(Nýturðu sögunar vil ég benda á: http://smasogursiv.wordpress.com/ þar sem má finna fleiri sögur eftir mig)

Óþolandi einfaldleiki lífsins – Eftir Stefán Ingvar Vigfússon.

Fyrsti kafli:

„Settu þetta upp í þig og sjúgðu.“ sagði ég, kaþólskur prestur við unglingsdreng. Aftur á móti er þessi unglingsdrengur eini vinur minn og ég átti ekki við kynfæri mín, sem er hressandi tilbreyting miðað við starfsheiti mitt. Ég var að tala um jónu, því auk þess að vera prestur sel ég kannabis. Ég sel þessum unga manni það samt aldrei, heldur gef ég honum það í ljósi þess að við erum vinir. Hann kemur til mín tvisvar í viku vegna alkóhólisma og þunglyndis, bróðir hans fyrirfór sér þegar hann var ungur og síðan þá hefur hann sjaldan verið edrú. Foreldrar hans senda hann til mín þar sem þau hafa ekki efni á sálfræðiráðgjöf fyrir hann og ég bíð upp slíkt án endurgjalds, aðallega vegna þess að það er auðvelt að koma þunglyndu fólki á vímuefni.
Samband okkar þróaðist hinsvegar út í vináttu og oft á tíðum kemur hann til mín daglega, bara til að spjalla.
Síðustu vikur hefur hann meira að segja verið að ráðleggja mér; fyrir fimm vikum las ég smásöguna Welcome to the Monkeyhouse sem segir frá heimi þar sem öllum þegnum er skyldugt að taka lyf sem taka alla nautn úr kynlífi þeirra af sökum offjölgun manna. Í henni er hreyfing sem sérhæfir sig í að afmeyja hið fagra kvenfólk sem vinnur við að bjóða fólki upp á sársaukalaust sjálfsmorð, aftur til að draga úr offjölgununni. Ákveðin hópur innan hreyfingarinnar stelur einni slíkri konu og í kjölfarið af því kemur texti sem fékk mig til að hugsa um eigið líf; þau spyrja hana hvernig henni finnist að vera enn hrein mey á sínum háa aldri og hún svarar: „Tilgangslaust.“
Ég er fjörtíu og eins árs gamall og hef aldrei sofið hjá konu, það mesta sem ég hef gert er að kyssa eina stelpu þegar ég var fjórtán ára: lífið mitt hefur verið tilgangslaust. Það er ekkert sem heldur mér frá því að sofa hjá, ég hef efni á því að missa vinnuna og ég óttast ekki reiði Guðs í ljósi þess að ég veit það mæta vel að Guð er ekki til. Ég vil samt helst halda vinnunni, af því að ég hef bara efni á að vera atvinnulaus í svona ár, ég meina, til hvers er prestur nothæfur ef ekki til að sannfæra fólk um að láta undan vilja sínum?
Ég vil reyndar vera leikari og leikskáld, ég vil meina að ég sé gerður til að skapa og til þess er þetta starf fullkomið, vikulega skrifa ég nokkuð langan einleik og flyt hann, ég er almennt sama persónan, en það er allt í lagi.
Stundum tala ég um hluti sem þreyta mig og hæðist að þeim en oft á tíðum eru það hlutir sem þreytir fáa aðra. Þá upplifi ég mig eins og George Carlin að flytja uppistand; alltaf á mörkunum við að missa hlustandann, nema hans aðferð til að draga fólk til sín aftur var útsmogið svar á meðan ég nota Jesú, eða eitthvað. En, ég vildi sofa hjá. Það er annað sem er við það að vera hreinn sveinn á miðjum aldri, það er allt svo einfalt.
Ég var að útskýra þetta fyrir Arnari eitt kvöldið. „Þú skilur þetta ekki, þú getur ekki skilið þetta.“ sagði ég.
„Jú, ég var enu sinni í sömu sporum og þú, en síðan…“
Ég greip fram í: „Varstu tólf ára?“
„Þrettán. En samt, reyndu að útskýra, láttu mig skilja… og rúllaðu aðra jónu.“
„Ég rúlla jónur eins og sannur fagmaður, sem ég er náttúrulega.
„Fyrst ég hef ekki sofið hjá…“ ég átti erfitt með að ljúka setningunni, þar sem mér fannst hún ótrúlega asnaleg: „líður mér eins og ég, þekki ekki ást.“
„Hvað meinarðu? Hefurðu aldrei verið ástfanginn?“
„Nei, mér finnst það ekki, ég hef aldrei… ef svo mætti koma að orði,“ ég tók mér pásu til að kveikja í jónunni, svo til að hósta: „staðfest hana. Innsiglað.“
„Ég meina, ég hef aldrei verið ástfanginn.“ sagði Arnar og dró reykinn djúpt inn.
Þetta fór í taugarnar á mér, honum fannst hann, sautján ára gamall strákskítur, geta skilið hvernig það er að vera meira en fertugur og hafa aldrei elskað.
„Það er akkúrat þetta, það er akkúrat út af þessu sem þú getur ekki skilið mig, hver er ástfanginn sautján ára?“ Við þetta datt mér í hug umræðuefni fyrir næstu messu sem myndi gleðja flest alla sanna kaþólikka. Ég skrifaði hana niður á blað við hlið mér og tjáði Arnari svo hve þyrstur, svangur og léttur ég var orðinn. Við fengum okkur pítsu.

Annar kafli:

„Ég vil tala um ást.“ sagði ég úr púltinu: „Ég vil tala til unglinganna hérna inni. Ég veit, það örugglega ótrúlega „lame,““ ég notað gæsalappir og sagði þetta með eins háðslegum tón og unnt var „þegar einhver gamall kall er að tala um ástina við ykkur.“ Ég benti á 16 ára gamla stúlku í fremstu röð, mjög fagra stúlku, Lísu, sem er hávaxin, ljóshærð og grönn. Arnar hafði hrifist af henni lengi. „Ég veit, þér finnst þú örugglega vera ótrúlega hrifinn af Arnari,“ þetta þótti mér skondið, „og hvað veit ég? Ég hef örugglega aldrei elskað neinn sjálfur!“ Ég þagnaði í stutta stund og leit niður á handritið. „En, það hef ég, kæru vinir, það hef ég“ ég ákvað á staðnum að segja kæru vinir og sá strax eftir því og geri enn. Ég hef fundið einu sönnu ástina, einu ástina sem hver og einn þarf.“ ég benti upp „Guð!“ kallaði ég.
Ég leit niður í smá stund og las, síðan gekk ég úr púltinu og niður á gólfið.
„Af hverju, vill ungt fólk stunda kynlíf? Af hverju liggur þeim svona mikið á? Þau segjast alltaf elska hvort annað, en út frá þeim ótöldu tímum sem ég hef varið í að tala við ungt fólk er ástin sjaldnast sönn og í flestum tilfellum, sér einstaklingurinn eftir því að hafa misst meydóminn eða sveindóminn þegar hann gerði það,“ ég glotti, „þótt það sé reyndar óalgengara hjá strákunum.“ Lítill hlátur heyrðist meðal unga fólksins.
„Núna tala ég til alla þeirra ógiftu hérna inni.“ ég sneri mér í lítinn hring. „af hverju liggur þér á? Af hverju bíðurðu ekki? Leggðu líf þitt í hendur Drottins og hann mun skaffa þér alla þá ástúð sem þú krefst, þú munt finna manneskjuna sem Hann skapaði fyrir þig.“ Ég gekk aftur upp í ræðupúltuna og horfði yfir sauðina sem sátu þarna, ég leit á Arnar sem átti erfitt með að halda aftur af sér hlátrinum, móður hans til mikillar og augljósar óánægju. „Elskaðu Guð, hann elskar þig.“
Eftir messuna, sem mér fannst talsvert betri en almennt fann ég Arnar og gekk reiðilega upp að honum, ég potaði í öxlina hans og sagðist þurfa að tala við hann. Ég heilsaði svo foreldrum hans og gekk með honum inn á skrifstofuna mína. „Hvernig fannst þér?“ spurði ég.
„Ótrúlega fyndið.“
„Gott.“
Síðan skáluðum við í bjór og horfðum á einhverja mynd sem hann valdi og elskaði en ég féllst á og hataði.

Þriðji kafli:

Það er eitthvað við klám sem heillar mig en veldur mér jafnframt ómældum sársauka. Þegar ég horfi á það líður mér eins og ég sé ellefu ára gamall pjakkur að snerta sig í fyrsta sinn. Ég held að það sé málið; mér misbýður það ekkert, það fylgir því bara svo mikil eftirsjá. Eins og flestir ættu að vita er klám ekki nýkomið í heiminn, mér er það enn minnistætt þegar ég sá fyrst útprentaða mynd af fáklæddum kvenmanni. Eitt sinn var ég að ganga með bróður mínum, ég var tólf ára og hann var sextán ára og hann var á uppreisnartímabili á sama tíma og ég var á mömmutímabilinu, sem entist í þrjátíu og fimm ár (eða þangað til að tussan dó). Hann spurði mig hvort ég gæti þagað yfir leyndarmáli, því svaraði ég játandi en hræddur; því síðast þegar hann sagði mér leyndarmál var það um drykkju. Ég þagði yfir því, en þegar hann tók þessa mynd upp úr vasanum fannst mér eins og ég þyrfti einfaldlega að segja móður minni það.
Viðbrögð hennar voru harkaleg, aðspurður hvaðan bróðir minn fékk þessa mynd sagði hann að vinur sinn hefði keypt tímarit í Ameríku og verið að selja félögum sínum myndir úr því, við þessar fréttir krafðist móðir mín að fá að vita hverjir komu nálægt þessu og hringdi svo í foreldra þeirra allra. Það var haldinn fundur í stofunni og mamma bauð upp köku sem engum fannst góð. Frá þeim degi lækkaði bróðir minn svo mikið í áliti hjá móður minni að hún yrti nánast aldrei á hann nema til að skila af sér nauðsynlegum upplýsingum… móðir mín var sem sagt nokkuð mikið kristin.
Ég komst að því fimm árum eftir þessum örlagaríka fundi að ég sagði móður minni frá vitlausum siðferðisbresti þegar ég gekk að bróður mínum, sem flutti að heiman um leið og hann gerðist sjálfráða, sofandi á bekk einum. Hann var heimilslaus alkóholisti. Ég hefði getað hugsað til boðskapar Kains og Abels, en, eins og flestir túlkaði ég trú mína á hátt sem hentaði mér hverju sinni.
Ég talaði ekki við bróður minn í afar langan tíma frá því að ég sá hann á bekk þessum. Næst þegar ég hitti hann var við jarðaför móður okkar, þá var hann orðinn edrú og giftur. Þá liðu tvö ár og næst þegar við hittumst tjáði ég honum að ég væri farinn að missa trú mína og að ég sæi eftir hvernig samband okkar hefði verið, hann óskaði mér til hamingju með að vera loksins sloppinn. Það var fyrir þremur árum og næst hitti ég hann kvöld eitt eftir messu, sem hann sótti með fjölskyldunni sinni, mér til mikillar undrunar. Hann kom til mín eftir messuna þar sem ég sat með Arnari að gera það sem við gerum best: Reykja kannabis og tala um nánast ekki neitt.
„Blessaður.“ sagði hann, hálf óöruggur er hann gekk inn.
„Sæll.“ sagði ég.
Arnari heilsaði honum án orða.
„Hvað eruð þið að reykja?“
„Gras.“ sagði Arnar.
„Eruð þið til í að slökkva í þessu?“
„Já, ekkert mál.“ sagði ég og horfði til Arnars sem hélt á jónunni.
„Af hverju?“ spurði Arnar.
„Af því að ég er óvirkur alki.“ svaraði bróðir minn.
„Það er ekkert alkóhól í þessu.“ sagði Arnar, ánægður með sig.
„Já, ég vil ekki vímuna. Ég er hræddur við ónáttúrulega vímu.“
Ég horfði til Arnars sem slökkti ósáttur í jónunni.
Bróðir minn gekk að glugganum sem var staðsettur hægra meginn við borðið sem við Arnar sátum og reyktum við og opnaði hann, hann settist svo í gluggakistuna og horfði út að fjölskyldu sinni.
„Hversu gömul er börnin?“ spurði ég.
„Ég á bara eitt.“ svaraði Hjálmar, bróðir minn.
„Ó, en er Inga ekki ófrísk?“
„Nei, bara feit.“
„Ó.“
Við tók lengsta þögn lífs míns, sem Arnar rauf með hlátri sínum.
„Er eitthvað sérstakt sem þú vildir tala um?“ spurði ég og áttaði mig á hve dónalegur ég var.
„Já.“
„Hvað var það?“
„Ég hélt að þú værir búinn að missa trúnna, af hverju ertu enn að þessu?“
„Góð laun.“
„Er vinnan þín fullnægjandi?“
„Nei! Það er akkúrat vandamál sem við höfðum verið að reyna að tækla!“ kallaði Arnar, sem hafði greinilega misst ákveðna stjórn undir áhrifinum og honum fannst hann greinilega vera sniðugur, sem hann var ekki.
„Þá skaltu hætta!“
„Það er ekki málið, vinnan fullnægir mér, ég fæ að skrifa og ég fæ að leika. Ég er að lifa lífinu sem ég vildi.“
„Hvað er þá vandamálið.“
„Kaþólskir prestar eru ekki mikið með konum, eins og þú veist eflaust. Að því leytinu sé ég eftir því að hafa valið þessa hlið leik- og ritlistarinnar frekar en aðra, þar sem margir leikarar eru mikið með konum. Ég vil kærustu.“ sagði ég og fann að grasið var víst sterkara en almennt sem gerði mér kleyft að ljúka hugsununni á: „Ég vil fá að ríða.“
Þetta blöskraði bróður mínum og því þagði hann, við tók önnur þögn sem entist líka afar lengi þar sem ég upplifði allt mjög hægt og fannst hjartað mitt vera að slá mjög hratt, sem leiddi mig að þeirri niðurstöðu að enginn hafði sagt neitt mjög lengi og að það væri eitthvað að. Ég hálf-öskraði: „Einhver að segja eitthvað!“ síðan datt ég aftur fyrir mig og rak höfuðuðið í borðið.

Fjórði kafli:

Ég er var heima hjá mér, ég sat í sófa sem ég þekkti ekki í húsi sem ég þekkti ekki en ég fann það á mér að ég væri kominn heim. Það hlaut að vera.
Andspænis mér sat undurfögur kona sem ég þekkti ekki en vissi að væri eiginkona mín. Ég leit til hægri, út um gluggan þar sem gömul og hugguleg kona veifaði mér, ég vissi ekki hver hún var en þekkti hana samt, ég brosti og veifaði á móti.
„Hún Sigga er svo yndisleg.“ sagði eiginkonan mín.
Ég þekkti þetta nafn ekki en vissi að hún hlaut að vera að tala um gömlu konuna í hinum garðinum, þannig að ég svaraði játandi.
Ég leit til vinstri og sá arinn, fyrir ofan hann var stytta sem ég kannaðist samstundis við, Gríman, ég vissi að hún tilheyrði mér. Fyrir ofan hana var stór gylltur rammi með mynd af litlum hópi fólks sem ég þekkti einhvernveginn allt og titill leikrits að nafni: Messan. Það var merkt mér.
Fyrir ofan fögru konuna var málverk af henni, þar sem hún var óklædd. Ég dáðist að líkamanum hennar, hún tók eftir mér að dást að líkamanum sínum. Hún stóð upp og talaði við mig, ég heyrði ekki orð. Hún settist við hlið mér, ég heyrði enn ekki neitt. Ég kyssti hana og hún kyssti á móti. Að kossinum loknum dróg hún sig frá mér og sló mig.
Skyndilega var ég kominn aftur til bróður míns og vinar á skrifstofuna mína, í nærbuxunum mínum fann ég fyrir heitum og blautum bletti, ég leit á buxurnar mínar og tók eftir því að mér hafði risið hold.
Arnar, þó áhyggjufullur, hló er hann spurði mig: „Hvað gerðist?“
Ég þagði í smá stund og leit í kringum mig, allt var rangt fyrir mér. Augu mín höfðu opnast fyrst nú.
„Ég fór heim.“ svaraði ég og stóð upp.

Fimmti kafli:

Ég eyði óþarflega miklum tíma á Facebook, þótt ég er ekkert sérstaklega lengi á Facebook daglega, ég fer einu sinni á dag og er kannski í hálfa klukkustund, en trú mín er einfaldlega sú að hver einasta mínúta á Facebook er óþörf mínúta.
Mér líður að vísu hálf-guðdómlega að geta fylgst með lífi fólks án þess að þurfa að tala við nokkura lifandi sál, ég þarf ekki einu sinni að fara í buxur! Daginn eftir að ég opnaði augun tilkynnti ég Facebook vinum mínum að ég hafi sagt upp hjá kirkjunni og að ég myndi ekki virða uppsagnarfrestinn. Árla dags, eftir að bróðir minn hafði keyrt mig heim sagði ég upp, ég sagðist hafa misst trúnna og að ég vildi eitthvað meira út úr lífinu, ég var spurður hvernig væri hægt að vilja eitthvað meira en Guð og ég minnti á að ég hafi misst trúnna. Á leiðinni út úr herberginu fann ég fyrir auknum kulda. Arnar beið mín fyrir utan kirkjuna, ég var ekki með bílpróf, annað en hann.”HVert eigum við að fara?” spurði Arnar þegar ég settist upp í bílinn.
Ég fraus.
Hvert hafði ég að fara? Ég var atvinnulaus, fjölskyldulaus og fyrir utan spyrilinn var ég vinalaus. Ef þetta var frelsi vildi ég ekkert með það hafa. Ég sat stjarfur og horfði áfram, með stuttu og jöfnu millibili opnaði ég munninn. Arnar horfði á mig um stund en ræsti svo bílinn og keyrði einfaldlega. Áfram sat ég stjarfur. Áður en ég vissi af var hann kominn út fyrir bæjarmörkin. Fyrst þá vissi ég hvað ég átti að segja: “Hvert erum við að fara?”
“Ég keyri þangað til að þú biður mig um að hætta.”
Mig langaði að biðja hann um að snúa við, en ég vissi ekki hvert við ættum að fara, þegar bensínið kláraðist rétti ég Arnari debetkortið mitt og hann fyllti á hann.
Arnar hætti að keyra á Selfossi og spurði mig hvort ég vildi eitthvað að borða. Ég var djúpt hugsi, þó komu engin skýr svör í huga minn, hvorki um þessa sára einföldu spurningu né um hina flóknari, hvert ég ætti að fara. Ég var farinn að sakna einfaldleikans. Arnar lagði fyrir utan kaffihús, við fórum inn. Arnar pantaði tvo kaffibolla og tvær kökusneiðar.
Við sátum þögulir í örskamma stund.
“Arnar, hvert á ég að fara?” spurði ég.
“Af hverju ferðu ekki bara heim? Þangað sem þig dreymdi.”
“Ég var tíu árum yngri… Arnar, ég held að ég sé orðinn of seinn. Ég missti sénsinn. Hvað nú? Hvert get ég farið? Hvað get ég gert?
Ég fuckaði þessu upp, ég fuckaði upp þegar ég gerðist prestur og ég fuckaði þessu endanlega upp þegar ég hætti sem prestur.”
“Nei, hvað er þetta? Þú ert ekkert of seinn. Þú ert hæfur í margt annað.”
“Nei, á ég að byrja að læra núna? HVað ætti ég að læra? VIð hvað ætti ég að vinna?”“Af hverju skrifarðu ekki? Skrifaðu leikrit og leiktu í því.”
“Ég er orðinn of seinn. Maður skýst bara ekki upp á stjörnuhimininn á einni nóttu. HVað hef ég gert? Þetta er allt ónýtt.”
Ég sá það á Arnari að honum leið illa, eflaust hefur hann fundið til með mér en ég held að það hafi verið meira; hann vildi ekki verða ég.
“En þú vildir konu, þú vildir elska.”
“Hvar kynnist ég konum? HVernig tala ég við þær? HVað ef þeim finnst ég ekki spennandi.” Ég var horfinn aftur í bernsku, Guðinn sem ég trúði ekki á hafði varið mig frá öllu illu allt mitt líf en núna var hann farinn. Ég var endanlega orðin munaðarlaus, ég var nýi krakkinn í bekknum. Vissi ekki hvernig ég átti að haga mér, vissi ekki hvað ég gæti gert og þegar ég kom heim var enginn mamma til að hugga mig. Enginn stóri bróðir til að vernda mig frá hrekkjusvínunum. Enginn pabbi til að rífast við kennarana. Ég var einn.
“Ég þarf að komast heim. Ég verð að komast heim.” sagði ég, hátt.
“Allt í lagi, við borðum kökunar og ég keyri þig heim.”
“Nei, þú nærð ekki heim. Ég þarf að komast heim.”
“Hvað meinarðu?”
Á þeirri stundu kom þjónustukonan.
“Ég verð að sleppa. Ég vil komast burt héðan.”
Ég tók gaffalin af disknum, Arnar horfði á mig og skildi þá um hvað ég hafði verið að tala. Ég þakkaði vini mínum fyrir og sagðist þurfa að fara heim og stakk mig í hálsin.
Ég sá blóðið leka niður mig, ég sá blóðið þekkja borðið þegar ég datt á það. Síðan, myrkur.

Sjötti kafli:

Ég vaknaði á sjúkrahúsi, Arnar sat við hliðina á mér.
“Fórstu heim?” spurði hann með vott af andúð.
“Nei, allt var dimmt. ÞAð var ekkert. Veistu hversu slæmur ég var?”
“Læknirinn sagði að þú værir heppinn að hafa lifað þetta af.””Ég held að ég sé laus.”
“Við?”
“Fíknina. Ég er laus við Guð. Ég var við dauðans dyr og ég sá ekkert. Ekkert ljós, engir englar. Bara myrkur.”
Við sátum þögulir þangað til að læknirinn kom inn. Ég kannaðist við hana, ég veit þó og vissi að ég hafði aldrei áður séð hana.
Ég heilsaði og kynnti mig.Læknirinn kynnti sig og hló er hún sagðist vita hvað ég heiti.
“Að sjálfsögðu, þú ert nátturulega læknir.”
“Mannstu hvað þú gerðir við þig?”
“Já, ég stakk kökugaffali í hálsinn á mér.”
“Af hverju gerðirðu það.”
“Ég var búinn með kökuna en var samt svangur.” Ég var eiginlega ekkert fyndinn, en það er líka nett-erfitt í kjölfarið af sjálfsmorðtilræði af sökum taugaáfalls. “Ég var að vonast til þess að ég myndi blæða út… og hætta að lifa.”
“Af hverju?”
“Vægt taugaáfall, engar áhyggjur…. hvernig er dagurinn þinn annars búinn að vera?”

Sjöundi kafli:

Ég sit í sófa sem ég þekki, andspænis mér situr kona sem ég þekki vel.
Hægra meginn við mig er gluggi og í gegnum hann sé ég almennt gömul, vingjarnleg kona sem brosir ávallt og veifar. Mér til vinstri er arinn, fyrir ofana arininn er mynd af leikhópi og leikrit merkt mér, í gylltum ramma. Leikritið heitir ekki Messan og fyrir neðan það er engin Gríma.
Ég er hvorki leikskáld né leikari, heldur atvinnuleysingi sem skrifar sér til skemmtunar. Fyrir ofan konuna sem situr andspænis mér er ekki málverk af henni óklæddri heldur mynd af blómum, ég finn ávallt fyrir óútskýranlegri kynhvöt er ég lít á hana. Sófinn sem ég sit í er ólíkur nokkrum sem ég hef áður séð og konuna þekki ég einungis vegna þess að hún veitti mér læknishjálp í kjölfar sjálfsmorðtilræðisins misheppnaða og féllst á að giftast mér fjórum mánuðum síðar. Þá fyrst varð ég ástfanginn. Við biðum með að sofa saman þangað til að við vorum gift, hún er kaþóliki.
Þetta er ekki líkt draumnum mínum, það eina sem líkist honum er þetta: Ég er heima.

Endir.

24/06/10