*
“Mér líður eins og fucking heróín fíkli, þegar ég er með henni líður mér illa og þegar ég er ekki með henni sakna ég hennar.
Þetta eru eins og fráhvarfseinkenni. Ég hætti að reykja í tíundabekk og þetta er nákvæmlega eins. Ég er með vinum mínum, sameiginulegum vinahóp okkar og mér finnst eitthvað vanta. Ég loka augunum og sé hana fyrir mér. Ég opna augun og mér er flökurt. Ég vil fá hana til okkar.”
Þessi krakki vælir sjúklega mikið, ég veit að ég ætti ekki að hugsa, ég vinn mestmegnis við að hlusta á fólk væla yfir ómerkilegu og óspennandi vandamálunum þeirra en þetta er óeðlilegt. Ofmetnar tilfinningar.
Hann er hrifinn af vinkonu sinni, hver hefur ekki lent í þvi? Mig langar stundum að spyrja hann hvort hann hafi einhverntíman prófað að væla minn. Án gríns, það myndi pottþétt hjálpa honum. Fuck, hann er hættur að tala. Ég þarf að segja eitthvað. Hvað í fjandanum get ég sagt? Hann starir bara á mig með þessu tóma fucking augnarráði. Ég sest upp, ég var búinn að vera hálf-liggjandi, hálf-sofandi. “Af hverju býðuru henni ekki í bíó?” Klassísk spurning. Hún ætti að halfa sjálfskapa volæðinu áfram í þó nokkra stund.
*
Kannski ég ætti aðeins að segja ykkur hver er hver hérna, ég er Halldór, ég er sálfræðingur. Vælikjóinn sem situr andspænis mér vikulega og kvartar yfir litlum ástar- og lífskrísum heitir Gissur.
Hann er sextán ára, ég er tuttugu og sjö ára, ég er held ég allt of ungur fyrir þessa vinnu.
Hann er á annari önn í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og féll á fyrstu önninni, mömmu hans þótti það alveg hreint einstakt að litli hálfvitinn hennar skulu hafa fallið, þannig að hún sendi hann til mín. Strax eftir fyrsta tíman langaði mig að segja henni að hann þyrfti bara að lesa fucking bók en ég þarf að borga af húsinu eins og hver annar.
Hann segist hafa fallið á önninni af því að hann er svo hrifinn af gamalli vinkonu sinni.
*
Hún heitir Andrea.
Þau kynntust í fyrra í ensku tíma, þau voru að gera hópverkefni. Hann lýsir þessu sem ást við fyrstu sýn, mig langar að æla. Besti vinur hans í skólanum er æsku vinur hennar þannig að þau urðu vinir.
Óáhugaverðasta ástarsaga í heimi! Án gríns.
*
Ég vil virkilega fara að snúa mér að einhverju öðru. Án gríns, ef hann hættir ekki að væla um þessa helvítis stelpu bráðum mun ég þurfa að fara til sálfræðings, bara, um leið og tíminn hans er búinn.
“Hvernig” byrja ég og átta mig á því að ég hef ekki nokkurn skapaðan hlut við hann segja, án gríns, að hverju spyr maður náunga með ástæðulausasta þunglyndi í heim ‘hvernig fannst þér leikurinn?’ “gengur þér í skólanum annars?”
“Ömurlega, ég get ekki fylgst með í tímum, ég get ekki lært heima af því að ég get ekki hætt að hugsa um hana. Hún er alltaf svo ofarlega í huganum mínum. Stærðfræði minnir mig á hana.”
“Af hverju?”
“Ég veit það ekki, átt þú ekki að komast að því.”
Guð minn almáttugur, ég er að tala við heimskustu manneskju í heimi. Þetta er týpan sem fer á wikipediu og les sig til um sjálfsdýrkunar-heilkenni og þunglyndi í þessar tvær sekúndur sem hann getur lesið án þess að fá lamandi hausverk. Þetta er týpan sem uppgvötar hversu margir merkilegir hafa verið þunglyndi og leitað aðstoðar hjá sálfræðingi og heldur að það eina sem þurfi til þess að vera merkilegur að fara til sálfræðingis. Þetta er týpan sem vorkennir sjálfum sér svo mikið að hann mun aldrei afreka neitt og lifa á ríkinu út frá smávægilegri þekkingu um örorku og væli.
Ég verð bara að segja þessu fífli upp. Ég get ekki í góðri samvisku féflett foreldra hans lengur og ég get ekki upp eigin geðheilsu hlustað á þennan hálfvita lengur.
“Mér þykir, ef satt skal segja, að þú hafir náð alveg ótrúlegum framförum.”
“Mig langar stundum til þess að deyja.”
Byrjar þessi pakki, alltaf þegar ég reyni að segja upp sjúklingum á unglingsaldri koma þeir með þetta og þeim er aldrei alvara. ‘Mig langar að deyja’ ‘Ég fór í bað með hníf’ ‘Ég ræsti bílinn í bílskúrnum og rétt náði að opna hann áður en ég dó’ Lygarar, allir saman lygarar. Ómerkilegir fucking lygarar.
Án gríns.
“Allt í lagi, hvað segirðu um þetta. Við hittumst næst eftir þrjá mánuði, eftir prófin og þegar sumarið er aðeins byrjað og sjáum hvernig þér líður og hvernig þér í skólanum. Og hver veit, kannski verðurðu kominn með kærustu.”
Þetta kemur honum í opna skjöldu og loksins þegir hann, stuttu síðar muldrar hann: “Jájá.”
*
Popp, bjór og Gossip Girl, gerist ekki betra. Dagurinn er búinn.
*
Síminn hringir klukkan hálf tvo að nóttu er ég sef. Þetta er mamma Gissurs, hún er hágrátandi. “Hvað í andskotanum gerðirðu?” spyr hún, hún segir mér að litla fíflið hafi drepið sig.
Mér líður illa.
Ég skil hann samt alveg, dauðinn er svo einfaldur.
Sjálfmorðbréfið innihélt þrjá stafi: FML.
Mér líður ekki vel, án gríns.