Bara eitthvað sem ég er að prófa.




Hekla settist við barinn og fól andlitið í höndum sér. Hún vissi alveg að hún mátti ekki vera þarna. Hún var of ung. En hún gat ekki farið aftur út. Hann beið eftir henni. Hann neitaði að fara og kvaðst verða að útskýra. Eina ástæðan fyrir því að hann hafði ekki elt hana inn var út af því að hann gat ekki skilið hunfinn eftir. Helvítis hundurinn. Stundum virstist hann elska hundinn meira en hana.
“Get ég fært þér eitthvað?” spruði barþjónninn varfærnislega. Hekla leit upp. Myndarlegur strtákur, varla eldri en tuttugu og tveggja.
“Sódavatn bara, takk,” svaraði Hekla. Barþjónninn kinkaði kolli. Sá hann virkilega ekki að hún var bara sextán og átti ekkert með það að vera að hanga á bar svona seint. Barþjónninn lagði hátt glas með sindrandi vökva á borðir fyrir framan hana.
“Eitthvað fleira?” spurði hann vingjarnlega. Hekla var næstum búin að hrista höfuðið nei. Í staðinn spruði hún lágmælt:
“Áttu nokkuð kirsuber?” spruði hún. Þegar strákurinn setti upp undarlegan svip flýtti hún sér að bæta við: “Út í vatnið, meina ég.” Hún hafði heyrt það einhversstaðar að sumir vildu kirsuber út í drykkinn sinn í staðinn fyrir ólífu eða eitthvað svoleiðis. Andlitið á þjóninum mildaðist.
“Auðvitað,” sagði hann og hneigði höfuðið örlítið áður en hann beygði sig niður fyrir aftan borðið. Þegar hann reis upp aftur hélt hann í langan stilkinn á blóðrauðu beri. Hann sleppti því ofan í glasið. Drykkurinn freyddi og berið sökk á botninn. Botninn. Kirsuberið virtis hafa slegist í hóp með Heklu, á botninum.
Hekla flýtti sér að klára vatnið svo hún gæti náð í kirsuberið. Hún dró til mín servéttu til að setja steininn á. Barþjónninn bætti í glasið hennar. Þegar hann ætlaði að láta kistuberið detta í vökvann sem fyrr stoppaði Hekla hann af.
“Ég skal bara taka það,” sagði hún fljótmælt og stakk því upp í sig.
“Má bjóða þér fleiri?” spurð barþjónninn kurteislega. Hekla kinkaði kolli og fyrr en varði var komin til hennar skál full af kirsuberjum. Það var farið að hægjast um á barnum. Það var jú þriðjudagur.
“Er allt í lagi með þig?” spurði barþjóninn hikandi. Hekla hrökk við. Hún hafði setið með hönd undir kinn að berjast við tárin.
“Jájá,” sagði hún lágt.
“Ertu viss?” spurði hann enn lægra. Hekla hristi höfuðið. “Ef þú vilt tala um það þá hef ég mikla reynslu í því að hlusta,” sagði hann alvarlegur. “Fólk hefur tilhneygjingu til að koma hingað og drekkja vandamálum sínum í drykkju og kvarta í barþjóninum,” bætti hann við. “Annars heiti ég Andri,” sagði hann og bætti berjum í skálina hjá Heklu.
“Hekla,” sagði hún. “Og það er svo sem ekkert að segja, kærastinn minn … fyrrverandi, er bara hálfviti,” bætti hún við.
“Strákamál, ég skil,” sagði Andri. Það var þögn í stutta stund. Fleiri og fleiri borguðu reikninginn og drifu sig. Heim? Þeirra vegna vonaði Hekla það. Ekki gat hún farið heim. Helvítis fávitinn hékk enn fyrir utan. Steinunum fjölgaði á servíettunni hennar Heklu.
“Þú ættir að fara að drífa þig heim,” sagði Andri allt í einu. Klukkan var farin að ganga tvö.
“Segir hver,” svaraði Hekla snúðug.
“Láttu ekki svona, þú ert hvað fimtán?”
“Sextán,” svaraði Hekla sármóðguð. Svo mildaðist hún. “Fyrst þú vissir að ég væri undir aldri, afhverju leyfðistu mér þá að koma inn?” spurði hún. Andri mildaðist líka örlítið.
“Ég sá þig rífast við kærastann þinn – “
“Fyrrverandi,” greip Hekla fram í fyrir honum.
“Fyrrverandi kærastann þinn,” leiðrétti Andri. “Fyrir utan og ákvað að þú þyrftir tíma til að jafna þig,” hélt hann svo áfram.
“Takk,” sagði Hekla einfaldlega. Andri hneigði höfuðið lítillega. “Er samt í lagi að ég verði hérna þangað til hann fer,” bætti hún við og hnykkti höfðinu í átt að glugganum þar sem mátti sjá hann standa fyrir utan og anda frá sér gufu í köldu nóvember loftinu. Andri kinkaði kolli.

Hann gaf sig ekki fyrr en Andri þurfti að loka. Hekla hafði sofnað fram á borðið. Þegar Andri hafði lokið við að þrífa og ganga frá reyndi hann að vekja hana en án árangurs. Hann ýtti við henni og klappaði henni á vangann en hún haggaðist ekki. Andri andvarpaði og endaði á því að taka hana í fang sér og fara með hana út í bílinn sinn. Það fyrsta sem honum kom í hug var að skutla henni heim og vona að hann fengi ekki skammir frá foreldrunum fyrir að banka upp á klukkan þrjú með hálf meðvitundarlausa dótturina á öxlinni. Svo áttaði hann si á því að hann vissi auðvitað ekkert hvar hún átti heima. Andri leitaði á henni eftir merkjum um hvar hún bjó en fann ekki neitt. Þá var ekki neitt annað í stöðunni en að taka hana með sér heim. Áður en hann lagði af stað fann hann símann í úlpuvasanum. Hann sendi stutt skilaboð til pabba hennar sem útskýrðu fjarveru hennar þannig að hún hafði gist hjá vini og vonaði að það nægði. Síðan spennti hann rænulausa stúlkuna í bílbelti og keyrði út í nóttina.

Hekla vakanði í ókunnugu rúmi. Það stóð í rúmgóðu svefnherbergi sem var innréttað í mjúkum beislituðum tónum. Hún var með dúndrandi hausverk þó að hún hafði ekki drukkið dropa af áfengi kvöldið áður. Atburðir næturinnar rifjuðust smátt og smátt upp fyrir henni en það útskýrði ekki hvar hún var. Hún gat ekki munað hvert hún hafði farið eftir að hafa klárað úr sjötta sódavatnsglasinu sínu. Þó sá hún strax að herbergið sem hún hafði gist í tilheyrði karlmanni. Fataskápurinn var opinn og sýndi skyrtur og jakka í mismunandi litum. Á skrifborði hinum megina í herberginu stóð fartölva og nokkrar þykkar bækur í stafla. Hekla var enn í fötunum en þó hafði einhver fært hana úr skónum og þykkri peysunni.
Rugluð í ríminu steig Hekla fram úr og fetaði sig fram. Þar tók við lítil stofa með eldhúskrók. Andri stóð í eldhúsinu og var að drekka kaffi og lesa blaðið. Hann var með blautt hár og kominn í bláa skyrtu og gallabuxur. Klukkan á eldhúsveggnum sýndi hálf ellefu.
“Daginn,” sagði Andri án þess að stökkva bros. Hekla svaraði ekki. “Kaffi?” spurði hann og hélt könnunni á lofti. Hekla hristi höfuðið. “Eg bý hér, ef þú skyldir vera að velta því fyrir þér,” sagði hann til útskýringar. Hekla stóð enn vandræðaleg fyrir framan hann. “Ég svaf á sófanum,” hélt hann áfram. “Ég geri ráð fyrir að þú þurfir að vera einhversstaðar svo ég get skutlað þér á leið minni niður í háskóla.”
“Takk,” hvíslaði Hekla hás. Andri hikaði augnablik en sagði svo:
“Ég vil biðjast afsökunar á því hvernig ég hegðaði mér í gærkvöldi.”
“Afhverju?” spurði Hekla ringluð. “Ég veit ekki betur en að þú hafir hegðað þér eins og hinn fullkomni herramaður,” helt hún áfram þurrlega. “Þú þurftir samt ekki að sofa á sófanum,” bætti hún við eftir stutta þögn.
“Þú ert undir aldri og ég hefði ekki átt að leyfa þér að sofna á barnum,” hélt Andri áfram staðfastur. “Komdu, ég skal skutla þér heim,” sagði hann og greip skólatöskuna sína og bíllykla.
Hann stoppaði fyrir framan blokk í garðabænum. Þau þögðu vandræðalega í svolitla stund áður en hann rauf þögnina.
“Ég held ekki að þú ættir að koma aftur á barinn,” sagði hann án þess að snúa sér að henni. Heklu brá.
“Ég myndi ekki gera það þótt mér væri borgað fyrir það,” hvæsti hún og skellti bílhurðinni á eftir sér. Andri greip um stýrið svo að hnúarnir hvítnuðu en sagði ekkert.