Þetta er fyrsti kafli, eða opnun á sögu sem ég byrjaði að skrifa í gær. Ábendingar um málfar og hvað mætti fara betur eru vel þegnar en ekki eyða tíma í að leiðrétta mig… Ég er með manneskju sem gerir það fyrir mig seinna ;)

Here goes…

“Ég heiti Jeremy Hutch, í dag mun ég deyja.”
Þetta var síðasta hugsun Jeremy áður en Sprengja skall niður í skurðinn skömmu frá honum. Það síðasta sem hann sá áður en hann missti meðvitund var hjálmurinn hans, þakinn blóði og drullu.

Jeremy rankaði við sér, hann á í rúmi og allur þakinn umbúðum. Honum verkjaði yfir allan líkaman. Hann leit í kringum sig, sá að það var nál í hendinni á honum og rör í bringunni. “Féll lungað mitt saman?” hugsaði hann. Jeremy reyndi að tala en það eina sem kom frá honum var lág sársaukastuna.
Hutch heyrði raddir, hann reyndi að hlusta. “Hann er heppinn að vera á lífi, ég hef gert allt sem ég get fyrir hann, það er undir honum komið hvort hann vakni eða ekki” sagði ókunnug karlmansrödd. Hann sá glitta í tvær verur bakvið rimlagardínur, hávaxinn karlmaður og manneskja sem var heldur minni, greinilega kona.
Jeremy sér mannin ganga burt en konan stendur þarna enn. Hann virti hana fyrir sér bakvið gluggatjöldin í smá stund þangað til hún hreifir sig. Hurðin opnast. Bylgja af stressi rauk yfir Jeremy, hann vissi ekkert hvar hann var staddur, hvort hann hefði verið tekinn af óvininum eða hvort honum væri bjargað. “Hvað gerist nú” hugsaði hann, lokaði augunum og þóttist vera meðvitundarlaus.
Konan færðist nær, Jeremy kingdi. Hún það virtist líða heil eilífð þangað til hún nam staðar.
Hlý, mjúk hendi snerti hendi Jeremys, hann opnaði annað augað og drakk í sig öll smáatriði sem blöstu við honum. Þetta var stúlka, í kringum tvítugt. Hún var dökkhærð með dökk augu sem sýndu umhyggju, forvitni og áhyggjur. Varirnar voru fallega lagaðar og rauðar, andlitið var fíngert, aðlaðandi og fallegt.
Stúlkan dró hendina snögglega til baka og sagði blýðri röddu “ertu vaknaður herra Hutch?”
“Hv… hva.. hvaar er ég?” stundi Jeremy
“Þú ert í góðum höndum” sagði stúlkan, lagði hendur sínar á hönd Jeremys og brosti.
Mæta lífinu með bros á vör og þegar það snýr baki við þér og gefur skít í þig… Þá brosir þú bara breiðar!