( http://www.smasogursiv.wordpress.com )
Viðvera. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.
*
Ég kann illa við myrkrið. Ég er ekki beinlínis myrkfælin og ég kann heldur ekki við of vel lýst herbergi en það er eitthvað við níðamyrkur sem dregur fram vissa óöruggis tilfinningu.
Sjónvarpið veitir fullkomna lýsingu fyrir herbergið. Herbergið mitt er tiltölulega stórt, sjónvarpið er staðsett fyrir miðju herbergsins og andspænis því er sófi. Hægra meginn við sófann er rúmið mitt, sem er á stærð við hjónarúm, þó myndast ákveðið tómarými á milli enda rúmsins og enda sófans, þar kom ég fyrir litlu borði og því er eini lampinn í herberginu. Lampinn er ekki í sambandi, enda nota ég hann aldrei og taldi það sóun á annarsvegar nothæfri innstungu að hafa hann í sambandi, innstungan er ónotuð. Á að giska hálfum metra frá vinstri enda sófans, þar sem höfuð mitt hvílir allajafna er skrifborð með borðtölvu.
Það gefur augaleið að sjónvarpið veitir fullkomna lýsingu, fæstir nota loftljós undir eðlilegum kringumstæðum í svefnherbergi og lampinn veitir það litla lýsingu að herbergið verður drungalegt þegar kveikt er á því.
Mér þykir gott að hafa höfuðið mitt vinstra meginn á sófanum til þess að geta fylgst með.
*
Fjölskyldan mín mun seint teljast fullkomin.
*
Herbergið mitt er staðsett á neðri hæð hússins, flest sem er frásögum færandi gerist þar.
Faðir minn er mikilvægur maður, hann er líka drykkjumaður og ofbeldismaður. Sjálf hef ég aldrei orðið fyrir barðinu á honum en eldri systir mín varð það oft þegar hún var mínum aldri.
Þróun systur minnar er vægast sagt sorgleg, í dag er hún sextán ára og þegar háð fíkniefnum, hún stelur af foreldrum okkar til þess fjármagna fíknina, hún felur það hinsvegar illa og faðir minn lemur hann í hvert sinn sem hann kemst að því.
Ég tel hann innilega elska hana, en að hann viti hreinilega ekki hvað hann eigi að gera. Þetta er honum að kenna, hann hlýtur að vita það. Ég elska hana. Ég held hinsvegar að verði ekki viðstödd þegar ég verð tólf ára. Annað hvort verður búin að fá af föður mínum eða faðir minn nóg af henni. Eða dauð.
Í kjölfar barmsmíða fer systir mín oft að heiman í einhvern tíma, stundum klukkustund, stundum viku. Einu sinni vissi ég ekki hvort systir mín væri lifandi í hálfan mánuð og föður mínum virtist vera alveg sama. Faðir minn drekkur hinsvegar. Oft níðist hann á móður minni þegar hann er drukkinn.
Það hefur hann gert eins lengi og ég man eftir, hann slær hana ekki alltaf en öskrar ávallt á hana, eða gerir lítið úr henni á einn hátt eða annan. Þegar ég var yngri grét hún ávallt en ekki lengur. Í dag virðist henni sama. Henni virðist vera sama um allt. Ég sé hana sjaldan, oftast liggur hún í herbergi hennar og föður míns til klukkan fimm að degi en faðir minn kemur iðulega heim klukkan sex að kvöldi og þykir henni betra að hafa kvöldmatinn til þegar hann kemur aftur.
Sum kvöld eru öðrum verri, sum kvöld fer systir mín út alblóðug, sum kvöld grætur móðir mín. Alltaf ligg ég þó, ósnert og ásjánlega ósnortin fyrir framan sjónvarpið.
Eftir storminn kemur einungis birta frá sjónvarpinu. Eftir storminn heyrast einungis hljóð úr sjónvarpinu.