Símtal. Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.

Fyrsti kafli
:
Þetta er saga um þrjá einstaklinga, gamlan mann, unga konu og ungan mann.
Þessir þrír einstaklingar tengjast mismikið, unga konan þekkti mennina tvo ekki fyrr en 2. apríl 2010, en gamli maðurinn er faðir unga mannsins og ungi maðurinn því sonur gamla mannsins. Gamli maðurinn á líka konu og ungi maðurinn móður en nóg um hana. Unga konan á líka kærasta sem kemur þokkalega mikið til sögu en nóg um hann. Sagan fjallar, eins og áður sagði, helst um þess þrjá mistengdu, misgóðu og mismunandi einstaklinga.
Ungi maðurinn heitir Gunnar og Gunnarsson og því liggur í augum uppi að gamli maðurinn heitir Gunnar en hann er líka Gunnarsson, elsti sonur allra fjölskyldna í tíu kynslóðir í föðurætt unga mannsins hafa heitið Gunnar og í níu kynslóðir hafa þeir heitið Gunnar Gunnarsson en sá fyrsti í ættinni til að skýra son sinn Gunnar hét Jón og var Alfreð Jónsson, hét því fyrsti Gunnarinn Gunnar Jónsson. En nóg um það.
Unga konan heitir Jónína Lofthæna Hallgrímsdóttir og kærasti hennar heitir Hallgrímur, en nóg um hann. Unga konan ólst að mestu leyti upp hjá ömmu sinni og afa og afi hennar heitir Hallgrímur en hún veit ekki hver faðir sinn er í raun og veru.
Í alvöru heitir faðir hennar Andrés Austamann og var lögfræðingur þegar unga konan fæddist en er núna í Taílandi ásamt eiginkonu sinni, hinn ellevu ára gömlu Ha-neul, ástæðan fyrir því að Andrés Norðfjörð, faðir ungu stúlkunar, býr í Taílandi með ellevu ára konu sinni Ha-neul er sú að þau myndu aldrei fá að vera saman í vestræna heiminum, enda er Andrés Norðfjörð í hópi verstu manna á jarðríki, en í fátækjum ríkjum fá þau frið, svo lengi sem hann borgar föður Ha-neul vikulega. En nóg um það.
Almennt alast börn upp hjá móður sinni og föður en móðir ungu konunar var dópisti þegar hún átti Jónínu og er núna talinn dauð.
Í raun og veru eru hún löngu orðin þurr og er núna hjá kona virts stjórnamálamanns á Bretlandseyjum. Þau eiga hús og tvö börn og á sunnudögum fara þau í sund, þó ekki saman, almennt fer stjórnmálamaðurinn, sem má ekki nafngreina, með hinni fjölskyldunni sinni og hitir móður ungu konunar á meðan börnin hans og móðir þeirra eru einn í sturtu. Síðan eiga þau það til að fara saman í úti sturtuna í fimm til tíu mínútur og kveðjast svo. Hann borgar henn fimmhundruð pund í viku fyrir að segja engum frá sambandi þeirra og fyrri að segja engum frá börnum þeirra.
Móður ungu konunar íhugar oft að hafa samband við dóttur sína elstu en svo byrjar almennt skemmtilegur þáttur í sjónvarpinu. En nóg um það.
Unga konan flutti frá Hallgrími, afa sínum, og ömmu sinni, sem ekki má nafngreina, þegar hún var yngri kona. Í dag er Jónína 24 ára gömul en hún flutti að heiman þegar hún var 17 ára gömul.
Hún flutti að heiman til að búa hjá Hallgrími, kærasta sínum, sem þá var 30 og nokkuð frægur meðal skúrka. Hann er þekktur fyrir að flytja inn góð fíkniefni, beita miklu valdi til að fá skuldir sínar greiddar og hafa óvenju mikinn áhuga á ballett dans. En nóg um hann.
Þau töldust hada nokkuð sterkt samband, miðað við aldursmun, mun á menntastigi og leynilegu samkynhneigðu duldir Hallgríms og eru þau almennt talinn hafa allra heilbrigðasta samband íslensku glæpa elítunar.
Ungi maðurinn og unga konan eru gjörólík og ungi maðurinn og gamli maðurinn en ólíkari. Unga konan hefur í gegnum tíðina talist vera nokkuð góð manneskja, þrátt fyrir allt, en ungi maðurinn er talinn af þeim sem þekkja hann í raun og veru til hóps hinna allra verstu glæpóna sem hægt er að ímynda sér. Af þem sem stunda bæði viðskipti við hann og Hallgrím, kærasta ungu konunar, er hann almennt talinn nokkuð grimmari og áhugi hans á ballett dans vandræðalega lítill. En nóg um það.
Svona þénar ungi maðurinn svona þénar ungi maðurinn pening:
Skref eitt, hann rekur góðgerðar samtök sem sérhæfa sig í að byggja húsnæði, eða skóla og ýmsar aðrar byggingar eftir jarðskjálfta og hryðjuverka árásir og hvítt fólk í Afríku. Samtökin hófu öfluga herferð til styrktar Haiti ásamt leikurum á borð George Clooney, þau höfðu meira að segja sjónvarpsþátt þar sem leikarar svörðuðu í símann og George Clooney var með skegg.
Skref tvö, hann stofnaði verktakafélag sem ræður ódýrt vinnuafl í löndunum sem er verið að byggja upp í.
Skref þrjú, hann ræður sitt verktaka félag til að vinna 90 milljóna króna vinnu á 100 milljónir, en hann notar ódýrt vinnuafl og sparar þannig nokkra tugi milljóna, eftir hvert verk er félagið almennt komið með 30-40 milljóna króna hagnað þar af fara 20-30 milljónir í hans laun.
Nýlega, réð Bandaríska ríkisstjórnin hann til að byggja húsnæði í Haiti, þar kemur hann til með að græða á tá og fingri.
Þrátt fyrir að vera einstaklega efnaður ungur maður sem gæti eflaust keypt með einum eða öðrum hætti hvaða konu sem er, eins og Hallgrímur gerði með Jónínu, lifir ungi maðurinn nokkuð einangruðu lífi og er nokkuð einmanna einstaklingur. Og þrátt fyrir að hafa fáar áhyggjur drekkur ungi maðurinn hugsanlea óþarflega mikið, hann sækir dýran bar sem spilar enga tónlist og bara listamenn og fjölmiðlafólk og viðskiptamenn og asískir menn sækja, á hverju einasta kvöldi og er almennt nokkuð drukkinn þegar hann tekur leigubílinn heim.
Það var á þessum bar sem ungi maðurinn hitti ungu konuna og það var á þessum bar sem ungi maðurinn lánaði ungu konunni síman sinn, sem hann hefði eflaust ekki átt að gera.
Út kvöldið hafði gamli maðurinn gert ítrekaðar tilraunir til að tala við son sinn en í þau skipti sem ungi maðurinn hafði svarað höfðu samræðunar ekki enst eins lengi og óskandi væri og höfðu almennt verið truflaðar einhverja hluta vegna.
Gamli maðurinn hafði allverulegar áhyggjur af syni sínum og komu þær ekki í beinu kjölfari af drykkju unga mannsins, heldur hafði gamli maðurinn haft áhyggjur af þeim ungar allt frá því að sá ungi hætti í skóla, þrátt fyrir óeðlilega háar einkunnir og neitað að sækja skóla á ný þegar hann fékk boð um það, sem var fágætur viðburður á Íslandi, að skóli biður einstakling að sækja sig, frekar vildi ungi maðurinn ferðast um Evrópu í eitt ár og á þessu ári gerðust tveir hlutir:
a) Hann stofnaði góðgerðar samtökin
b) Hann kynntist Herra Daniels, sem fæst í öllum betri vínbúðum.
Þegar ungi maðurinn kom aftur hóf hann vinnu sem smiður í nokkur ár hjá verktakafyrirtækinu sem hann myndi síðar kaupa og skipta um kennitölu á, og safnaði þannig nægum pening til að kaupa verktakafyrirtækið þegar það var við gjaldþrot árið 2009.
Auður unga mannsins var því nokkuð nýr en drykkja hans var ævigömul orðin enda hafði hann átt í nánu sambandi við Jack í þessi fimm ár er hann vann hjá verktakafélaginu fyrir kaupin. Ungi maðurinn er því, eins og gefur að skilja, tuttugu og þriggja ára. Tuttugu og fjegra í ágúst.
Þetta kvöldið hafði gamli maðurinn aldrei náð að tala almennilega við son sinn vegna truflanna beggja vegna, eiginkona gamla mannsins og móðir unga mannsins var veik kona sem þurft nánast stöðuga aðhlynningu og ungi maðurinn var fullur maður sem þurfti annaðhvort stöðugt að kasta þvagi að panta nýjan drykk.
Þegar gamli maðurinn náði loks almennilega á tal við son sinn sat ungi maðurinn úti og reykti sígarettu, sem hann gerði títt. Gamli maðurinn spurði unga manninn hve mikið hann væri búinn að drekka það kvöldið og ungi maðurinn spurði hvort það væri ekki tímabært fyrir móður sína að fara á spítala. Faðirinn spurði soninn hvort það væri ekki tímabært fyrir hann að íhuga að taka stúdents prófið í fjarnámi og sonurinn spurði föðurinn hvort að móðir hans hafði fengið flogakast nýlega. Loks náði gamli maðurinn þeim unga næstum því þegar hann sagði einfaldlega: “Gunnsi minn, við höfum áhyggjur af þér.” og bætti svo við: “Er allt í lagi?” Gunnar Gunnarsson hinn yngri var að vellta því fyrir sér hvort og hvernig hann ætti að svara spurningu föður síns þegar unga konan rauk út á reykingaplássið og galaði: “Getur einhver lánað mér síma?” Ungi maðurinn leit upp og bar ungu konuna augum í fyrsta sinn, hún var undur fögur. Hún var klætt í níðþröngan og stuttan svartan kjól og í háum hælum sem einungis vændiskonur, masókískar konur og dvergvaxnar konur klæðast í. Hún var axlasítt dökkt hár, brúnt frekar en svart, með örfáum strípum. Síðan hefur klippt það. Hún var afar grannvaxinn og var því ekki með sérstaklega stór brjóst en þau voru og eru einstaklega fögur að sjá. Hún var og er nokkuð lappalöng með afar fagra fótleggi. En það sem heillaði Gunnar Gunnarsson hinn yngri sérstaklega að Jónínu Lofthænu Hallgrímsdóttur var hve einstaklega andlitsfríð hún er og var. Orð fá því ekki lýst hve andlitsfríð unga konan er og því er ekki vert að reyna að útskýra það, orðin eru einfaldlega of ódýr.
Hún endurtók: “Má ég please fá lánaðan síma hjá einhverjum?”
Ungi maðurinn kvaddi föður sinn í flýti og sagðist hafa fundið stúlkuna sem hann hugðist giftast, gamli maðurinn hafði ekki tíma til að bregðast við þessari yfirlýsingu þar sem ungi maðurinn hafði þegar skellt á og staðið upp.
“Þú mátt fá minn lánaðan.” Sagði Gunnar og var nokkuð stolltur af sér fyrir að stama ekki.
“Æ takk æðislega!” Sagði unga konan og faðmaði Gunnar þéttingsfast, hún var drukkinn. Gunnar tók eftir því að unga konan lyktaði vel, mjög vel.

Annar kafli
:
Gunnar sat við barinn og horfði á ungu konuna, sem sat úti þar sem fólk reykir, tala í símann sinn. Hann hafði beðið mennina sem umkringdu hann að tala vinsamlegast ekki við sig. Hann pantaði 4 tvofalda víský og sóda og bað barþjóninn svo að láta sig í friði. Hann sötraði á þeim fjórða þegar unga konan kom inn og labbaði út. Hann var dolfallinn, hann klárað drykkinn í einum sopa og var að gera sig líklegan til að hlaupa á eftir henni þegar hún kom aftur inn og gaf honum merki um að fylgja sér.
Hún settist upp í leigubíl, hann settist við hliðina á henni. Hún hélt áfram að tala og hann gerði sitt besta við að hlusta ekki á það sem hún sagði. Hann hafð ekki gaman af því þegar fólk hlustaði á samræður hans, en þó voru þær trúlega ekki alveg sama eðlis og þessar.
Hann horfði út um gluggan og vellti því fyrir sér hvert hann væri að fara. Hann ímyndaði sér að þau væru að fara til heim til hennar. Hann vellti því fyrir sér hvar hún ætti heima. HAnn ímyndaði sér að það væri stutt í húsið hennar. Hann vellti því fyrir sér hvort hann myndi sofa hjá henni. Hann ímyndaði sér hana nakta. Hann var sáttur með ímyndunaraflið sitt, þar sem honum þótti myndin sem hann hefði fengið í hugan vera helvíti góð og var um stundarsakir nokkuð sáttur með lífið.
Þegar leigubíllinn þeirra stöðvaði á rauðuljósi rétt hjá Reykjavíkur flugvelli var annar bíll staðsettur við hlið þeirra.
Í þeim bíl sáttu tveir karlmenn. Annar þeirra var þrjátíu og fimm ára en yrði þrjátíu og sex ára eftir eina viku og einn dag, hann var nokkuð spenntu fyrir afmælinu sínu. Hinn var nítján ára en yrði tuttugu ára eftir fjörtíu og þrjár vikur og sex daga, hann minna spenntur fyrir afmælinu sínu. Sá sem átti afmæli eftir eina viku og einn dag hét Halldór Pálsson en sá sem átti afmæli eftir fjörtíu og þrjár vikur og sex daga hét og heitir Natan Árnason.
Halldór Pállson leit út um gluggan sinn og inn um glugga leigubílsins sem ungi maðurinn og unga konan sátu í. Halldór Pálsson leit aftur frá þeim glugga og á Natan Árnason sem hann bað svo að horfa út um gluggan þeirra og inn um glugga leigubílsins þar sem unga konan var nú hálfpartinn í fangi ungamannsins.
Ástæðan fyrir því að unga konan lág í fangi unga mannsins var sú að kærasti hennar hafði verið að koma út úr skápnum við hana, sem er ekki æskilegt að gera í síma, frekar en hvað annað.
Natan spurði þá Halldór hvort það væri ekki æskilegt fyrir þá að hringja í yfirmann sinn, sem var akkúrat samkynhneigaði kærasti ungu konunar sem hafði óeðlilega mikinn áhuga á ballet miðað einstakling í hans starfi.
Natan og Halldór eltu leigubíl unga mannsins og ungu konunar, sem voru akkúrat að kynnast í aftursætinu, á meðan þeir hringdu í yfirmanninn sinn.
Ungu maðurinn vildi allra helst kynna sig og tala við ungu konuna og sagði henni því fullt nafn sitt, sem og fullt nafn föður síns en honum þótti vægast sagt kómískt að þeir voru alnafnar, einnig sagði hann henni frá tíma sínum erlendis, snerti lauslega á starf sitt, án þess, að sjálfsögðu, að fara út ólöglegu hliðina. Unga konan hafði aftur á móti ekki mikinn áhuga á þessu, en strauk þess í stað bringu unga mannsins, losai hnappa á skyrtu hans (hann var í Batman bol innan undir, sem kom henni vægast sagt á óvart) og kyssti hann mjúklega á hálsin. Hegðun þeirra beggja var auð-útskýranleg; unga konan hafði nýlega komist að því að kærasti hennar til margra ára væri samkynhneigður, auk þess að hafði hún nýlega drukkið mikið; ungi maðurinn hafði ekki stundað ókeypt kynlíf með kvenmanni frá því að hann hafði eytt tíma erlendis og var því stressaður, auk þess hafði hann drukkið mikið, en ekki nógu mikið.
Í hinum bílnum, hringdi Natan Árnason í Hallgrím, samkynhneigða yfirmann sinn, sem flutti inn eiturlyf í stóru magni og þótt ballet óvenju áhugaverður. Natan Árnason vissi ekki Hallgrímur var og er samkynhneigður karlmaður.
“Halló.” Það var óvenjulegt nokk að Natan skuli hafi heilsað í stað þess að segja strax hvert erindi hans var.
“Halló.”
“Hallgrímur.”
“Já?”
“Ég þarna, hérna, þarna,” það er og var algengt að Natan minntist á ýmsar óskilgreindar staðsetningar þegar hann var og er stressaður: “konan þín er með öðrum gæja í leigubíl og þau eru að kyssast og strjúka og liggja.” Það var einnig títt að hann að hunsaði málfræðireglur og hafði eins mörg “og” og honum þóknaðist af þeim ósið hefur hann hins vegar vanið sig og er núna afbragðsgóður í riti og tali.
Natan Árnason hafði komið samkynhneigða og balletóða yfirmanni sínum í afar óþægilega stöðu; ekki gat hann sagt sannleikan, þar sem hann óttaðist aðkast meðal skúrka vina sinna, en hann gat ekki með góðri samvisku látið Natan Árnason og Halldór Pállsson lúskra á manninum unga og ókunnuga.
“Lamaðu fíflið, dreptu fjölskylduna hans og sendu tíkina heim!” Hallgrímur var aftur á móti samviskulaus.
Í leigubílnum hafði ungi maðurinn gert sér grein fyrir að hann hafði ekki hugmynd um hvert hann væri að fara og að unga konan hafði aldrei gefið upp heimilisfang, þetta brá honum og sagði leigubílstjóranum því að fara heim til sín, leigubílsstjórinn hlýddi þeirri beiðni, eins og þeir eiga til að gera með beiðnir sem slíkar, og Natan og Halldór elltu.

Þriðji kafli:

Eins og allt annað á Íslandi voru upplýsingar sem gátu snúist um líf og dauða til sölu, að sjálfsögðu voru þær það og eru það enn, því þurfti Hallgrímur ekki annað en heimilsfang unga mannsins til að finna nánustu ættingja hans, sem var faðir hans og gamla konan. Samt þóttu Natani og Halldóri best að tuska leigubílsstjóran aðeins til, það gerðu þeir eins og hvað annað, af sannri fagmennsku.
Þegar leigubíllinn nam stað í skuggahverfinu fyrir utan heimili unga mannsins hafði leigubílsstjórinn heyrt ansi stóran skerf úr ævisögu Gunnars Gunnarssonar og vissi meðal annars að móðir hans þjáðist af sjúkdómi sem kæmi ekki til með að vera læknaður og að faðir hans gerði sitt besta til að grípa inn í líf sonar síns, þrátt fyrir að engin merki voru um neinskonar bata. Leigubílsstjórinn vissi líka að foreldrar unga mannsins bjuggu á Bárugötu og þetta sagði leigubílstjórinn mönnunum tveim eftir að fyrsta högginu dundi og hnífi var komið fyrir óþægilega nálægt kynfærum hans.
Þegar Natan Árnason og Halldór Pálsson brutu hurð unga mannsins niður unga konan ber að ofan í þann mund að afklæðast gjörsamlega. Halldór fór úr gamla, rifna og þunga frakkanum sínum og hljóp í átt að henni, áður en hann skýldi hana leit hann gaumgæfilega á líkama konunar ungu, sem hafði verið betri en ungi maðurinn hafði ímyndað sér.
Þrátt fyrir þá raun fann ungi maðurinn fyrir undarlegri ánægju þegar hann fékk þungt höfuðhögg, hann hafði staðið upp úr sófanum akkúrat þegar höggið dundi. Tvö högg dundu á einni sekúndu á að giska, annarsvegar hnefi Natans á gagnauga unga mannsins, hinsvegar höfuð unga mannsins við gólfið.
Ungi maðurinn hafði ekki haft tækifæri á að klæða sig úr fötunum og fyrir það Natan og Halldór þakklátir þegar þeir drógu hann út í bíl. Aftur á móti voru þeir ekki sáttur með þann spenning sem ungi maðurinn hafði greinilega verið að upplifa en segjum við einfaldlega að hann hafi verið heppinn að detta ekki fram á við.
Natan hringdi, að beiðni Halldórs, í laumu samkynhneigða yfirmann þeirra, sem var þá, í von um að losna við tilfinningu sem hann hafði aldrei áður upplifað: samvisku, að horfa á ballet.
Halldór slökkti á balletinum: “Já?”
“Við erum með þau hérna. Eigum við að koma með hana til þín áður en við förum til foreldra hans?”
Þá var Hallgrímur í krísu en fann strax lausn: “Nei. Nei, nei, ég vil, ég vil lemja náungan, sendu mér, þarna, þarna, heimilisfang foreldranna og ég kem.” Þetta var ekk beinlínis lausn. þetta var töf
.
Fjórði kafli:

Gamli maðurinn var orðin vægast sagt stressaður.
Það sem hann var að ganga í gegnum var ekki sanngjarnt, það var vægast sagt ekki sanngjarnt. Hann var góður maður sem hafði aldrei gert syni sínum neitt illt, ekki viljandi í öllu falli og við vandlega umhugsun datt honum ekki einu sinni neitt atvik sem hafði gerst óviljandi í hug.
Það hafði þó eitt sinn gerst, eitt sinn er ungi maðurinn var 15 ára kom hann heim árla dags í glasi, hann móðgaði móður sína og það eina sem gamli maðurinn þoldi alls ekki voru árásir á konu hans. Gamli maðurinn hrópaði einhver vel valin fúkyrði að drengnum og sló hann svo. Ungi maðurinn átti kjafthöggið fyllilega skilið en samt sem áður er almennt talið nokkuð illt af foreldra að beita börn sín ofbeldi, sama hve ömurleg börnin eru.
Gamli maðurinn settist í stólinn sem hann hafði setið oft í á þeim mánuðum sem konan hans hafði otið kapp við veikindin og á þeim mánuðum sem að sonur hans hafði fjarlægst honum sem mest og gerði nokkuð sem hann hafði gert mikið af á þeim mánuðum: Hann grét. Hann grét dátt og hann grét innilega.
Honum var hugsað aftur til æsku unga mannsins; dag einn keyrðu feðgarnir frá Reykjavík til Akureyrar, þeir höfðu það í huga að heimsækja gamlan vin gamla mannsins. Ungi maðurinn var þá ungur drengur, tíu ára, og áváðu feðgarnir að koma við öllum hamborgarasölustöðum sem þeir sæju á leiðinni. Það voru, eins og hægt er að álykta, ansi margir hamborgarar sem þeir áttu þann daginn. Drengurinn át yfir sig og sofnaði í bílnum, það sem var áberandi í huga gamla mannsins var þegar hann neyddist til að beygja og sonur hans datt hendi hans, er hún var á gíraboxinu, og þar svaf ungi maðurinn sem eftir lifði ferðarinnar og gamli maðurinn gerði sitt besta við að skipta ekki um gír.
Gamla manninum sárnaði þessi minning allverulega, hann hugsaði um hana og hann hugsaði um þegar hann neyddist til að sækja son upp á spítala eftir að hann hafði tekið of stóran skamt af pillum, sonurinn sagði aldrei hvort hann hafði hugsað sér að fyrirfara sér eður ei, en þessar tvær minningar voru gamla manninum sárastar, hann hugsaði aftur til þess tíma er drengurinn var ungur og góður og óskaðaður af grimmum veruleika og hann hugsaði um grimman veruleika drengsins síns og að hann myndi trúlega neyðast til að grafa hann. Og gamli maðurinn grét og hann grét.
Dyrabjöllunni var hringt.
Gamla manninum brá allverulega og gekk eins rösklega að næsta spegli, hann þurkaði andlit sitt og faldi öll ummerki grátursins, á meðan hann stóð að því var bjöllunni hringt ítrekað.
Gamli maðurinn gerði sér vonir um að sonur hans stæði hinum meginn við dyrnar, að hann hafði drukkið kannski aðeins og mikið og séð spegilmynd sína eins og Jack Lemmon í Days of wine and roses, og að ungi maðurinn myndi gráta og biðja föður sinn um hjálp, síðan myndu þeir halda hvor um annan og gráta og gamli maðurinn myndi hleypa syni sínum inn og þá byrjaði afgangur lífs þeirra.
Ekki var þó svo gott. Um leið og gamli maðurinn opnaði dyrnar voru honum hent á gólfið og syni hans við hliðina á honum.
Þeir voru báðir með meðvitund, eða ungi maðurinn var sínu eðlilega ástandi.
Gamli maðurinn horfði í augu sonar síns og ungi maðurinn horfði í augu föður síns.
“Hvað hefurðu gert nú?” Spurði föðurinn og sonurinn skældi aumingjalega.

Fimmti kafli:

Fyrir utan hús gamla mannsins skældi annar maður: Hallgrímur. Hann grét af ótta og honum leið illa, hann hugsaði til allra þeirra sem eiturlyfin hans höfðu sært og hann hugsaði til allra þeirra manna sem hann hafði skipað árásir á fyrir að greiða ekki skuldir sínar. Hann grét þó fyrst og fremst yfir tveimur mönnum sem hann þekkti ekkert, hann grét yfir unga manninum og þeim gamla. Hvorugur þeirra hafði gert honum neitt illt, þvert á móti hafði sá ungi gert konu sem hann elskaði nokkuð greiða og dregið úr sársauka hennar að einhverju leyti. Hallgrímur sat í bílnum heillengi og grét og eftir tíu mínútur áttaði hann sig á því að inni voru undirmenn hans trúlega að lúskra svoleiðis á þessum tveimur, eflaust, ágætis mönnum sem höfðu ekkert gert honum. Sú tilhugsun grætti hann frekar en ákvað hann þó loks að harka þetta af sér, hann rauk inn. Hann tilskipaði að ofbeldinu skuli linna. Nema hvað hann fór víst í vitlaust hús, í því sem hann var voru einungis tveir unglingar, strákur og stelpa að njóta friðarins, sem hann hafði spillt. “Notið varnir!” hrópaði hann og hljóp aftur út.
Þegar hann var kominn út svitnaði hann, þetta hafði verið vandræðalegt.
Hallgrímur tók síman sinn inn og sagði eftirfarandi við Natan: “Gefðu mönnunum þann pening sem þú hefur á þér, ég er hommi. Góða nótt og gangi þér vel!”
NAtan va dolfallinn við tíðindin en hlúði þó að skipunum yfirmanns síns, hann hugsaði til áhuga Hallgríms á ballet dansi og þótti vera vit í þessari yfirlýsingu.
Halldór og Natan buðust til að keyra ungu konuna, sem var enn bara klædd í nærbuxur og þungan, gamlan, rifinn frakka, heim. Hún þágði það boð glöð. Hún labbaði fram hjá unga manninum, sem þá sat við borð, alblóðugur í framan.
“Takk fyrir að leyfa mér að hringja.”
“Ekkert mál.” Sagði ungi maðurinn.
“Ég setti númerið mitt í síman þinn.”
“Allt í lagi.”
“Hringdu í mig, ef þú villt.”
Ungi maðurinn hringdi aldrei en hann og faðir hans komust að því í sameiningu að “gellan var geðsjúk”, sú staðreynd gerði samræðunar vandræðalegri en þær hefðu verið, hefðu hann hringt og hist og gifst og eignast börn.
Gamli maðurinn fékk loks að tala við son sinn og ungi maðurinn grét og gamli maðurinn faðmaði hann að sér. Ungi maðurinn bað föður sinn loks um hjálp og gamli maðurinn lofaði að hjálpa syni sínum og allir lifðu hamingjusamir á meðan þau dóu hægt og rólega úr elli.