Einusinni var svakalegur hundur sko, ég veit ekki hvaðan hann kom eða hvert hann var að fara, en hann var svakalegur hundur og algjör player.
Hundur þessi hér Steingrímur og var hann sonur Grímsteins, en hann var einmitt einn brjálaðasti hundurinn á svæðinu.
Steingrímur fór eitt sinn út að labba með fiðluna sína, sem var svakaleg, og hitti þar fisk er hét Logi, Logi var urriði og bjó hann á götunni, enda var hann róni.
Steingrímur spilaði eitt stykki svakalegt lag fyrir Loga, en Logi var ekki mjög hrifinn af tónsmíðinni og taktinum í laginu þannig hann tók mál í sínar hendur og endursamdi lagið fyrir Steingrím.
Þannig var mál með vexti að umboðsmaður plötufyrirtækis var staðsettur hinumegin við götuna og heyrði Steingrím spila nýja lagið meðan Logi söng undir og varð umboðsmaðurinn sérlega hrifinn af laginu.
Umboðsmaðurinn hreifst strax af laginu og labbaði yfir götuna án þess að líta til beggja hliða og hlusta, sem hann hefði betur látið ógert því hann lenti næstum fyrir 2ja hjóla trukk, en trukkurinn náði að sveigja framhjá umboðsmanninum sem hélt áfram göngu sinni yfir götuna.
Er hann loks komst að þeim félögum sagði hann þeim að hann vildi endilega semja við þá um plötusamning sem hljóðaði upp á 6 núlla tölu. Það féllust Steingrímur og Logi á og fóru þeir strax í hljóðver að semja nýja plötu og hét hún einmitt “Svakalegur Hundur Sko”.
Á plötunni voru svo slagarar á borð við: Krypplingur, Sonur Satans, Refurinn Hatar, Notkunarskilmálinn og svo loks lagið sem gerði þá fræga, Smásögur, en það komst einmitt í 1. skipti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi og Grenada.
Þeir félagar fóru svo í tónleikaferðalag víða um Evrópu og spiluðu m.a. í Hammersmith Odeon í Bretlandi, og í Coliseum í Róm.
Svo kviknaði sú hugmynd hjá Steingrími að hann gæti grætt meiri pening og fengið hann allan sjálfur ef hann myndi losa sig við Loga. Steingrímur byrjaði að leggja á ráðin um hvernig hann gæti komið Loga fyrir kattarnef og komst að þeirri niðurstöðu að það væri best að gera einmitt það.
Hann réð til sín launmorðingja er Illugi hét og var hann köttur, Illugi læddist svo inn í hótelherbergi Loga, þar sem hann svaf með einar 4 fiskiskvísur sér við hlið, og sleit af honum hausinn.
Illugi fór svo með hausinn til Steingríms á silfurfati og át Steingrímur hausinn.
Steingrímur reyndi svo og reyndi að semja ný lög, en ekkert gekk því hann hafði ekkert vit á tónlist nema að spila á fiðlu og kom hann aldrei öðru lagi inn á vinsældalista nokkurstaðar í heiminum.
20 árum eftir þetta fannst lík Steingríms undir bryggjunni í Grimsby.