Fyrsti kaflinn í sögu sem ég er að skrifa, endilega segið ykkar álit.

Óskar þú þess ekki að vera einhver annar, bara í smástund. Komast burt í kannski fimm mínútur. Það hugsa ég með sjálfum mér þegar ég sit á hörðum viðarstólnum á Krúsinni.
Ég stari út um gluggann. Fólk er flest í jólainnkaupum. Snjórinn fellur hratt og örugglega til jarðar. Ég man ekki eftir jafn mikilli snjókomu frá því að ég var bara smápolli. Ég finn hvernig snjórinn bráðnar hratt á stringaskónnum í hitanum inni á notalegu kaffihúsinu. Það var mjög troðið á Krúsinni þennan föstudagseftirmiðag. Það var mitt jólafrí svo ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af heimanáminu, sem var ágæt tilbreyting frá hversdagslífinu í vetur. Jólaprófunum var líka lokið, og þar með allt stressið sem hafði fylgt þeim. Ég náði alveg ágætis einkunnum, eða mér finnst það allavega. 8,7 í stærðfræði var víst alls ekkert til að kvarta yfir, ég er líka vanur að fá mikið lægra. Mér fannst það líka skiljanlegur árangur eftir að hafa legið yfir bókunum síðastliðnar vikur. Íslenskan var eilítið slappari, enda verður ég seint talinn sem góður í henni. 8,1 var víst einkunnin, ég er svosem sáttur með hana. Enda vanur að fá mikið lægra. Ég bjóst satt best að segja við mikið minna. Svona í heildina litið er ég ágætlega sáttur með árangurinn, en mest kvíður mér fyrir vorprófunum, að þurfa að ganga í gengum þessa kvöl aftur einungis til að færa sig yfir í tíundabekk. Ég hrærði í kakóinu með teskeiðinni. Ég hef komið nokkuð oft hingað í jólaleyfinu. Enda hef ég haft fátt annað að gera. Leifur er í skíðaferðalagi með fjölskyldunni í ölpunum og Jakobína í heimsókn hjá ömmu sinni í Reykjavík og kemur ekki heim fyrr en um kvöldmataleitið. Það er víst ekki af ástæðulausu að Leifur var kallaður Leifur heppni. Það liggur við að hann hafi fæðst með silfurskeið í munninum, hann þarf varla að lifta litlafingri í sínu áreynslulausa lífi. Hinsvegar er skilyrði fyrir öllu þessu desktri, hann þarf að fá yfir 9 í öllum einkunnum. Og helst 10. Ég veit að ég gæti aldrei, þá meina ég aldrei staðist þær kröfur þó að ég vildi. Það hefur víst oftar en ekki gerst að ég fái meira en helmingi minna í prófum en hann. Ég er samt hættur að láta það fara í taugarnar á mér að virðast vera heimskur við hlið Leifs, það eru hvort eð er allir svoleiðis. Ég kannski aðeins meira en aðrir. Ég brosi með sjálfum mér. Ég og Leifur erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í leikskóla. Ég lít á hann sem bróður minn. Það er eins og þaði hafi gerst í gær. Samt var ég ekki nema fjögurra, fimm ára. Nokkrir strákar voru að stríða Leifi. Tóku úlpuna hans og fylltu alla vasa af steinum. Ég var nýfluttur í hverfið og þetta var minnir mig fyrsti dagurinn í nýja leikskólanum. Strákarnir sem höfðu verið að níðast á Leifi voru allir miklu hærri og sterkari en hann. Ekki bætti líka úr skák að þeir væru þrír eða fjórir en Leifur bara einn. Ég stóð álengdar og vissi að ég hefði líklega getað ráðið við þá. Ég var ekki lengur tvístígandi þegar einn strákanna og jafnframt sá stæðsti, tók stóru, hringlóttu, grænu gleraugun af Leifi. . . jæja, segjum bara að ég hafi ráðið ágætlega við þá og meira að segja vel það. Ég fylgist utan við mig með stelpu í rauðri kápu sem gengur yfir götuna á móti bókabúðinni og í áttina að Krúsinni. Það rennur upp fyrir mér að þetta er Hanna Rut, stelpan sem ég er yfir mig hrifinn af og er búinn að vera það svo lengi sem ég man eftir mér. Ég brosi, ég kemst ekki hjá því að hugsa til þess ef hún mundi heilsa mér. Ég vissi að líkurnar væri einn á móti milljón. Ég og Hanna erum í sama vinahóp og ég umgengst hana frekar mikið. En því miður er ég víst ennþá á því tímabili að stokkroðna ef svo mikið sem einhver stelpa yrðir á mig og ekki er það meira aðlagandi að eyrun á mér verða dökkfjólublá ef Hanna Rut er í augsýn. Ég fylgist með henni alveg þangað til hún hverfur mér sjónum þegar hún opnar dyrnar á Krúsinni. Hún skýtur svo aftur upp kollinum þegar hún brýst í gegnum þvöngrina og mér finnst eins og hún taki stefnuna beint á mig eftir að hafa tekið eftir mér. Ég finn hvernig bévítans eyrun hitna.
„Er verið að taka sér frí frá jólainnkaupunum?“ Spyr hún hlæjandi. Ég brosi og segi ekkert. Ég vil ekki ljúga en samt finnst mér skömmin það mikil að ég vil ekki segja að ég hefði ekki getað verið að versla, ég átti einfaldlega ekki fyrir gjöfum í ár. Mamma er núna búin að vera atvinnulaus í rúma fjóra mánuði og á varla fyrir húsaleigunni, hvað þá gjöfum. Og ekki voru peningar nægir áður en mamma var látin flakka af Eggaldinu, Eggaldið heitir í raun ekki Eggaldið heldur Matarlistinn eða Matseðillinn, ég get ómögulega munað hvor. En allavega þá lánaði ég mömmu víst allt spariféið mitt. Það var víst ekki mikið en þó allavega nóg til að fara nokkrum sinnum í búðina og fyrir öðrum brýnum nauðsynjum. Það var líka dálítið erfitt að vera með tvö börn upp á arminum, mig, strák á unglingsaldri og svo Erlu, litlu systur mína sem var að verða þrettán og víst líka komin á gelgjuna. Mamma sagðist ætla að borga um leið og hún fengi vinnu. Mér er svosem alveg sama þótt ég komist ekki í bíó á næstunni. Lífið er víst meira en bara það. Svo veit ég að Leifur er alltaf tilbúinn að lána mér.
„Nei, satt best að segja hef ég ákveðið að gerast munkur.“ Svara ég henni grafalvarlega og ég vona innilega að hún taki ekki eftir stökkroðnandi eyrunum á mér. Hún hlær mér til mikils léttirs.
„Svo segir Snjómaðurinn það?“ Spurði hún og reyndi að hlæja ekki. Snjómaðurinn vað viðurnefni sem ég hafði fengið í skíðaferðinni með bekknum í fyrra. Mesta snerting mín við snjóíþróttir hafði verið snjóþota svo að ég hafði aldrei stigið á skíði. Leifur sem hafði stundað þau áður en hann byrjaði að ganga taldi mér trú um að þetta væri eins og að drekka vatn, í fljótfærni minni og fávisku trúði ég Leifi og fór óhræddur af stað. Ég byrjaði ágætlega en datt svo þegar ég fór á hraðari ferð. Ég kúveltist niður skíðabrekkuna og krakkarnir í bekknum, sem stóðu álegndar og fylgdust með ósköpunum líktu mér við snjóbolta eða snjómann þar sem ég lá í hrúgu allur í snjó. Ég hló með og þóttist ekkert hafa slasað mig. Ég hló nú samt ekki lengi því það kom í ljós að ég hafði fótbrotnað og var því það sem eftir lifði ferðarinnar á hækjum og í gipsi á meðan hinir sýndu listir sínar.
Ég kinka kolli glaðlega og sýp af kakóinu. Hún sest í sætið gengt mér eins og ekkert sé eðlilegra.
„Snæbjörn,“ segir hún alvarlega í bragði „ég vildi spurja þig áltits. Þú þarft ekki að svara ég bara þarf nauðsynlega eitthvað óhlutdrægt álit, þú þarft samt ekki að svara ef þú vilt það ekki, ég skil það alveg pottþétt.“ Heldur hún áfram jafn alvarlega. Mér er í fyrstu brugðið að hún skuli vera að eiga svona samtal við mig en ég er forvitinn og kinka því ákaft kolli. Hún var alls ekki vön að kalla mig Snæbjörn, eða í þau fáu skipti sem hún ávarpaði mig með nafni, oftast Snæi eða Snjómðaurinn.
„Þó að Tara sé besta vinkona mín þá er hún ekki beint alvarlega týpan.“ Bætir hún við og brosir ögn. Nei Tara er svo sannarlega ekki alvarleg, ég hef aldrei á minni stuttu ævi kynnst jafn frakkri manneskju, en í leið skemmtilegri og skrautlegri. Nema kannski Nönnu, það er enginn fyndnari en hún. Hanna Rut vefur dökkum lokki um fingur sér og starir viðurtan út um gluggann. Ég er ekki alveg að átta mig á aðstæðunum. Hjartað mitt er alveg á milljón og ég bíð átekta gjörsamlega að deyja úr forvitni.
„Sko,“ byrjar hún hikandi „þú veist að ég er á föstu með Fanna.“ Segir hún rólega og ég get ekkert af því gert þegar ég verð pirraður þegar ég heyri minnst á nafnið Fannar eða Fanni. Mér fannst hann alltaf ágætis strákur áður en hann dirfðist að byrja með Hönnu. Hann var með mér í fótbolta en samt var ég ekki beint mikið með honum, en samt sem áður höfðum við verið ágætir kunningjar og erum það upp að vissu marki í dag. Ég kinka kolli og hræri í enn eitt skiptið í hlandvolgu kakóinu.
„Já, ég held að hann sé að halda fram hjá mér. . .“ segir hún hreint út lágt og mjóróma svo hún virðist vera að berjast við tárin. Ég á bágt með að skella ekki rækilega upp úr. Hver heilvita manneskja mundi taka aðra stelpu fram yfir Hönnu?
„Nú af hverju heldur þú það?“ Spyr ég afskaplega samúðarfullur í ljósi alvarleika umræðuefnisins. Hún ræskir sig og sýgur upp í nefið. Ég velti því fyrir mér hvort hún sé að gráta eða bara svona yfirmáta stífluð. Ég finn hvernig ég verð snögglega óöruggur. Ég veit alls ekkert hvernig ég á að bregðast við aðstæðum se, slíkum.
„Hann er bara búinn að vera svo fjarlægur undanfarið.“ Stynur hún upp máttleysislega. Þó að ég sé yfir mig hrifinn af Hönnu þá er hún víst bara venjuleg þannig lagað sé eftir allt saman, hún grætur útaf minnstu smáatriðumn eins og stelpur gera öllu jafna. Samt gerir Bína það aldrei. Ég hef líklega fellt tár oftar en hún, allavega í minni návist.
„Hanna Rut,“ segi ég, öryggið uppmálað „ég er viss um að hann Fanni færi aldrei að halda uhh. . . framhjá þér,“ segi ég og reyni að tala af einlægni „það er ábyggilega bara mikið að gera hjá honum svona yfir jólatímann.“ Bæti ég við og brosi. Ég bölva sjálfum mér í hljóði, alltaf þarf ég að vera svona fjári heiðarlegur. Ég hefði getað verið sammála henni, eða í það minnsta reynt mjög lúmskt að fá hana hætta með honum. Ég var víst of mikill heigull. Hún virtist gleypa við öllu sem ég sagði og saug í enn eitt sinn upp í nefið.
„Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.“ Mér sýnist hún brosa dálítið. Ég brosi sannfærandi út að eyrum og vona að með því dragi ég ekki alla athyglina að rauðglóandi eyrunum. Ég klára þá litlu öfn sem eftir var í bollanum. Hún stendur upp.
„Heyrðu, ég þarf víst að halda áfram að kaupa jólagjafirnar. Á enn eftir að finna eitthvað handa Töru.“ Segir hún og blikkar mig brosandu. Ég kinnka kolli og kveð hana.
„Sjáumst!“ Segir hún glaðlega og veifar prjónavettlingunum. Eftir að hún hverfur sjónum mínum út í snjókomuna sem er nýbyrjuð að herja aftur á göturnar fyrir utan, stend ég upp, nenni engan veginn að hanga hérna lengur. Ég tek íþróttatöskuna og fer út í snjóbylinn.