. Svo var þetta ekkert mál. Þú ljómaðir eins og sól í heiði eftir á. Öll hræðslan farin. Ég man ég vildi ekki sleppa hönd þinni. Gerði það samt. Treglega. Hún er svo flauelsmjúk og beinhvít. Full af hlýju og yndisleik. Það hefur ekkert breyst.

Manstu þegar þú kysstir mig beint á munninn? Ég man það skýrt og greinilega. Bragðið af vörum þínum. Ljúft. Hunangssætt. Ferskt. Nánast óseðjandi. Við bekkurinn vorum í flöskustút í afmælinu hennar Fjólu. Áttunda bekkjarpartý. Í eina skipti sem ég hef fengið koss á varirnar. Frá þér. Nú átján ára þrái ég ekkert heitar. Meira og ákafar en allt. Hugsa ekki um annað. Núna fær Stígur þá og ég fæ tárin. Þú virðist vera svo ánægð á yfirborðinu. Undir niðri veit ég að það er lygi. Hrein tálsýn.

Mér þykir svo vænt um ljósmyndina. Þessa sem mamma þín gaf mér fyrir stuttu. Mynd af þér og mér. Átta ára í flugvélaleik. Ég sit fremst á eldhúskolli. Með fjóra í viðbót í baksýn. Flugmaðurinn. Mannalegur. Með stúdentshúfuna sem ég sem ég fékk “í láni” frá Hjalta bróður. Þú stendur í miðjunni. Milli stólana. Á miðri mynd. Ljósi punkturinn. Ert í dragsíðum dökkbláum ballkjól. Af mömmu þinni. Með svarta hanska sem ná upp að öxlum. Í alltof stórum hælaskóm. Svörtum. Varalituð. Hárauðar varirnar. Með bláa slæðu. Silki um hálsinn. Þú varst flugfreyjan. Við erum bæði að rifna úr fullorðinsheitum. Brosandi út að eyrum. Æskuljóminn. Nú er allt breytt.

Manstu þegar þú grést síðast á öxl minni? Fyrir fjórum og hálfum mánuði. Vissirðu hvað það var óstjórnlega erfitt fyrir mig að berjast gegn löngun minni í að kyssa tárin þín burt. Ég þerraði tár þín með uppáhaldsbolnum mínum. Þú reyndir að brosa. Ég bað þig um það. Ég get aldrei gleymt tárvotum augum þínum. Þau ásækja mig á kvöldin. Seint. Ég sendi þig til baka. Til hans.



Þú grést svo sárt undan honum. Stíg. Hatur mitt til hans. Óþrjótandi. Uppspretta andvökunátta og sálarangurs. Hann stal þér! Á MH-ballinu fyrir hálfu ári. Hann er hreint ekki hrifinn af mér. Bannaði þér öll samskipti við mig. Harðlega. Herra Stór-Stígur einræðisherra. Mig grunar að það hafi verið þess vegna sem þú laumaðist til mín. Seint um kvöld. Hágrátandi. Nú höfum við ekki hist í fjóra mánuði. Stór-Stígur ræður öllu. Ég sakna þín Andrea. Heitt. Ég samt veit í hjarta mér. Hann elskar þig ekki eins og ég. Mun aldrei gera. Né geta. Eins óumræðilega heitt og innilega og ég elska þig. Hef gert í mörg ár. Ég sver að ég veit það. Djúpt í hjarta mér.

Þú ert í senn besta vinkona mín og vinur. Ég elska þig Andea. Óstjórnlega mikið og heitt. Ódauðlegri ást.

Sólberg.

*Klikk*

- Do you wish to send this e-mail?

*Klikk*

-E-mail deleted-
“Life's like a dick, it gets hard for no reason”