Líf. Það er svo auðvelt að segja þetta orð. Þér finnst það líka. Viðurkenndu það. Þú getur sagt það án þess að finna til einhverrar sérstakar tilfinningar. Þú ert heppin. Ég get það ekki. Í hvert sinn sem þetta orð er sagt fæ ég sting í hjartað. Það var eins og hjartað væri rifið úr mér. Ég fann ekkert. Eða þannig var það fyrst. Svo kom sársaukinn. Hann var lúmskur, eins og skuggi. Ég tók ekki eftir honum fyrr en ég var að deyja fyrir honum.
Dauðinn. Þetta orð lætur mig fyllast af harti, beiskju og sorg. Þú varst svo friðsæl þegar þú lást þarna. Húðin þín var marmarahvít og liðað hárið lá niður eftir sitthvorri öxlinni. Þú varst svo falleg. Ég hef aldrei getað gleymt þessari sjón. Hvernig átti ég að geta það? Þú vast sú eina sem mér hefur þótt vænt um. Virkilega vænt um.
Mér var sagt að þér hafi ekki liðið illa þegar þú fórst. Fyrst barðistu um og svo hafðir þú átt að finna fyrir miklum yl og svo… sofnaðiru. Eða þannig var þetta orðað við mig. Ég var auðvitað glaður að vita að þú hafðir ekki fundið til. Þó að ég geti vart lýst hvað ég sakna þín og hvað ég er sorgmæddur þá samt varð ég ekki jafn sár út í Guð eftir að ég vissi að þú hafðir ekki fundið fyrir sársauka. Ég er samt eins og vængbrotinn fugl eftir að þú fórst.
Ég hefði glaður viljað skipta við þig. Dáið fyrir þig. En það var ekki undir mér komið að ákveða það. Mig dreymir á hverju kvöldi að þú sitjir á rúmgaflinum og talar fallega til mín. Segir mér að vera ekki leiður. Að þér líði vel. Þú ert í fallegum síðum náttkjól, þú ert alveg eins og þú leist út þegar ég sá þig síðast. Er ég kvaddi þig í hinsta sinn.
Af hverju ég? Spyr ég mig oft. Ég var bara venjulegur, það var ekkert öðruvísi við mig heldur en alla hina strákana í bekknum. Jú kannski einn hlutur, ég er með lesblindu en ég skil ekki hvað það kemur þessu við.
Þetta hefur víst átt að gerast. Eða því vil ég trúa. Ég samt er ekkert minna hrifinn af þér þó þú sért farin, ekkert hefur breyst. Nema það að þú ert ekki lengur í skólanum. Þú ert ekki lengur til staðar til að hjálpa mér eftir skóla með íslenskuna. Þú ert ekki lengur hjá mér.
Ég vona að þú hefur fundið frið. Ég get alveg ímyndað mér þig. Þig uppi á himnum í fallegum kirtli með fallega liðaða hárið og geislabaug. Þannig vil ég minnast þín.
Þinn vinur Kári. Ég mun aldrei gleyma þér. Ekki svo lengi sem ég lifi. En ég hugga mig við það að við munum hittast seinna. Þá verð ég orðinn gamall með hrukkur en þú ennþá bara tólf. Já lífið getur verið ósanngjarn. Og dauðinn líka ef út í það er farið.