Andri í trénu. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Andri sat í tré, að ástæðulausu.
*
Það var miðvikudagur, í dag er þriðjudagur. Það var sumar, mjög fallegur dagur. Núna er vetur, samt fallegur dag. Það er farið að vora.
*
Ég er ekki í tré. Ég er á Þjóðarbókhlöðunni, ég ætti að vera að skrifa ritgerð. Í staðinn er ég að skrifa þetta, ég setti mann í tré. Ég setti Andra í tré.
*
Andri ætti ekki að vera skrifa söguritgerð, Andri er alltof ungur til þess að skrifa alvöru ritgerðir. Hann er sjö ára. Fyrir honum er Kristnisaga alvöru saga, ekki skáldsaga. Ég er ósammála því, enda hljóta allir rithöfundar að þjást af Guðs komplexi að einhverju leyti. Ég meina, ég setti barn í tré. Kannski er ég bara öfundsjúkur.
Klukkan var fjögur þegar Andri settist upp í tréið, klukkan er að verða fimm hjá mér.
Andri var búinn á leikjanámsskeiðinu, langur dagur að baki. Hann fór í sund.
Pabbi hans kom aldrei fyrr en klukkan hálf sex og mamma hans var dáin. Þessvegna ákvað Andri að gera eitthvað óvænt og skemmtilegt, eins og að klifra upp í tré.
*
Flestum sjö ára gömlum drengjum myndu örugglega leiðast ef þeir sætu einir í trjám, en það var eitthvað öðruvísi við Andra. Hann gat eytt ótöldum stundum einn með hugsunum sínum.
Hann var með mjög virkt ímyndunarafl, mun virkara en mitt. Andri var sjö ára búinn að skapa allt aðra veröld með sérstökum lífverum. Réttara sagt fylgdist hann daglega með talandi köttum og hundum, hann vildi meina að kettir og hundar væru vinir. Fyrir honum voru hundar strákar og kettir stelpur, fyrir honum voru hundar sífellt að daðra við ketti en voru of ágengir. Þessvegna flúðu kettirnir. Alltaf þegar hundur gelti á kött heyrði Andri: “Gerðu það! Gerðu það vertu kærastan mín!” Í hugarheimi Andra voru nokkrir kettir að byggja sitt eigið samfélag, án hunda. Andri vildi meina að feðraveldi hundanna væru löngu orðið úrelt og að þessir frumkvöðla kettir væru einir um að sjá það.
*
Ég er ekki með jafn virkt ímyndunarafl og Andri, samt kalla ég mig skáld. Ég set barn í tré og er nokkuð sáttur með þá hugmynd.
*
Kettirnir hans Andra stálu bát af mönnunum og silgdu á ímyndaða eyðieyju nálægt Íslandi. Þar byggðu þeir, eða þær eins og Andri vildi meina, fyrirmyndaríki kattanna. Ekkert stríð, engin var svangur. Algjör kattasæla ríkti á þessari eyju.
Köttunum þótti tímabæt að láta fleiri ketti vita af snilldinni þeirra, frelsa eins margar ketti og þeir gátu undan níði hundanna.
Tveir hugrakkir kettir silgdu aftur til Íslands þar sem þeir sögðu eins mörgum frá fyrirmyndaríkinu, það tóku ekki allir vel í það. Þeir silgdu aftur með örfáum nýjum köttum, fleiri áttu bætast síðar. Sjófloti kattanna átti að stækka talsvert.
Nokkrir dagar liðu og samfélag kattanna stækkaði ört.
Eina nóttina komu aftur á móti hundar, þeir skemmdu alla báta sem voru við höfnina og hlupu til kattanna. “Vertu kærastan mín! Ég elska þig, ég elska þig!” öskruðu hundarnir.
*
Ég vil meina að Andri var eiginlega bara með lesbíur á heilanum.
Hann var orðinn spenntur fyrir sögunni sinni, sjálfur er ég nokkuð spenntur fyrir sögunni minni. Þótt hún er ekki jafn frumleg og saga Andra.
*
Þegar Andri hafði setið dágóða stund í tréinu sínu og velt lesbískum köttum vel fyrir sér fékk hann skyndilega þungt högg á höfuðið. Hann datt næstum því við það, en það er ekki kominn tími á það strax. Hann var með lokuð augun og hélt ekki föstum tökum í greinina sem hann sat á.
Þegar hann opnaði augun sá hann hóp af hlægjandi strákum, lítinn hóp að vísu. Þeir voru þrír.
*
Andri þekkti þessa stráka, þeir voru oft á tíðum vondir við hann. Oftast nær.
“Hvað ertu að gera þarna?” spurði Böddi, eða Böðvar eins og mamma hans var virkilega ákveðin í að hann skyldi vera kallaður. En ég er ekki hræddur við hana. “Kemur þér ekki við.” sagði Andri.
*
Hundarnir hans Andra voru að mörgu leyti byggðir á þessum strákum, það var einn góður hundur. Sem vingaðist við kettina, en hann hann festist alltaf í vinasvæðinu þegar hann tjáði þeim að hann hafði áhuga á þeim. Andri var þannig, en hann var sjö ára þannig að myndi ekki lenda í því fyrr en eftir sjö til átta ár.
*
“Af hverju kemurðu ekki niður?” hrópar annar strákurinn, Sigurður, hann var almennt kallaður Siggi en mér finnst að hann ætti að vera kallaður Sigurður.
“Af því að mig langar ekki til þess.” svaraði Andri, hann vildi mjög lítið tala við þá.
Böddi tók upp annan stein og kastaði í Andra. Steinninn hæfði hann í vinstra eyrað, það var virkilega sársaukafullt fyrir Andra. “Hættu að vera skrýtinn og komdu niður.” öskraði Böddi.
*
Þriðja stráknum í hópnum sá enga ástæðu til þess níðast á Andra, honum þótti ekkert að því að Andri sæti í tré. Honum langaði oft að klifra upp í tré og setjast niður í smá stund, kannski ég setji hann í tré seinna. Hann hét Gunni.
*
“Hætt þú að vera kúkalabbi.” svaraði Andri. Ég veit ekki hvort börn noti þetta orð enn í dag, en það var mjög vinsælt þegar ég var yngri.
*
Strákanir þrír, tveir réttara sagt með Gunna í eftirdragi, gerðu alltaf grín að Andra fyrir að eiga bara vinkonur. Þegar þeir byrjuð átti Andri fullt af stráka vinum líka, en enginn vildi leika við stelpustrákinn þannig að hann var fljótt útskúfaður úr samfélagi hunda.
*
Andri átti það nokkuð erfitt.
*
Sigurður byrjaði að hrista tréið í von um að Andri myndi detta út, hann var heppinn að Andri náði að halda sér kjurrum. Annars hefði þetta gerst:
“Andri datt loksins úr tréinu, hann hafði komið sér fyrir ofarlega og því var höggið langt. Rétt við hlið trésins var stór steinn, Andri rakk höfuðið í steininn við fallið, drengirnir þrír höfðu aldrei séð eins mikið blóð. Þeir hlupu á brott, þegar þeir voru komnir í örugga fjarlægð féllust þeir á að tala aldrei um þetta aftur. Ef einhver hefði spurt ætluðu þeir að segjast hafa verið í fótbolta allan daginn, bara þeir þrír. Vítakeppni. Það var bolti á vellinum.
Andri var ekki uppgvötaður fyrr en löngu síðar, honum hafði blætt út.
Nokkrar vikur liðu, þetta nagaði á strákunum. Loks var þetta of mikið fyrir Gunna sem klagaði til móður sinnar.
Sigurður var greindur með siðlblindu á háu stigi og eyddi megni líf síns á flakki á milli opinbera stofnanna.”
En til allrar hamingju gerðist þetta ekki.
*
Andri hélt þéttingsfast í tréið. Böddi ákvað að hjálpa Sigurði við verkið.
*
Þannig hélt það áfram í nokkura stund, þangað til að maður í kringum tvítugt gekk fram hjá. Hann hljóp að tréinu og sagði drengjunum þrem að hundskast.
*
Hann kom Andra niður úr tréinu.
Þetta var virkilega viðkunnulegur maður, Hólmsteinn, hann var líka of ungur fyrir nafnið sitt.
Hólmsteinn spurði Andra hvort þessir strákar væru oft að bögga hann, Andri svaraði niðurlútur játandi. Gunnar sagðist oft hafa lent í svona strákum þegar hann var yngri og að þeir væru bara öfundsjúkir.
*
Það er að vísu ekki satt, þeim leiddist bara og Andri var auðvelt skotmark. Þeir höfðu í raun ekkert til að öfunda í fari Andri, sem stórfurðulegur, fátækur og, það sem skipti þá mestu máli, ömurlegur í fótbolta.
*
Hólmsteinn fylgdi Andra heim, Andri sagði honum frá hundunum sínum og köttum. Hólmsteini þótti það skemmtileg saga og vel sögð, í alvörunni. Hann sagði að Andri ætti að verða skáld.
Sjálfur var Hólmsteinn tónlistarmaður.
*
Þegar Andri var kominn heim hélt Hólmsteinn göngu sinni áfram.
*
Ég vil enda söguna með því að láta draum Gunna rætast.
*
Gunni sat upp í tré…

Endir.