Árni vaknaði, hann var ósáttur.

Þetta var í fyrsta skiptið í 27 ár sem hann var innilega ósáttur með að vakna. Hann, líkt og flestir aðrir, bjóst við að vakna, flesta morgna.

Hann vaknaði ekki heima hjá sér, hann vaknaði heldur ekki hjá vini sínum, kærustu, kærasta, systkini, frændsystkini, foreldrum eða hjásvæfu. Hann vaknaði á spítala, tengdur við vélar sem þjónuðu tilgangi sem var í beinni andstöðu við vilja hans; þær héldu honum lifandi.

*

Kvöldið áður en hann vaknaði tók Árni alltof margar svefntöflur, hann var einhleypur. Hann var einn. Þar að leiðandi bjóst Árni ekki við því að vakna, hver ætti að finna hann?

Árni skildi það enn ekki er hann starði út um gluggan á óspennandi útsýnið fyrir utan spítalann.

Hálftíma eftir að Árni vaknaði kom hjúkrunarfræðingur inn í herbergið og spurði hvernig hann hafði það. “Ágætlega, svo sem.” svaraði Árni, án þess að líta frá óspennandi glugganum.

Hjúkrunarfræðingur var karlmaður, Árni velti því fyrir sér hvort hann væri samkynhneigður. Eftir að hafa séð spegilmynd hans lítillega í glugganum komst hann að því að hjúkrunarfræðingurinn hlyti að vera samkynhneigður.

Samkynhneigði hjúkrunarfræðingurinn spurði Árna hvor hann væri tilbúinn að borða, Árni sagðist ekki vera það. “Þú verður nú að borða eitthvað.” sagði hjúkrunarfræðingurinn. Árni féllst á borða.

Þegar samkynhneigði hjúkrunarfræðingurinn færði honum matinn spurði hann í leið hversvegna Árni hafði reynt að svipta sig lífi. Árni vildi ekki svara spurningunni að svo stöddu og spurði því á móti: “Hversvegna hefur þú ekki reynt það?” Innihaldslaus spurning sem er erfitt að svara. Hún batt samstundis enda á samtalið.

*

Þegar Árni hafði náð fullum líkamlegum bata var hann lagður inn á geðdeild, þar sem hann átti að ná andlegum bata. Þar kynntist hann geðlækni, hann kynntist að vísu ýmsum en ástæðulaust er að telja þá alla upp.

*

Fyrstu viðtalstímanir voru þægilegir fyrir Árna, sem hafði enn engan áhuga á því að tjá sig um sjálfsvígstilraunina. Í fjórða tímanum spurði geðlæknirinn Árna hinsvegar út hana, hann spurði: “Hversvegna reyndirðu að gera þetta, Árni minn? Ég er aðeins búinn að kynnast þér og sé að þú ert margbrotinn og skemmtilegur einstaklingur. Hvað var það?” Árni andvarpaði. Hann sagði geðlækninum söguna, en Árni var þá og er enn lélegur sögumaður.

Lof mér að segja hana:

*

Árni sat einn á kaffihúsi, hann beið eftir vini sínum. Vinurinn var seinn.

Árni kynntist fyrrum eiginkonu sinni á þessu kaffihúsi, þau unnu bæði þar þegar fyrrverandi var í Háskóla. Árni var ekki í Háskóla og vann enn á kaffihúsinu. Fyrrverandi fór frá Árna, vegna þess að henni þótti Árni ekki vera að gera neitt með líf sitt og þótti og sársaukafullt að horfa upp á hann kasta því glæ. Það gerðist einu ári áður en Árni vaknaði.

Árni var i fríi og var að vonast til þess að eiga þægilegan dag með vini sínum, án þess að þurfa að tala um lífið sitt, fyrrverandi, vinnuna, þunglyndi eða fjárhagsstöðuna.

Árni var nokkurnveginn auminginn meðal vina sinna, sem urðu færri með hverju ári.

Vinur hans kom inn, þeir spjölluðu í þó nokkura stund áður en vinurinn færði sig inn á svæði sem Árni vildi ekki tala um. Vinurinn spurði: “Hversvegna ertu ekki að gera neitt, Árni? Hversvegna ferðu ekki í Háskóla, þú ert með stúdentinn. Ekki viltu vera fastur hérna sem eftir er.” Árni var munaðarlaus. Hann hafði verið það frá 5 ára aldri. Þegar hann var sautján ára lést frændi hans, sem hafði verið forráðamaður Árna og varð hann því að sjá um sig sjálfur. Vinir hans höfðu hinsvegar alltaf veitt honum nokkurt taumhald, þessi vinur vildi meina að hann hafði persónulega bjargað Árna frá algjörri glötun allavega fimm sinnum. “Ég vil ekki tala um þetta.” sagði Árni. Árni vildi virkilega ekki tala um þetta. “Við höfum allir þvílíkar áhyggjur af þér, sérstaklega frá því að hún fór frá þér.” Árni vildi virkilega ekki tala um þetta. “Þú ert stór skuldugur, þú lifir samt eins í algjörri fátækt. Hvað ertu að gera?” Árni hafði vissa lifnaðarheimspeki, sem er mjög svipuð minni.

*

Fyrsti 20 ár lífs hans var Árni góður strákur sem lærði heima, vann vinnuna sína og stóð í þeirri trú að vinnan myndi skila sér einhversstaðar.

En þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla gerðist eitthvað, sem ég veit ekki hvað er, hann missti þá trú. Hann sá heiminn á nýjan hátt:

Við erum öll þrælar, fjárhagslegir hvítir þrælar. Við vinnum fyrir launum sem skila, þegar horft er til endans engu. Allir virkir dagar fara í vinnu og virk kvöld í hvíld til þess að standa sig í vinnu. Helgarnar eru sagðar vera okkur en þær fara hjá flestum í tilgangslausa samkeppni um eigur og útlit eigna, verslunarferðir eða þrif. Þau fáu frí sem við tökum okkur, þær fáu reisur sem við höldum í eru kerfisbundnar og skrásettar, til þess að geta sýnt fram á hve spennandi líf okkar er. Hve mikið meira spennandi líf okkar en líf nágrannans. Við verðum að sigra alla þá sem eru nærkomnir okkar, áður en við snúum aftur til vinnu.

Með tímanum sá Árni að fólk deildi ekki þessari heimsýn, fólk virtist vera sátt í þrældómnum, harmurinn verður sárastur fyrir þá vongóðu.

Árni vissi að ef vinur hans myndi þrýsta og mikið á hann, þá yrði hann að svara. Þá yrði hann að útskýra fyrir vini sínum að hann væri þræll, fastur í óspennandi rútínu en hann væri of blindur eða of heimskur til þess að sjá það sjálfur.

Hann hafði flutt þá ræðu oft áður og viðbrögðin höfðu aldrei verið góð. Ég vil meina að ræðan hafi markað endan á samband Árna við fyrrverandi.

Árni sat þögull, vinur hans talaði stanslaust. Vinur hans þagnaði. Árni þagði enn. “Viltu svara mér?” spurði vinur hans: “Geturðu reynt að láta mig skilja hvað þú ert að hugsa?”

Árni andvarpaði, hann var orðinn frekar pirraður.

Hann útskýrði stöðu heimsins fyrir vinu sínum.

Vinur hans starði í 2 mínútur þögull framan í Árna eftir á. “Ég veit ekki hvað ég á að segja.” sagði hann, eins og margir sem hafa ekkert gáfulegt að segja en finna samt fyrr þörf til þess að tjá sig.

“Allt í lagi.” sagði Árni. “Nei ég meina, hvað meinarðu?” Vinurinn var ekki hrifinn af þessum hugsunarhætti, vinir mínir eru fæstir hrifnir af honum. Skelfing getur fólk verið blint.

*

Vinurinn fór stuttu seinna.

Árni fór heim til sín, íbúðin var að mestu leyti tóm. Hann var einn. Hann gat ekki leitað til neins.

*

Það eru tvær leiðir út úr hversdagslega fangelsinu sem við lifum öll í:

Að lifa í algjörri fátækt, þú finnur fólkið sem valdi þá leið röltandi niðri í bæ, ofurölvi upp úr hádegi á virkum degi.

Eða dauði.

Árni vildi sleppa.

*

Þegar frásögn Árna lauk starði geðlæknirinn agndofa á hann í tvær mínútur.

“Ég veit ekki hvað ég á að segja.” sagði geðlæknirinn. Hann talaði áfram, en Árni heyrði ekki í honum, vegna andvarpans.