(Hægt er að nálgast fleiri sögur eftir mig hér: http://smasogursiv.wordpress.com/ )
35 ára gamall maður. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Þrjátíu og fimm ára gamall maður stóð yfir líki.
Hann myrti konuna sem hann stóð yfir, konan var fyrrverandi kærasta mannsins. Maðurinn hét Hákon, konan hét Rún áður en hún dó. Ömurlegt nafn.
*
Þetta verður sennilega frekar þreytandi saga, tímalínan verður tiltölulega rugluð og ég mun skipta á milli áratuga án þess að gera þér fyllilega vart við það.
*
Hákon vann í stórverslun. Virkilega stórri verslun, stórverslun er ekki nógu lýsandi orð. Íslensku stórverslanir raunveruleikans eru frekar litlar verslanir, en þetta var risavaxin fucking verslun.
Orðið verslun er orðið merkingarlaust fyrir mér.
Hann hataði vinnustaðinn sinn innilega, honum þótti hann vinna vinnu sem hann var óhæfur fyrir. Að vera kassatík, eins og kallaði vinnuna sína á Facebook, var heilalaus og sálardrepandi vinna sem vélmenni gæti unnið. Hann þoldi ekki tilgerðarleikan og gervilegu kurteisina sem blasti fyrir honum á hverjum degi. Vingjarnlegt spjall aldraðra við gamla kunningja sem þeim líkaði ekki vel við, ekki nógu vel í öllu falli. Annars myndu þeir sennilega hittast fyrir utan veggi búðarinnar.
Hákon vann vinnu sem hann þoldi ekki tíu tíma á dag, hvern einasta virkadag og stöku sinnum um helgar. Ömurlegt shit.
*
Þegar hann kom úr gervi birtu búðarinnar tók við gráleiki meðalmennskunar og einmannleiki.
Hann var ekki beinlínis þunglyndur, hann var tómur. Hann var ekki nálægt því að láta drauma sína rætast, draumanir hans voru að vísu af skornum skammti. En eitt sinn fyrir löngu ætlaði hann að verða tónlistarmaður, rithöfundur, ljóðskáld og allt listrænt og merkilegt.
Það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom heim úr vinnunni var allajafna að gera vælinn Facebook-status.
*
Þegar svo til gerða atburðarrás sögunar byrjar gerði hann eftirfarandi stöðuuppfæslu: “Facebook er krabbameinn meðalmannsins.”
Hann trúði því innilega að Facebook væri staður fyrir afburðar fólk að deila mögnuðum lífsreynslum, fólk sem gekk há fjöll í löndum sem hann myndi aldrei heimsækja. Fólk sem var að ljúka að fjórðu háskólagráðunni og þurfti að velja á milli þess að taka mastersgráðu eða fá milljón á mánuði. Staður fyrir unga, ríka karlmenn með þannig séð innihaldslaus líf og tvöhundruðþúsund króna jakkaföt. Staður fyrir tveggja barna mæður með heimavinnandi eiginmann og vel fullnægandi tekjur. Bankamenn, listamenn, menn sem voru á engan hátt líkir honum. Fyrir meðalmann eins og hann var Facebook staður þar sem hann var stöðugt minntur eigin verðleysi, gagnsleysi.
Fyrir honum var Facebook staður þar sem hann var stöðugt minntur á fyrrverandi, einu konuna sem hann taldi nógu heimska eða góða til þess að elska hann. Konuna sem slapp áður en hann gerðist. Áður en grái meðalleikinn sem átti eftir að taka yfir líf hans eyðilagði hann fullkomlega.
Hákon sagði við þá örfáu vini sem hann átti eftir að hver einasta neikvæða lífsreynsla, hvert einasta sköflutak sem kæmi til með að grafa hann neðar í eigin sjálfskipaða volæði væri einfaldlega hann að gerast.
Hann varaði vini sína við því að þeir vildu ekki vera viðstaddir þegar hann gerðist fyrir alvöru. Það yrði ljótt.
*
Þetta kvöldið drakk Hákon, líkt og mörg önnur kvöld. Hann sat fyrir framan sjónvarpið, með kveikt á Disney stöðinni og drakk sig hálfdauðan. Hann keðjureykti illa vafðar sígarettur og grét lífinu sem hann hafði skapað sér. Hann grátbað Guðinn sem hann trúði ekki á og tilbað einungis á sínum allra verstu og drukknustu stundum um að breyta honum að einhverju leyti. Að gefa honum tilfinningar, neikvæðar eða jákvæðar. Hann vildi vera hamingjusamur eða þunglyndur. Fyrir honum var allt skárra en stöðugur og óyfirstíganlegur tómleiki.
Guð svaraði honum ekki, en Hákon heyrði samt rödd hans.
*
Rödd Guðsins sem Hákon heyrði í sagði honum að ef hann vildi finna fyrir einhverju þyrfti hann að breyta til. Róttækar, siðlausar breytingar. Sama hvað það kostaði þyrfti hann stíga út fyrir félagslega normið. Enginn stendur út úr inni í kassanum.
Allir sem voru frægir fyrir eitthvað hlytu að hafa verið afburðarmenn á eigin sviði, ekki satt?
*
Hoppum aftur um tvo áratugi:
*
Fimmtán ára gamall strákur stendur fyrir framan stelpu. Hann telur sig elska hana, einn daginn mun hann elska hana en ástin sem hann fann fyrir hafði fram að þessu verið óendurgoldin. Strákurinn er Hákon, stelpan er Rún. Rún verður verra og verra nafn eftir því hve ung hún er.
Það er sumar, þau standa á túni. Innan skamms munu þau leggjast hlið við hlið í grasið og horfa á skýin.
Eins og flestir harmleikir byrjar þessi á hreinni, óspilltri gleði.
Þau liggja. Þau tala lágt. Þau eru ekki búin að þekkjast lengi, Hákon hafði dáist að henni úr fjarska fram að þessu. Þetta voru í raun og veru fyrstu alvöru samræðunar þeirra.
Vandræðaleikinn var enginn, þau voru of góð til þess. Þau komust yfir hann samstundis.
Rún, sem var ljóskáld að eðlisfari en ekki atvinnu spurði Hákon hvort hann hafði nokkurntíman séð nokkuð fegura en íslenska nátturu að sumarlagi. Hákon, sem var virkilega óljóðræn manneskja en átti það til fram að dauðadegi sínum að koma stöku sinnum út úr sér einhverju sem gæti talist fagurt sagði að hann þekkti eina manneskju sem sló allt annað sem maðurinn myndi nokkurntíman kynnast hvað fegurð varðar og að hún væri sú manneskja.
Hákon varð skyndilega ómótstæðilegur, við tók þriggja ára ástarsamband sem yrði öfund allra vina þeirra. Þau urðu að parinu sem einhleypt fólk sagðist öfunda, sem hinir nýlega einhleypu sögðu að þau vildu. Sem önnur pör reyndu að líkjast.
Frábært samband, sjáum hvernig það endar.
*
Skáldskapur er skemmtilegur að því leyti að tíminn er skáldinu fullkomlega afstæður.
*
Átján ára gamall maður stendur fyrir framan átján ára gamla konu. Hann er þögull, hún grætur. Maðurinn er Hákon, konan er Rún.
Rún var nýlega búin hætta með Hákoni. Henni þótti Hákon ekki vera að gera nógu mikið með sjálfan sig. Henni þótti Hákon vera hæfileikaríkur einstaklingur sem gæti afrekað mun meira en hann í raun væri að. Ástin blindar.
Hún sagðist ekki geta fylgst með Hákoni vera að kasta lífinu sínu á glæ, sem hann svo gerði og varð vitni að þökk sé Facebook.
Hákon sagði ekki orð fyrr en eftir að hún hafði kvaðið hann með tárin í augunum. Þegar hún var að labba út muldraði hann: “Hinir heppnu munu ekki verða vitni af mér.” Hún heyrði í honum, en lét sem hún hafði ekki gert það. Eftir að hafa lokað hurðinni að baki sér grét hún hærra en nokkru sinni fyrr í lífi sínu. Innst inni vissi hún þetta var satt. Hún taldi sig líka vita að það væri út af sjálsfyrlitningu og sjálfseyðingarhvöt hans. Hann var þegar orðinn óeðlilega drykkfelldur.
*
Næstu nítján árin var Hákon einhleypur, hann komst aldrei fyllilega yfir sambandslitin og treyti þessari hálfbökuðu hugmynd um ást ekki almennilega. Ástin er svo einmannleg í augum hinna yfirgefnu.
*
Nítján árum og nokkrum dögum eftir sambandslitin vaknaði Hákon timbraður en endurnærður. Þetta var dagurinn eftir að hann taldi sig hafa talað við Guð.
Hann mætti ekki til vinnu, hann vaknaði ekki fyrr en eftir hádegi. Stuttu eftir að hann vaknaði var hringt í hann út búðinni, hann var spurður hversvegna hann væri ekki mættur og hversvegna hann hefði ekki svarað fyrri símtölum frá þeim.
Hákon útskýrði fyrir yfirmanni sínum á rólegu nótunum að hann væri sennilega greindasta manneskja sem hefði nokkurntíman litið á þessa búð og að hann væri þessvegna of góður til þess að halda áfram að vinna fyrir ómerkilegan fæðingarhálfvita. Yfirmaðurinn tók því illa og rak hann í gegnum símann.
*
Hákon fór út í bílinn sinn og keyrði af stað. Eftir á að giska tíu mínútur gerði hann sér grein fyrir því að hann hafði í raun og veru ekkert að fara.
Hann ákvað að heimsækja Rún, útskýra fyrir henni hvernig lífið hans hafði breyst kvöldið áður. Hann var að vonast til þess að hún myndi íhuga að taka sig aftur. Hann var kominn í bein samskipti við Guð, hvað meiri myndi hún vilja?
Hann vissi nákvæmlega hvar hún átti tíma, hafði ófáu sinnum keyrt framhjá húsinu hennar í von um að sjá hana aðeins.
Hann lagði bílnum í innkeyrsluna fyrir aftan bílinn hennar.
*
Hákon gekk upp tröppunar, þetta var tvíbýlishús. Blátt, forljótt.
Hann hringdi dyrabjöllunni. Hún kom til dyra. Hún faðmaði hann og spurði hann kurteisislega hvaða erindi hann ætti þarna. “Mig langaði bara að heilsa upp á þig, hef ekki talað við þig svo lengi.” Það var rétt, þau höfðu ekki átt í neinum samskiptum fyrir utan stök “like” á Facebook í nítján ár og einhverja daga. “Það er frábært að sjá þig.” sagði Rún: “Viltu koma inn? Ég var einmitt að hella upp á kaffi.” Stirð samskipti gamalla vina snúast oftast nær um kaffidrykkju. “Já, endilega!” sagði Hákon, þetta gekk betur en hafði átt von á.
*
Hákon settist niður við eldhús borðið, Rún færði honum öskubakka.
Hann kveikti sér í sígarettu, vel vafinni. Enda var hann edrú og í beinum samskiptum við skapara heimsins, ef maður kann ekki vefja sígarettu undir þeim kringumstæðum þá er manni ekki viðbjargandi.
“Ég verð að segja þér svolítið.” sagði Hákon. “Já, segðu mér.” sagði Rún
“Ég hef það á tilfinningunni að ég sé að verða betri.” sagði hann. “Æðislegt!” “Leyfðu mér að klára, ég var að tala við Guð í gær og hann svarði mér.” Rún varð skyndilega hrædd, virkilega hrædd. Sem hún mátti líka vera. “Hann sagði mér að ef ég vildi afreka eitthvað þyrfti ég að stíga út fyrir kassan, verða afburðarmaður á einhverju sviði. Láta ekki gleyma mér. Ég held að þú sért lykillinn. Ég vil eignast börn með þér. Þannig gleymist ég ekki.” Hákon starði á Rún í nokkura stund. “Hákon, farðu út.” “Af hverju?” “Farðu út úr húsinu mínu.”
Hákon sat í nokkura stund og starði á Rún. Það kraumaði í honum. Skyndilega sprakk hann.
Hákon réðst á Rún, hann feldi hana og kýldi ítrekað í andlitið og hálsin. Hún reyndi að berjast á móti en var það ókleift. Hann grét á meðan hann vann verknaðinn og öskraði hluti á borð við: “Af hverju viltu mér ekki vel?” eða “Af hverju hatarðu mig?” eða “Ég elska þig.”
*
Þrjátíu og fimm ára gamall maður stóð yfir líki.
Hann vissi ekki hvað hann átti að gera, hann var örmagna. Hann grét enn. Hann grét meir.
Hann spurði sjálfan sig hvað hann hafði gert. Hann spurði sjálfan sig hvernig hann hafði getað gert þetta. Það var aðeins ein útgöngu leið.
*
Þrjátíu og fimm ára maður hékk yfir líki. Hann hafði myrt konuna sem hann hékk yfir og svipt sjálfan sig svo lífi. Maðurinn var Hákon og konan var Rún, ömurlegt nafn.