Smásaga sem margir geta séð í sína eigin reynslu.






Sönn ást. Hugtakið sem sálfræðingar, félagsfræðingar, sérfræðingar og alls konar fræðingar hafa eytt mestum tíma af lífi okkar á jörðinni í að reyna að útskýra. Tilfinningin þegar þínar tilfinningar, skoðanir og líf skiptir engu máli lengur í þessum heimi, þér er sama um allt nema þessa einu manneskju sem fullkomnar þig og fær þig til að brosa sama hvað gerist. Tilfinningin sem kemur þegar líf þitt þarfnast ekki neins meira heldur en þessarar ótrúlegu veru sem þú sérð ekki sólina fyrir.

Tilfinningin sem kemur á undan reiðinni, sorginni og biturðinni þegar hún er ekki endurgoldin…

Ég var einu sinni ástfangin. Hann var allt sem ég vildi, sá eini sem ég vildi. Ég gat setið og talað við hann endalaust um allt og ekkert, og hann hló ekki að vitleysunni í mér né gerði grín að mér ef ég sagði eitthvað kjánalegt. Hann bara brosti, og skildi. Jafnvel þegar við höfðum ekkert að tala um þurfti ég bara að sitja í þögninni með honum, nálægðin var það eina sem ég þurfti. Hann var maður fárra orða, og virti þögnina sem ég sóttist eftir þegar þannig lá á mér. Hann vissi allt sem ég þurfti, án þess að vita það beint. Hann bara… Fann það á sér.

Og eitt örlagaríkt kvöld sagði hann þessi þrjú litlu orð sem ég beið ekki eftir, heldur bjóst hreinlega við,:“Ekki fríka út… Ég elska þig…”

Ljúfsárt.

Ég er ekki þekkt fyrir að ljúga, svo að auðvitað sagði ég það sem var búist við tilbaka, þessi fjögur orð, :“Ég elska þig líka.”

………………………………………………


Það tók hann innan við viku að hrinda mér í burtu frá sér, loka mig úti og hleypa mér ekki inn aftur. Hann læsti sjálfum sér með ryðguðum járnlykli og fleygði honum út í dýpstu höf.

Það var ekki fyrr en hálfu ári seinna sem ég áttaði mig á mistökum mínum.


Hann laug að mér…
God made me an atheist. Who are you to question his wisdom?